Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2008

There is a trap over the fence

Hmm ... Minnir ofurlítiđ á landvörđinn, vin minn, sem sagđist hafa sagt viđ erlenda túrista sem spurđu vegar: "At the end of the campground, there is a trap over the fence".


mbl.is Íslenskt-skoskt flugfélag hćttir starfsemi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ađ útrýma mismunun

Allt ćtlar vitlaust ađ verđa hjá bloggurum ţegar 100 konur bjóđast til ađ sitja í stjórnum stórra fyrirtćkja. Ţarf ekki annađ en ađ skođa fyrirsagnir á bloggfćrslum viđ ţeirri frétt sem ég hef tengt hér viđ. Ég vel tekiđ undir međ mörgum bloggaranna ađ mér líka almennt séđ ekki ţvinganir. En hvađ á ţá ađ gera ţegar lítiđ breytist ţvingunarlaust? Ísland hefur ritađ undir Samning um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Convention on the Elimination of all Forms of Discrimination against Women, CEDAW) sem er á vegum Sameinuđu ţjóđanna (nćrri milljón vefsíđur koma upp ef CEDAW er gúglađ). Margir eru haldnir ţeirri grillu ađ kynjajafnrétti komi af sjálfu sér og fyrirhafnarlítiđ. Svo er ekki; afnám kynjamismunar í launum hjá Akureyrarbć varđ svo sannarlega ekki fyrirhafnarlaust, en í morgun átti ég ţess kost ađ hlýđa á kynningu á niđurstöđum á fundi bćjarmálaráđs ţar sem fulltrúum í samfélags- og mannréttindaráđi bćjarins var bođiđ til. Nú eru á ferđ 100 sjálfbođaliđar sem vilja ađstođa stjórnvöld viđ ađ útrýma einni tegund mismununar og ég skora á eigendur fyrirtćkjanna 100 ađ ţiggja ađstođina og gera ţannig stjórnvöldum lífiđ léttara. 

Ađ lokum vil ég kynna draum um ađ stúlkur geti séđ fram á ađ fá sömu laun, námsmöguleika og líkur á valdastöđum ţegar ţćr verđa fullorđnar og fullorđnir karlar, heima í hérađi sem og á lands- og heimsvísu. Á sama hátt dreymir mig um ađ drengir geti vćnst ţess ađ umgangast börnin sín og hafi líka námsmöguleika og stúlkur og mćti ekki fordómum fari ţeir í óhefđbundin störf fyrir karla.
mbl.is Kynjakvóti bundinn í lög?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lykilatriđi skólastarfs eđa óţćgilegir ađskotahlutir?

Ţannig hljómar undirfyrirsögn greinar minnar í Netlu sem ber yfirskriftina Fjölmenning og sjálfbćr ţróun - og ţađ er einmitt spurt hvort fjölmenning og menntun til sjálfbćrrar ţróunar ćttu ekki ađ vera ţungamiđja skólastarfsins. Í útdrćtti segir m.a.: "Í greininni er fjallađ um tvo samfaglega (cross-curricular) málaflokka sem eru tiltölulega nýir af nálinni í íslensku samfélagi og skólakerfi, fjölmenningu og menntun til sjálfbćrrar ţróunar ... Markmiđ greinarinnar eru ađ skođa hvernig málaflokkarnir fjölmenning og sjálfbćr ţróun eru međhöndlađir í stefnu ríkis og sveitarfélaga, hjálpa til viđ ađ „smala“ saman efni úr stefnumótandi skjölum til ađ gera kennurum betur kleift ađ fylgjast međ ţróun í málaflokkunum og loks marka stefnu međ ţví ađ tengja málin tvö međ hugtökunum alheimsvitund og geta til ađgerđa. Greinin er byggđ á athugun á stefnuskjölum ríkis og fimm fjölmennustu sveitarfélaga landsins. Helstu niđurstöđur og ályktanir eru ţćr ađ í umfjöllun stefnuskjalanna er tilhneiging til ţess ađ sveigja hjá pólitískum og viđkvćmum málefnum, ađ gera ţurfi fjölmenningu og menntun til sjálfbćrrar ţróunar ađ ţungamiđju skólakerfisins og ađ móta ţurfi róttćka stefnu, bćđi um inntak og í kennslufrćđum, til ađ takast á viđ pólitísk og viđkvćm málefni.


... á fyrsta stjórnardegi Ólafs F. og Vilhjálms ...

... er fólki ráđlagt ađ halda sig heima. Skyldi Ólafur fara ađ ţessum ráđum? ... Nú var ađ berast tilkynning í útvarpi um ađ frćđsluyfirvöld í Reykjavík bćđu foreldra um ađ hafa börnin heima vegna óveđurs.
mbl.is Fólk haldi sig heima
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hver skyldi vera oddviti í Kjós?

24 stundir sögđu frá ţví í morgun (á bls. 13) ađ í 26. gr. sveitarstjórnarlaga vćri ákvćđi ţess efnis ađ verđi sveitarstjórn óstarfhćf ... geti ráđuneyti ... faliđ sveitarstjórn nágrannasveitarfélags ađ fara međ stjórn sveitarfélagsins uns sveitarstjórnin verđur starfhćf á ný. Ţó nokkur sveitarfélög eiga landamerki á landi ađ Reykjavík; ađ norđan er ţađ Kjósarhreppur. Og ţví er spurt hver sé oddvitinn í Kjós? Ţví vćntanlega hefur hann eilítiđ minna á sinni könnu en bćjarstjóri Kópavogs. Vitanlega koma ţarna líka til greina Seltjarnarnes og Mosfellsbćr.

Ef fariđ er yfir sjó eru nokkur sveitarfélög: Akranes, Hvalfjarđarsveit, Álftanes, Vogar, Reykjanesbćr, Garđur, Snćfellsbćr ... Ţá vćri vitaskuld nćrtćkt ađ leita til Árna Sigfússonar í Reykjanesbć; hann var borgarstjóri í Reykjavík í nokkra tugi daga voriđ 1994 eftir ađ íhaldiđ skipti um hest í miđri kosningabaráttu, og ţekkir ţví vel til.


Framsóknarfötin: Hvernig tókst til?

Undrandi hef ég fylgst međ umrćđum um hver keypti kosningabaráttufötin á ađskiljanlega framsóknarmenn og hver er međ hnífa í bakinu á hverjum. Ég hef líka reynt ađ veita ţví nokkra athygli hvernig til hafi tekist í fatakaupunum. Björn Ingi er međ trefil á ţessari mynd, skyldi ţađ vera framsóknartrefill? Og var ekki Guđjón Ólafur venjulega međ fallega slaufu? Hann var bćđi bindis- og slaufulaus í Silfrinu hjá Agli í gćr. Og hér er Halldór fyrrverandi framsóknarformađur, hver skyldi hafa fatađ hann? Og ekki má gleyma Guđna sem er á myndinni sem er tengd ţessari fćrslu.


mbl.is Flokksforustan stendur ađ baki Birni Inga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sundagöng, eyjaleiđ - eđa lest?

Mikil umrćđa hefur átt sér stađ undanfarnar vikur um hvort réttara sé ađ leggja nýja leiđ frá Reykjavík upp á Kjalarnes međ ţví ađ setja brýr og eyjar yfir Sundin eđa grafa göng undir ţau - en lestarsamgöngur lítiđ bornar saman viđ ţessar leiđir.

Stjórnmálafólk vefengir niđurstöđur Vegagerđarinnar um ađ eyjaleiđin sé betri ţegar á heildina er litiđ (upphafskostnađ, rekstrarkostnađ, kannski fleira). Augljóst finnst mér ađ hér er ekki um ađ rćđa sömu framkvćmdina; svo ólíkar eru vegleiđirnar. Hins vegar skilst mér ađ ţessar tvćr nokkuđ ólíku framkvćmdir eigi ađ uppfylla ţađ markmiđ ađ greiđa leiđ frá Vesturlandi og Norđurlandi til og frá Reykjavík. Framkvćmdirnar skipta okkur hér fyrir norđan ţví talsvert miklu máli og ţađ hlýtur ađ skipta máli hvor leiđin uppfyllir betur markmiđin međ samgöngubótunum. Göngin virđast koma ferđalöngum mun nćr miđborg Reykjavíkur - og ég veit ađ ég er líklegri til ađ vera á leiđinni ţangađ en á leiđinni upp á Reykjanesbrautina nálćgt Elliđaám ţar sem mér sýnist eyjaleiđin koma upp. Mér finnst hins vegar hćpiđ af stjórnmálafólki ađ vefengja niđurstöđur Vegagerđarinnar, ţótt vitaskuld sé hún ekki óskeikul í vegavali eins og önnur dćmi sýna.

En eru ţetta hinar raunverulegu samgöngubćtur sem viđ ţurfum á ađ halda? Er Vegagerđin byrjuđ ađ huga ađ lestarsamgöngum? Eđa hefur henni ekki veriđ sett slíkt verkefni fyrir? Ef svo er ekki, er ţá ekki kominn tími til ţess? Eru skipulagsyfirvöld í Reykjavík byrjuđ ađ huga ađ ţví ađ taka frá land fyrir lestarsamgöngur í samvinnu viđ yfirvöld nágrannasveitarfélaga? Mun miđstöđ lestarsamgangnanna verđa í samgöngumiđstöđinni í Vatnsmýri, nálćgt tveimur háskólum, Landspítalanum, stjórnarráđinu o.fl.o.fl.?


mbl.is Göng 9 milljörđum dýrari
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvernig veit mađur hvort vara er umhverfisvćn?

Ein af ţeim ađferđum sem nota má er ađ merkja vörurnar almennilega. En veit ég ţá sem neytandi fyrir hvađ ţessi merki standa fyrir? Ekki mikiđ. Ég ţekki reyndar merki Vottunarstofunnar Túns og einhver erlend merki ţekki ég nógu vel til ađ treysta ţeim. En ţađ vekur gleđi mína ađ umhverfisráđherra vilji auđvelda mér sem neytanda ađ velja vandađar vörur ađ ţessu leyti. Í sérstöku riti sem Ţórunn Sveinbjarnardóttir hefur gefiđ út um áherslur sínar sem ráđherra segir: Efla áhuga og auka frambođ á umhverfismerktum vörum og ţjónustu í samvinnu viđ kaupmenn og neytendur. Viđurkennd umhverfismerki auđvelda neytendum ađ finna umhverfisvćna vöru og ţjónustu. Merkin tryggja ađ vara hefur stađist strangar umhverfiskröfur og veriđ gćđaprófađ.

Ráđuneytiđ og umhverfisfrćđsluráđ á vegum ţess undirbúa nú ađ fylgja ţessu eftir og er nú sérstakt tćkifćri til ađ senda inn hugmyndir til ráđuneytisins og umhverfisfrćđsluráđs um hvernig megi auka vćgi umhverfismerkts varnings og auka skilning á merkingunum.


Kennarar ráđi meiru!

Ánćgjulegt og óvćnt frétt er neđst á bls. 6 í 24 stundum í dag: Gallup fann út fyrir World Economic Forum ađ kennarar séu sú starfsstétt hér á landi sem nýtur mests trausts; alls segjast 46 af hundrađi treysta kennurum og 30 af hundrađi vilja ađ kennarar ráđi meiru. Ađrar starfsgreinar nefndar í fréttinni, svo sem stjórnmálamenn, trúarleiđtogar og blađamenn, komast ekki nálćgt kennurum, nema verkalýđsleiđtogar sem 25 af hundrađi treysta og 27 af hundrađi vilja ađ fái meiri völd.

Nú veit ég ekki nákvćmlega í hverju ţetta traust felst eđa á hvern hátt ađspurđir vilja auka völd okkar kennara; ekki heldur hvort traustinu er misskipt milli leikskólakennara, grunnskólakennara, framhaldsskólakennara, háskólakennara eđa annarra kennara. Mér finnst traustiđ langtum meira virđi en viljinn til ađ auka völdin og legg glađur af stađ út í daginn međ ţetta veganesti og vona ađ allir kennarahópar taki ţetta til sín međ stolti.


Auglýsingapóstur eđa almannaţjónusta?

Svo er annađ mál sem ég fór ađ hugsa um eftir ég skrifađi blogg í morgun um auglýsingapóst: er eitthvađ af ţessum fjölpósti sem ég vil gjarna fá? Er sanngjarnt ađ íţróttafélagiđ í hverfinu eđa stjórnmálaflokkur sem býđur sig fram til bćjarstjórnar eđa Alţingis megi setja eitthvađ inn um lúguna hjá mér? Bann viđ auglýsingapésum má ekki leiđa til ţess ađ erfiđara sé ađ halda uppi lýđrćđi eđa mismunandi félögum sé óheimilt ađ dreifa blađi (jafnvel ţótt ţađ sé fullt af auglýsingum), t.d. einu sinni ári. Meira ađ segja auglýsingapóstur eins og Bókatíđindi, sem koma einu sinni á ári, og jafnvel IKEA-bćklingurinn, líka einu sinni á ári, eru tiltölulegir aufúsugestir heima hjá mér. Ţađ skapar kannski meiri vanda en ţađ leysir ađ amast viđ öllum óumbeđnum pósti. Eđa hvađ? Ţađ er erfitt ađ sortera ţetta - en kannski setur stór nefnd umhverfisráđherra fram einhverjar tillögur sem leiđa til betra lífs ađ ţessu leyti.

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband