Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
17.4.2009 | 12:05
Kristján Þór og bæjarstjórnarlaunin
Fyrirspyrjandi úti í sal spurði Kristjáni Þór Júlíussyni fyndist það eðlilegt að þiggja 80 þús. kr. tímakaup fyrir að sitja bæjarstjórnarfundi, en gagnrýna einnig launagreiðslur til Evu Joly vegna rannsókna á mögulegum glæpum sem leiddu til bankahrunsins. Fyrirspyrjandinn velti því að vísu ekki fyrir sér að e.t.v. eyddi Kristján miklum tíma í að undirbúa sig og Kristján svo sem leiðrétti það alls ekki - heldur hélt því fram að hann hefði alltaf unnið vel fyrir Akureyrarbæ. Mátti þannig jafnvel skilja á honum að hann ætti nú bara 80 þús. kr. á tímann skilið, því að hann væri svo frábær !
Nú ætla ég ekki að halda því fram að Kristján hafi ekki unnið langan vinnutíma sem bæjarstjóri eða alþingismaður - ég á miklu frekar von á að hann hafi unnið fyrir kaupinu sínu, þannig séð; ég var og er ósammála áherslum hans og Sjálfstæðisflokksins. Mér finnst hins vegar athugavert að alþingismaður ætli sér líka að sinna störfum bæjarfulltrúa í stóru sveitarfélagi, jafnvel í litlu; varamaður ætti að taka sæti þess situr á þingi. Því að þetta getur komið niður á báðum störfunum sem viðkomandi var kjörinn í. Þessi skoðun er ekki byggð á því að ásaka Kristján sérstaklega - enda er hann ekki eini maðurinn sem hefur setið í þessum sporum. Aðrir, svo sem Árni Þór Sigurðsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sögðu af sér sem borgarfulltrúar þegar þau settust á Alþingi.
Segir Steingrím búa í glerhúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2009 | 08:17
Auðvitað vildi Sjálfstæðisflokkurinn ekki samkomulag!
Stjórnarskrá ekki breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.4.2009 | 17:59
Meiri vinna - lægri laun?
Ósátt við yfirlýsingar um kjaraskerðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tekist á um skattahækkanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.4.2009 | 09:19
Nei takk við launalækkun
Fæstir ríkisstarfsmenn nutu mikils af því sem einkageirinn naut meðan hins meinta góðæris naut; því er það rökvilla að halda því fram að fylgja eigi fordæmi þeirra einkafyrirtækja sem ekki fóru um koll en lækkuðu laun (yfirborganir yfir taxta). Ríkisstarfsmenn fá ekki yfir taxta. En eins og ég hef bloggað um áður eru stofnanirnar svo sem að sjá um þetta sjálfar eins og t.d. Háskólinn á Akureyri sem lagði niður bestu störfin með umdeildri ákvörðun í janúar sl. (sjá blogg).
Frekar lækka laun en fækka störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2009 | 08:24
Engar launalækkanir opinberra starfsmanna á taxtalaunum
Ég heyrði í morgun að minn ágæti varaformaður, Katrín Jakobsdóttir, hefði rætt að lækka mætti laun opinberra starfsmanna. Væntanlega vill hún þá leggja það til í samningaviðræðum en ekki gera það með lögum eins og þeim sem voru sett á Kjararáð og ég hafði óttast að gamla ríkisstjórnin myndi fylgja eftir með launalækkunarlögum. Ég vil ekki trúa því að frambjóðendur vinstri grænna ætli sér slíkt verði flokkurinn áfram í ríkisstjórn - taka upp arfleifðina frá hinni svokölluðu þjóðarsátt um 1990 þegar brotnir voru kjarasamningar á háskólamenntuðum starfsmönnum. Ég held Katrín og aðrir frambjóðendur verði að skýra þetta miklu betur - eða draga til baka yfirlýsingar af þessum toga. Við þetta má bæta að ef einhvers staðar er greitt yfir töxtum er það allt annað mál, og það á að fara yfir launamálin af sjónarhóli jafnréttis.
Opinber störf eru flest í menntakerfinu og velkerfiskerfinu sem þarf að verja í yfirstandandi kreppu. Kerfin verða ekki varin í slag við okkur sem þar vinnum. En ég lýsi aftur yfir stuðningi við svokallaðan hátekjuskatt, sem reyndar leggst líka á millitekjur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.4.2009 | 16:57
Frábært mál - aukafjárveiting til námsfólks
Aukaframlag til LÍN | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.4.2009 | 16:51
Blekkingarleikur hvers?
Einar Kr.: Stunda blekkingarleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.4.2009 | 15:47
Hvað ætlar þú að gera við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér?
Vilhjálmur Þ.: Engir styrkir frá FL Group | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.4.2009 | 11:28
Traust til Sjálfstæðisflokksins?
Kannski er fráleitt fyrir okkur sem aldrei höfum treyst Sjálfstæðisflokknum að segja að nú muni traust á honum minnka. En ætli það sé ekki á einhvern hátt sambærilegt við bankahrunið í haust: Að þótt maður vissi vel að bólan hlyti að springa gerði maður sér enga grein fyrir að hvellurinn gæti orðið jafnhár og hann varð. Við vissum vel hversu Sjálfstæðisflokkurinn var hluti af peningavaldinu, en ég a.m.k. gerði mér ekki grein fyrir að hann væri jafn-samansúrraður við það eins og kom í ljós, og ekki heldur að forystumennirnir nánast brytu lög í fjáröflun sinni. Því hvað er það annað þegar tekið er á móti, ekki milljón, ekki fimm milljónum, heldur 30 milljónum fjórum dögum áður en lög um hámarksframlagið 300 þús. frá fyrirtækjum tók gildi. Og ef þetta er ekki lögbrot, eins og framlagið frá Neyðarlínunni sem upp komst um daginn, sem ef til vill hefur má túlka sem lítilfjörlegt lögbrot, sennilega framið í gáleysi, hvað er það þá að sækja féð til FL Group? Samrýmist ekki mínum viðmiðum um heiðarleika. Samrýmist ekki þeim anda laganna að gera framlög gagnsæ og að stórminnka möguleika á beinum hagsmunatengslum og þeim möguleikum að hægt sé að ásaka fyrir mútur. Kannski varð flokkurinn - og formaðurinn fyrrverandi sem vildi ekkert gera á fyrri hluta þessa árs þótt ýmis hættumerki væru honum ljós - á einhvern hátt háður FL Group og Landsbankanum. Ekki þannig að þetta væru beinar mútur endilega - heldur þannig að þessir aðilar gátu kjaftað frá ef að þeim var þrengt. Og það vissi fv. formaður Sjálfstæðisflokksins, sem þýðir lítið fyrir nýjan formann að ætla að fría sig af, þótt hann reyni að halda því fram að við eigum að gleyma þessu.
Allt komið fram sem máli skiptir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)