Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
11.4.2009 | 15:02
Hætta á ferðum? Eða von um breytingu
Hætta á einangrun Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.4.2009 | 09:18
Af hverju eru fjárhagsmál stjórnmálaflokka og hagsmunatengsl stórmál?
Það er svo sem ekki eins og fréttirnar um hagsmunatengsl Sjálfstæðisflokks við stórfyrirtæki séu nýjar fréttir - en reyndar kemur mér á óvart hvað styrkirnir 2006 voru háir og mér kemur líka á óvart hversu marga styrki Samfylkingin fékk, sem virka lágir við hliðina á ofurstyrkjum FL og Landsbankans. Næsta skref hlýtur að vera að krefjast þess að fá að vita hverjir styrktu einstaka frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, einkum ef þær upphæðir hafa farið yfir 300 þús. kr. sem er viðmiðið fyrir stjórnmálaflokka. Samt mætti hugsa sér að viðmiðið væri lægra fyrir einstaklinga.
Fjárahagur og hagsmunatengsl eru engin smámál: Fjárhagur flokka ræður ýmsu um hvernig þeir geta beitt sér í kosningabaráttunni, hvort þeir geta launað starfsfólk til að vinna í áróðurs- og kynningarmálum, o.s.frv. Hagsmunatengslin eru ekki síður alvarlegt mál: Ekki þó að stjórnmálamenn eigi hagsmuna að gæta því að þeir eru einmitt kosnir á þing til að gæta og halda á lofti hagsmunum. Stóra málið er leynd yfir slíkum hagsmunum, afneitun á því að þeir séu til staðar. Enda heyrist mér það vera afhjúpunin sem þykir verst. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn, sem hirðir ekki um að segja frá því hverjir styrktu hann, hafa nú upplýst um býsna háa styrki. Í senn er þetta óþægilegt fyrir Samfylkinguna að það sjáist að bankarnir styrktu hana rausnarlega en um leið ljóst hvaða flokkur er langtengdastur bönkunum, það er Sjálfstæðisflokkurinn.
Samfylking opnar bókhaldið 2006 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.4.2009 | 09:02
Fjárhagsmál stjórnmálaflokka og frambjóðenda VG
Vinstri græn hafa frá árinu 2003 birt ársreikninga sína - ekkert rosalega spennandi lesningu auk þess sem ég hef blaðað í þessum reikningum áður á landsfundum flokksins. En þeir eru birtir á heimasíðunni til að allir flokksbundnir sem óflokksbundnir kjósendur geti kynnt sér þá og áttað sig á því hvort þar er eitthvað áhugavert.
Jafnframt eru birtar upplýsingar um tekjur og eignir frambjóðenda. Mér sýnast upplýsingarnar að mestu samræmdar og miðaðar við laun á mánuði, þótt svo t.d. flestir gefi upp mánaðartekjur, þá leyfi ég mér þó að álykta að tekjur Björns Vals Gíslasonar, frambjóðanda í Norðausturkjördæmi, af sjómennsku séu ekki kr. 15.353.797.- á mánuði, heldur hafi hann gefið upp árslaun. Sumar upplýsingarnar vekja spurningar, eins og t.d. hjá hvaða stofnun eða fyrirtæki stjórnmálafræðingurinn Auður Lilja Erlingsdóttir, sem situr í baráttusæti í Reykjavík norður, vinnur. Á heimasíðu hennar kemur fram að hún er mannauðsráðgjafi hjá framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar. Ég geri ekki ráð fyrir að til hafi staðið að leyna því - annars væri það náttúrlega ekki heldur á heimasíðunni hennar.
Mér sýnist að í flestum þeim upplýsingablöðum sem ég leit á núna í morgun sé sagt frá því í hvaða félögum frambjóðendurnir eru, stórum sem smáum félögum. Í senn eru þetta mikilvægar upplýsingar um hagsmunatengsl, en þetta skiptir líka máli upp á að kynnast áhugamálum frambjóðenda: Hvaða fólk er þetta sem við eigum kost á að kjósa? Hvers konar fólk mun skipa þingmannahóp flokksins?
Slóðin á heimasíðu VG með frétt um ársreikningana og tekjur, eignir og hagsmunatengsl frambjóðenda er: http://www.vg.is/frettir/eldri-frettir/nr/4079
Milljón frá Samvinnutryggingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2009 | 13:35
Sjálfstæðismenn skammast hver í öðrum
Látum þá um það - Á skemmtilegri nótum, þá áskotnaðist mér í gær Ísland Spilverks þjóðanna frá 1978 með hverri perlunni á fætur annarri í textunum, svo sem "víkingar, aríar, íslendingar" og "hvílík býsn sem hann jói er að byggja" (Seðlabankinn, held ég) og auðvitað Aksjónmaður sem brunar "á braut með barbie". Og "Reykjavík hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór?" sem er ekki úr vegi að velta fyrir sér þegar maður sér stórhýsi og nýbyggingarhverfi sem ekki verður lokið við á næstunni. Mér dettur margt af þessu í hug þegar "útrásarvíkingarnir" og "bankaræningjarnir" koma til hugar.
Loks: "í grænni byltingu þá hverfur hann kastalinn aðalstræti 6" (það er gamla Morgunblaðshúsið) nú þegar við þurfum að vernda náttúruna og varðveita velferðar- og menntakerfi landsins - með öðrum orðum: byggja réttlátt samfélag.
Subbuskapur í kringum styrkveitingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2009 | 12:56
Íhaldið afhjúpað
Af hverju eru Sjálfstæðismenn að fara á límingunum yfir því að það komist í hámæli að þeir hafi tengsl við stórfyrirtæki? Ég er viss um að þeim hefði verið alveg sama ef þetta hefði komist upp áður en bankahrunið varð. Aftur á móti, nú þegar mikil fjárhagsleg tengsl við bæði Glitni, í gegnum Stoðir/FL Group, og Landsbankann eru tengd við aðgerðaleysi Sjálfstæðisflokksins í bankamálum og einka(vina)væðinguna - hvað þá? Sjálfstæðisflokkurinn fékk líka þónokkurt fé frá Kaupþingi, sbr. aðra frétt. Er ætlast til að flokki, sem gekk erinda þeirra stórfyrirtækja sem fóru langt með að setja landið á hausinn, sé treyst? En vitaskuld er sá erindrekstur fyrir einkavinina hluti af gildum flokksins, sem nýja formanninum verður svo tíðrætt um, þótt einhverjir Sjálfstæðismenn hafi ef til vill trúað öðru og keppst við að reyna að fá annað fólk til að trúa slíku.
Þingflokkur fundar í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2009 | 09:05
Sjálfstæðisflokkurinn og stórfyrirtækin
Gott fyrir splunkunýjan formann að tala um að framlög FL og Landsbankans séu gegn gildum Sjálfstæðisflokksins - en sýnir ekki sagan hið gagnstæða? Hver eru framlög stórfyrirtækja í gegnum 70 ára sögu flokksins?
Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.4.2009 | 16:47
Kemur á óvart?
Miðstjórn Sjálfstæðisflokks sat á fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.4.2009 | 10:04
Af hverju ætti Ísland að fá að menga meira en aðrir?
Ég fékk pistilinn Sögufölsun Sivjar sendan frá Árna Finnssyni, formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hann birtist einnig í Smugunni: http://www.smugan.is/pistlar/penninn/arni-finnsson/nr/1550. Og ég ætla að birta hann hér að mestu:
Siv Friðleifsdóttir er fyrsti flutningsmaður að þingsályktunartillögu sem ber titilinn hagsmuni Íslands í loftslagsmálum." Samkvæmt flutningsmönnum er það markmiðið að Ísland fái frekari undanþágur fyrir útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá stóriðju í samningaviðræðum um framhald Kyoto-bókunarinnar sem fram fara í Kaupmannahöfn í desember. Samtals nemur aukning í losunarheimildum Íslands nær 60% á tímabilinu 2008-2012 miðað við 1990. Næst þar á eftir kemur Ástralía með 8% aukningu. Nú skal sækja mengunarheimildir fyrir stóriðju langt umfram þær sem Ísland aflaði sér þegar endanlega var gengið frá Kyoto-bókuninni í Marakech haustið 2001.
Raunvísindadeild Háskóla Íslands hefur með umsögn sinni til umhverfisnefndar Alþingis lagst gegn því að tillagan verði samþykkt. Það hafa einnig Náttúruverndarsamtök Íslands gert sem og ungliðar Hjálparstarfs Kirkjunar.
Þetta leiðindamál er nú orðið eitt helsta keppikefli Sjálfstæðisflokksins og þingflokksformanns Framsóknarflokksins, Sivjar Friðleifsdóttur.
Í greinargerð vísar Siv Friðleifsdóttir og aðrir flutningsmenn í Bali-vegvísinn og benda á að samkvæmt honum er ætlunin að ljúka gerð nýs alþjóðlegs samkomulags um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum á þingi samningsaðila í Kaupmannahöfn í desember 2009."
En umhverfisráðherrann fyrrverandi skautar yfir mikilvægasta atriði þeirra pólitísku skuldbindinga sem Bali-vegvísirinn felur í sér. Nefnilega, að á fundinum í Bali lýstu iðnríkin (Ísland þar á meðal) yfir vilja sínum til að ná samkomulagi í Kaupmannahöfn sem felur í sér samdrátt í útstreymi iðnríkjanna um 25-40% fyrir árið 2020 en viðmiðunarárið er áfram 1990. Jafnframt, að samningar í Kaupmannahöfn skuli miða að því að tryggja að meðalhitnun andrúmslofts Jarðar haldist innan við 2 gráður á Celsíus miðað við upphaf iðnbyltingar.
Enn síður minnast flutningsmenn tillögunar á að útstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi hefur aukist um 24% frá 1990, eða 14% umfram heimildir, og við blasir við að Ísland mun ekki geta staðið við skuldbindingar samkvæmt Kyoto-bókuninni þrátt fyrir rúmar heimildir og undanþágur.
Raunar heldur Sjálfstæðisflokkurinn því fram í landsfundarályktun að Ísland sé eitt fárra ríkja sem stendur við skuldbindingar sínar samkvæmt Kyoto-samkomulaginu ..."
Ætli umheimurinn sé ekki orðin eylítið þreyttur á þessum sjálfumglöðu íslensku ráðamönnum. Pólitíkusum sem geta ekki einu sinni farið rétt með grundvallaratriði Bali-vegvíssins. Kröfugerð sem byggir á fölskum málflutningi er Íslandi ekki til framdráttar.
Svo mörg voru þau orð Árna - og ég spyr: Af hverju ætti Ísland að fá að losa gróðurhúsalofttegundir meira en aðrir? Til að reisa fleiri álver - sem þurfa orku úr virkjunum sem valda náttúruspjöllum? Ísland fékk rausnarlegar undanþágur í Kýótó 2008-2012, meðal annars vegna þess að mestöll húshitun er með jarðvarma. En við getum ekki sömu undanþáguna tvívegis. Fyrir utan hneykslið í sambandi við íslenska ákvæðið til að hér væri hægt að koma upp álverum. Óska þess að við taki Alþingi sem samþykkir ekki fleiri álver eða meiri náttúruspjöll.
Stýrivextir lækkaðir í 15,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2009 | 19:27
Skylt - eða kannski ekki síður rétt?
Telja Íslandi skylt að bera tillögur undir vísindanefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)