Of mikið skorið niður vegna þróunarsamvinnu

Of snemmt er að segja til um hvort þessar aðgerðir séu þær skynsamlegustu sem völ er á við þær aðstæður sem uppi eru. Mér sýnist þó varlega farið í að loka sendiráðum en spyr hvort megi ekki draga talsvert minna úr þróunarsamvinnunni. "Varnarmálastofnun" er óþörf og ætluð alltof mikil völd, en ég man ekki hvað hún kostar og kannski er það dropi í hafið að fella hana alveg út. En sparnaðartölurnar um hana og þróunarsamvinnuna eru ofurlítið sláandi hlið við hlið: 1,6 milljónir í þróunarsamvinnunni er dálítið hraustlegur niðurskurður á móts við 0,26 milljarða vegna "varnarmála".
mbl.is Stefnt að 2,3 milljarða sparnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þarna er verið að ráðast í gjaldeyrissparnað og vonandi er þetta tímabundið. Ábyrgð okkar snýr nú fyrst og fremst að þjóð okkar. Verðum að geta flutt inn lyf og nauðsynjar. Vonandi líður hætta á vöruskorti fljótlega hjá.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.11.2008 kl. 16:56

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sammála um varnarmálin. Óþarfa útgjöld.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.11.2008 kl. 16:57

3 identicon

Heill og sæll; Ingólfur, og þá Jakobína Ingunn, sem þið önnur !

Rétt er það; hjá ykkur báðum. Varnarmálastofnun, hefði mátt leggja niður, enda,........ eitt af þessum mont fyrirbærum, til þess að þóknast NATÓ skrímslaveldinu.

Hitt er annað; að það er tómst mál, að tala um þróunaraðstoð, af hálfu Íslands; hvar landið stendur skör lægra, en meira að segja Norður- Kórea, þess ágæta Kim Jong- il, þótt hann virki; reyndar geðþekkari, en Geir H. Haarde, að minnsta kosti opinberlega.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason 12.11.2008 kl. 18:03

4 identicon

Andskotinn; gott fólk ! Átti að vera tómt - ekki tómst. Afsakið, helvízka villuna.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason 12.11.2008 kl. 18:05

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þakka ykkur innlitið og athugasemdirnar, Jakobína Ingunn og Óskar Helgi

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 12.11.2008 kl. 20:49

6 identicon

Það á ekki að spara eina einustu krónu í þróunarsamvinnu, mætti hæglega sækja aurana í lífeyri þingmanna og ráðherra. Hvunær ætli þetta "ágæta" fólk lækki launin sín ?

JIP 12.11.2008 kl. 21:45

7 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ágæti/a JIP: Kjararáð ákveður laun ráðherra, alþingismanna og æðstu embættismanna ríkisins. Þau eru ákveðin með hliðsjón af launum annars staðar í samfélaginu. Ef laun bankastjóra og forstjóra og millistjórnenda fyrirtækja lækka í núverandi ástandi gæti komið til launalækkunar ofannefndra ef ég skil lógíkina í þessu rétt. Lífeyrisskuldbindingar þingmanna og ráðherra eru líklega ekki farnar að telja svo mikið enn þá, en ég þótt ég styðji góð laun til stjórnmálamanna finnst mér ekki að eigi þeir eigi að njóta lífeyrisréttinda umfram það að þeir sem eru á sæmilegum launum njóta hlutfallslegra réttinda.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 13.11.2008 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband