Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2010

Menntun til sjálfbćrni - ánćgja og vellíđan barna

Sören Breiting frá Danska menntavísindasviđinu (áđur ţekkt sem Danski uppeldisháskólinn, DPU) mun halda fyrirlestur fimmtudaginn 2. september 2010 kl. 14-15 í Bratta, húsnćđi Háskóla Íslands viđ Stakkahlíđ, gengiđ inn frá Háteigsvegi.

Í fyrirlestrinum fjallar Breiting um hvernig samţćtta megi menntun til sjálfbćrrar ţróunar í námskrána án ţess ađ börnin fyllist sektarkennd og angist, t.d. vegna loftslagsbreytinga. Menntun til sjálfbćrni er sviđ ţróunar og nýbreytni í skólastarfi ţar sem margt er prófađ. Reynslan hefur kennt ađ sumar ađferđir virka betur en ađrar. Breiting mun kynna dćmi úr skólastarfi og rćđa ţau. Fyrirlesturinn verđur fluttur á ensku en umrćđur geta fariđ fram bćđi á ensku og dönsku. Bođiđ er upp á kaffi og ávaxtasafa á eftir fyrirlestrinum. Sören Breiting er á Íslandi á vegum rannsóknarhópsins GETU til sjálfbćrni - menntun til ađgerđa. Sjá skrif.hi.is/geta.

English title:  Education for sustainability –  happyness and wellbeing of children English abstract: How to integrate Education for Sustainable Development (ESD)  into the general curriculum without giving children a feeling of guilt and dispair? The practice of Education for Sustainable Development is still an area of innovation and trial and error. On the other hand we already know some approaches that seem to work rather well besides a number of pitfalls to avoid. The presentation will explain these through concrete examples and discussion.


Úrsögn úr Ţjóđkirkjunni - eđa ţrýstingur á presta?

Ég leyfi mér ađ hvetja kristiđ fólk, sem er í Ţjóđkirkjunni, til ađ fara til sóknarprestsins síns og ţrýsta á um ađ hann taki opinbera afstöđu gegn ummćlum Geirs Waages, fyrrv. formanns Prestafélagsins, og fyrir ţví ađ forstöđumađur trúfélagsins viđurkenni ađ hafa ţrýst á um ađ konur sem ásökuđu fyrrverandi forstöđumann ađ draga ásakanir til baka og kćra ekki. Ég sé líka ađ Mogginn vill ekki ađ bloggađ sé um frétt af viđtali núverandi forstöđumanns í Sjónvarpinu í gćr.

Gleymum hvorki drengjum né stúlkum

Ég fagna ţví ađ skipađur verđi starfshópur og vona ađ í björgunarađgerđum gagnvart 33% drengja gleymi hópurinn ekki 17 % stúlkna, sbr. ţennan bút úr fréttinni: "Samkvćmt könnun sem unnin var fyrir menntasviđ Reykjavíkurborgar af frćđimönnum viđ Menntavísindasviđ Háskóla Íslands ţótti 67% drengja í 1. bekk grunnskóla gaman ađ lćra í skólanum en 83% stúlkna. Sama var upp á teningnum ţegar spurt var um lestur, en 65% sjö ára drengja fannst gaman ađ lesa í skólanum á móti 74% stúlkna."

Ég held hins vegar ađ ástćđur drengja og stúlkna fyrir óánćgju námi geti veriđ ólíkar og ţví ástćđa til ađ nota kynjagleraugun vel.


mbl.is Tímabćrt ađ skođa stöđu drengja
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvađa fríđindi fćr nýr forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur?

Eftir umrćđur sem urđu sl. vor um lúxusjeppa sem fjármálastjóri Orkuveitu Reykjavíkur átti ađ fá til afnota, en skilađi, ţá vaknar sú spurning hvort vćri ekki ástćđa til ađ setja ţađ í auglýsingu um nýjan forstjóra ađ hann fái ekki sérstök bílafríđindi. Ţađ yrđi til ţess ađ fólk sem hefur sérstakan áhuga á bílafríđindum sćkir síđur um starfiđ.
mbl.is Helgi Ţór forstjóri OR
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Heimsókn auđkýfings til Surtseyjar

Í dag hef ég sent neđangreinda fyrirspurn í tölvupósti til Umhverfisstofnunar:

"Í fréttum nýlega var sagt frá ţví ađ mađur nokkur útlenskur ađ nafni Paul Allen, titlađur „auđkýfingur“, hefđi ferđast til Surtseyjar á bát sem vćri svo vel búinn ađ ţar vćri sófasett sem ekki rótađist ţótt báturinn vćri í ölduróti.

Skv. auglýsingu um friđlandiđ Surtsey, 5. gr., kemur fram ađ „Óheimilt er ađ fara í land í Surtsey eđa kafa viđ eyna nema til rannsókna og verkefna sem tengjast ţeim og ţá međ skriflegu leyfi Umhverfisstofnunar.“ Í auglýsingu kemur einnig fram ađ „Surtseyjarfélagiđ samrćmir og leitast viđ ađ efla vísindarannsóknir í Surtsey og innan marka friđlandsins.“

Hér međ óska ég upplýsinga um hvers konar rannsóknir Paul Allen stundar sem krefjast ferđalags til Surtseyjar og afrita af leyfinu og umsögnum um umsókn hans um leyfiđ.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
formađur SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norđurlandi"


Ekiđ fyrir Skaga

Ég ók fyrir Skaga í sumar sem auđvitađ er ekki í neinar sérstakar frásögur fćrandi nema ađ ég hafđi aldrei komiđ norđar en til Blönduóss, Húnaflóamegin, og aldrei norđar en Sauđárkróks, austanmegin á Skaganum. Fyrst og fremst var ţetta ökuferđ í góđu veđri til ađ njóta landslagsins - en ekki vegarins sem er malarvegur frá Skagaströnd ađ vestan og ađ nýjum vegi yfir Ţverárfjall, 16 km norđan Sauđárkróks - og sums stađar mjór - en mađur kemst ţetta nú á hvađa bíl sem er ef ekiđ er á skynsamlegum hrađa.

Mest á óvart kom Kálfshamarsvík, útgerđarstađur frá fyrri hluta síđustu aldar og fór í eyđi fyrir ca 70 árum. Hann er Húnaflóamegin. Ţar er búiđ ađ koma upp ýmsum upplýsingum og merkja stuttar gönguleiđir og jafnvel búiđ ađ koma upp hreinlćtisađstöđu. Höfn frá náttúrunnar hendi og falleg náttúra, og viti. Kjörinn áfangastađur, a.m.k. í jafngóđu veđri. T.d. hćgt ađ setja niđur og borđa nestiđ sitt.

Minna kom á óvart hvađ Skagaströnd er glćsilegt byggđarlag.

Eitt fór í pirrurnar á mér eftir ađ hafa ekiđ og notiđ náttúru og útsýnis: Norđan á Skaganum var stórt svćđi ţar sem búiđ er ađ planta lúpínu og eftir ađ hafa ekiđ í gegnum lúpínulaust svćđi langa leiđ stakk ţetta gríđarlega í augu. Mig minnir ţetta heiti Ásbúđir. Enn sem komiđ er sýndist lúpína vera ađ mestu innan girđingar - en ég held ađ hún virđi ekki girđinguna, enn síđur en túnrollur. En kannski má beita fé í ţetta áđur en lengra fer.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband