Sjálfstæðismenn skammast hver í öðrum

Látum þá um það - Á skemmtilegri nótum, þá áskotnaðist mér í gær Ísland Spilverks þjóðanna frá 1978 með hverri perlunni á fætur annarri í textunum, svo sem "víkingar, aríar, íslendingar" og "hvílík býsn sem hann jói er að byggja" (Seðlabankinn, held ég) og auðvitað Aksjónmaður sem brunar "á braut með barbie". Og "Reykjavík hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór?" sem er ekki úr vegi að velta fyrir sér þegar maður sér stórhýsi og nýbyggingarhverfi sem ekki verður lokið við á næstunni. Mér dettur margt af þessu í hug þegar "útrásarvíkingarnir" og "bankaræningjarnir" koma til hugar. 

Loks: "í grænni byltingu þá hverfur hann kastalinn aðalstræti 6" (það er gamla Morgunblaðshúsið) nú þegar við þurfum að vernda náttúruna og varðveita velferðar- og menntakerfi landsins - með öðrum orðum: byggja réttlátt samfélag.


mbl.is Subbuskapur í kringum styrkveitingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Ísland er frábær plata með pólitískum textum, svo sem:

Þar fornar súlur flut'á land í dentíð,

þrælahyskið þefaði upp brakið.

Reykjavík, og núna þúsund árum síðar

fluttum við úr Múlakampnum upp í hlíðar.

Sem sagt, sömu þrælarnir á leið úr einni djöflaeyju í aðra í Breiðholtinu.

Björgvin R. Leifsson, 10.4.2009 kl. 13:40

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Björgvin, takk fyrir innlitið

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 11.4.2009 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband