Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Mig rámar í álkrónuna - stöndum náttúruverndarvaktina

Eitthvað rámar mig í að hér hafi fyrir 30 árum eða meira verið framleiddir krónupeningar úr áli - og minnir að þeir hafi flotið. Íslenska krónan verður hálfgerð álkróna í dag ef álfyrirtækin halda áfram yfirgangi gagnvart íslenskri náttúru.

Aldrei hefur verið meira áríðandi en nú að við stöndum vaktina í náttúruverndarmálum. Náttúrusjóðurinn Auðlind boðar til fundar í Myndasal Þjóðminjasafnsins kl. 17-19 nk. mánudag, á fullveldisdaginn 1. desember. í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands


mbl.is Gengislækkun stendur stutt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Áhugaverð yfirlýsing um náttúruvernd og ferðaþjónustu

Fyrir tilstuðlan Bjarkar Guðmundsdóttur sameinuðust virkustu náttúruverndaröfl Íslands og senda eftirfarandi frá sér:

Áskorun til ferðamálaráðherra um að beita sér fyrir náttúruvernd!
Náttúruvernd samtvinnuð ferðaþjónustu er öflug leið til að markaðssetja Ísland sem áhugaverðan áfangastað fyrir ferðamenn.

Náttúran er okkar mikilvægasta auðlind og sú náttúruverndarbarátta sem háð hefur verið undanfarin ár og áratugi er öflugasta tækið til að kynna sérstöðu og aðdráttarafl Íslands. Náttúruverndarbaráttan hefur sett í forgrunn brýnasta viðfangsefni samtímans. Íslendingar gætu verið í fararbroddi á heimsvísu í mótun nýrrar orkustefnu og afstöðu til náttúrunnar.

Við blasir, samkvæmt fáanlegum upplýsingum, að hvorki álver né orkuver verði byggð eða stækkuð á Íslandi næstu mánuði og misseri. Framleiðsla áls hefur að undanförnu dregist hratt saman, verð áls lækkað og fjármögnun risavirkjana því næsta vonlítil. Stjórnvöldum ber að leita allra raunhæfra leiða til að byggja upp fjölbreytilegt atvinnulíf og stuðla að sjálfbærri þróun í sátt við náttúruna.

Í dag fjallar
ferðamálaþing um það hvernig efla megi ferðaþjónustu á Íslandi. Að undanförnu hefur komið fram fjöldi nýrra hugmynda um ónýtta möguleika í ferðaþjónustu. Þær frjóu hugmyndir mega ekki stranda vegna stóriðjuhugmynda sem hafa of lengi rutt annarri uppbyggingarviðleitni úr vegi.

Neðangreind náttúruverndaröfl skora á ferðamálaráðherra, Össur Skarphéðinsson, að lýsa því yfir á ráðstefnu Ferðamálaráðs í dag að nú verði náttúruvernd og ný orkustefna að vera í öndvegi ferðaþjónustu á Íslandi til framtíðar.

Nattura.info
Náttúruverndarsamtök Íslands
Natturan.is
Framtíðarlandið
Landvernd

Nánari upplýsingar veita: Björk Guðmundsdóttir, Árni Finnsson, Oddný Eir Ævarsdóttir, Bergur Sigurðsson, Irma Erlingsdóttir, Guðrún Tryggvadóttir.

Ég tek undir yfirlýsinguna Smile


mbl.is Hvatt til samþættingar náttúruverndar og ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of mikið skorið niður vegna þróunarsamvinnu

Of snemmt er að segja til um hvort þessar aðgerðir séu þær skynsamlegustu sem völ er á við þær aðstæður sem uppi eru. Mér sýnist þó varlega farið í að loka sendiráðum en spyr hvort megi ekki draga talsvert minna úr þróunarsamvinnunni. "Varnarmálastofnun" er óþörf og ætluð alltof mikil völd, en ég man ekki hvað hún kostar og kannski er það dropi í hafið að fella hana alveg út. En sparnaðartölurnar um hana og þróunarsamvinnuna eru ofurlítið sláandi hlið við hlið: 1,6 milljónir í þróunarsamvinnunni er dálítið hraustlegur niðurskurður á móts við 0,26 milljarða vegna "varnarmála".
mbl.is Stefnt að 2,3 milljarða sparnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað á Alcoa að meta öll möguleg umhverfisáhrif

Ég tek undir kröfur Landverndar til Alcoa og vísa í fyrra blogg mitt þar að lútandi. Landsvirkjun hefur í samstarfi við annað fyrirtæki sent frá sér drög að tillögum um matsáætlanir fyrir rannsóknarboranir á þremur háhitasvæðum. Er það eitthvað annað en feluleikur fram hjá heildstæðu mati á öllum umhverfisáhrifum álversins? Við þurfum skýr svör um hvort Alcoa ætlar sér orku úr Gjástykki eða úr Skjálfandafljóti eða fleiri vatnsföllum fyrir norðan.
mbl.is Alcoa geri grein fyrir raforkuöflun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alcoa kveinkar sér

Alcoa kveinkar sér undan þeirri kröfu Náttúruverndarsamtaka Íslands að gerð sé undanbragðalaus grein fyrir því hvaðan orkan í álverið við Húsavík muni koma; heildstætt mat á umhverfisáhrifum álvers merkir nefnilega að gera skuli grein fyrir ÖLLUM áhrifum, ekki bara því sem hentar til að fá að byggja álverið.

Ég heyrði áðan í fréttum Ríkisútvarpsins að fulltrúi Alcoa kveinkaði sér svolítið undan athugasemdum Náttúruverndarsamtakanna en viðurkenndi um leið í raun að það er ekki svo mikið vitað um hversu mikil orka er fáanleg af háhitasvæðunum. Já, og hvað um Gjástykki? Mér sýnist Landsvirkjun ætla þangað, sbr. blogg mitt í gær. Hvað um hin háhitasvæðin, það er við Þeistareyki, Kröflu og Leirhnjúk? Náttúruverndargildi svæðanna er ótvírætt og líklegt er að til lengri tíma litið sé þar einnig hægt að skipuleggja ferðamennsku sem gefi meiri tekjur en orkusala til álvers, sem er þó aukaatriði miðað við náttúruverndina, en skiptir þó miklu máli í heildarmyndinni.

Krafan til Alcoa er skýr: Gerið grein fyrir því hvaðan þið ætlið að fá orkuna fyrir álverið Fyrr er ekki hægt að taka afstöðu til umhverfisáhrifanna.

Hitt er svo annað mál og ekki heldur smátt: Það fylgja álveri gríðarleg samfélagsleg áhrif af afar margvíslegum toga, t.d. þegar svo stór vinnustaður sem fyrst og fremst ræður karla til vinnu kemur í byggðarlag. Jafnvel þótt Alcoa takist að setja nýtt "heimsmet", t.d. 29%, í að ráða konur til starfa í álverinu og fá nýja jafnréttisviðurkenningu íslenskra stjórnvalda er það gríðarlegur kynjahalli að hafa svo stóran vinnustað sem álverið yrði með yfir tveimur þriðju hlutum af öðru kyninu og getur haft umtalsverð áhrif á stöðu jafnréttismála í byggðarlaginu. Hér er eigin lofræða Alcoa um jafnréttisviðurkenningu sem fyrirtækið fékk fyrir álver sitt við Reyðarfjörð.

Alcoa er auðvitað nokkur vorkunn; fyrirtækið þarf talsverðan fjölda fólks og mér finnst líklegt að það hafi þurft enn þá meira fyrir því að hafa að ráða konur til starfa en karla. Í því ljósi þarf fyrirtækið virka jafnréttisstefnu og þegar hún er svo ómerkileg víða annars staðar er kannski ekki furða þótt Alcoa sé verðlaunað á þessu sviði. Þess háttar jafnréttisstefna til hagsbóta fyrir fyrirtækið réttlætir aftur á móti ekki þau stórkostlegu náttúruspjöll sem voru framin á hálendi Austurlands.


mbl.is Krefja Alcoa um svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varðar okkur um svokallaðan vinnanlegan jarðhita í Gjástykki?

Landsvirkjun auglýsir í dag drög að tillögum að matsáætlunum fyrir rannsóknarboranir á þremur háhitasvæðum  í Þingeyjarsýslu, þ.e. Kröflu, Þeistareykjum og Gjástykki. Því skal fagnað að rannsóknarboranir sem þessar fari í mat á umhverfisáhrifum; þeim fylgir mikið rask og þess var á sínum tíma krafist af hálfu SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, að rannsóknarboranir við Þeistareyki færu í mat á umhverfisáhrifum, en því hafnað af umhverfisráðherra. (Reyndar er það fyrirtæki með öðru nafni sem auglýsir drög að tillögu um matsáætlun fyrir rannsóknarboranir við Þeistareyki, en athugasemdum skal skilað til Alberts hjá fyrirtæki sem heitir Landsvirkjun Power ehf. með afriti til Hauks hjá Mannviti þannig þetta er nú sama batteríið að mestu.)

Ég lýsi því yfir að ég vil að Gjástykki verði friðað og þar af leiðandi andstöðu við rannsóknarboranir í Gjástykki sem fylgir óhjákvæmilegt rask á afar viðkvæmu svæði. Rannsóknirnar eru samkvæmt auglýsingu "nauðsynlegur liður í öflun upplýsinga um hvort vinnanlegan jarðhita sé þar að finna". Okkur varðar hins vegar lítið um það því að við viljum að svæðið sé friðlýst vegna sérstöðu þess því að kannski hvergi í heiminum er hægt að sjá betur hvernig fleka rekur í sundur, sjá meðal annars blogg frá í september í fyrra, og verða þannig vitni að landrekinu sem landrekskenningin lýsir.


Einkavinavæðingin = privatefriendsization?

Mig minnir að í neyðarlögunum frá 6. október væri heimild til að rifta einhverju mánuð aftur í tímann en ég held að það sé öruggt að þeim sem sömdu frumvarpið hefur varla dottið í hug allt sem hafði verið gert mánuðinn á undan.

Hef áður á blogginu minnst á þær fyrirspurnir sem ég fæ frá vinum og kunningjum og þeim sem ég hef verslað við í dvöl minni í Bandaríkjunum. Ég hef því orðið að reyna að finna þýðingar á hugtökum eins og einkavinavæðingunni. Gæti privatefriendsization gagnast sem slíkt orð?


mbl.is Engin áform um að afskrifa lán til starfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband