Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2007

Útlendir ökumenn bresta í grát

Útlendir ökumenn bresta í grát vegna hárra sekta er fyrirsögn í Mogga í dag (bls. 2). Á gćr og fyrradag voru útlendir ökumenn í meiri hluta ţeirra er voru stöđvađir fyrir hrađakstur í umdćmi Blönduóslöggunnar. Sektin fyrir ađ aka á 111 km hrađa er 50.000 kr., 37.500 međ stađgreiđsluafslćtti! Hiđ jákvćđa viđ ţessa frétt er Íslendingum sem aka of hratt fćkkar en auđvitađ er ţađ neikvćtt ađ fleiri skuli aka of hratt en Íslendingar. Óskiljanlegt er hvernig hrađamerkingar fara fram hjá útlendum ökumönnum og út í hött ađ kenna bílaleigunum um ađ segja ekki frá ţví hverjar sektirnar eru - nema ef ţađ er virkilega ráđiđ gegn hrađakstrinum. Samt er of hrađur akstur engum ađ kenna nema ţeim sem ekur of hratt.

Munum svo ađ of hrađur akstur er ekki einungis hćttulegur fyrir mann sjálfan og tillitslaus gagnvart náunganum; heldur og eyđist meira eldsneyti og útblásturinn verđur meiri á sömu vegalengd.


mbl.is Hrađakstur erlendra ferđamanna fćrist í aukana
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Herćfingar NATO og vopn til Sádi-Arabíu og Ísraels

Nú berast fréttir af herćfingum NATÓ hér á landi. Samtök herstöđvaandstćđinga hafa ályktađ gegn herćfingunum sem eru ekki líklegar til ađ auka friđ í heiminum, eđa til hvers ćfa herir sig? Aftur á móti get ég ekki ađ ţví gert ađ mér ofurlítiđ fyndiđ ađ heyra um ađ ţađ eigi ađ gefa liđinu ađ borđa sem vissulega er liđur í íslenskri gestrisni sem hingađ til hefur ekki veriđ viđhöfđ gagnvart erlendu herliđi.

Í gćr komu líka fréttir af aukinni vopnasölu og hernađarlegum Bandaríkjanna til Sádi-Arabíu og Ísraels - til mótvćgis viđ uppgang Írans. Hér eru einrćđisríki og ofbeldisríki studd. Á ţađ ađ auka friđ í heiminum?

 


mbl.is NATO ákveđur eftirlit
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Frábćr Sunna Gunnlaugs

Var ađ koma úr Deiglunni ţar sem tríó Sunnu Gunnlaugs djasspíanista spilađi. Ásamt henni Scott Mc Lemore trommuleikari og Ţorgrímur Jónsson á bassa. Tveir tímar af frábćrri spilamennsku.

Neitađ um samningsrétt og félagafrelsi

Prófessorar í íslenskum ríkisháskólum hafa nú sameinast í einu félagi sem vill fá ađ semja um kaup og kjör viđ ríkiđ. Ţetta gerđist eftir ađ kjararáđ ákvađ um síđustu áramót ađ ţađ vćri ekki hlutverk ţess ađ ákveđa kaup og kjör prófessora. Lengst af voru prófessorar í sama stéttarfélagi og ađrir háskólakennarar, einu félagi í hverjum háskóla, en skömmu fyrir áriđ 2000 breyttist ţađ ţannig ađ samningsréttur var tekinn af prófessorum og falinn í hendur kjaranefnd. Ţá stofnuđu prófessorar annars vegar félag viđ Háskóla Íslands og hins vegar í öđrum ríkisháskólum.

Eftir ákvörđun kjararáđs um áramótin ákváđu prófessorar ađ sameinast í einu félagi, Félagi prófessora í ríkisháskólum, og óska eftir ţví ađ fjármálaráđherra semdi viđ félagiđ fyrir okkar hönd. Fjármálaráđherra hefur nú hafnađ ţví viđ fáum samningsrétt fyrir okkar félag; ţví mun hann vćntanlega ćtla ađ ákveđa sjálfur upp á sitt eindćmi hvađ viđ fáum í kaup og kjör í stađ ţess ađ semja viđ okkur eins og ađra starfsmenn ríkisins. Vćntanlega ţarf ađ fara dómstólaleiđ til ađ fá úr ţví skoriđ hvort okkur er heimilt ađ vera í félagi međ samningsrétti.

E.t.v. telur fjármálaráđherra ađ viđ eigum ađ vera í félagi međ öđrum háskólakennurum. Ţađ er gilt sjónarmiđ og ég hef ekkert á móti ţví fyrir mitt leyti ađ vera í Félagi háskólakennara á Akureyri sem ég var í fyrir nokkrum árum áđur en ég fćrđist í starf prófessors. Ţetta hafa hins vegar prófessorar rćtt í ţaula og komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ stofna sérstakt félag til ađ gćta hagsmuna sinna. Af hverju virđir fjármálaráđherra ekki ţá ákvörđun?


Launamunur kynja viđvarandi og eđlilegt ástand?

Fram kemur í nýrri skýrslu Evrópusambandsins sem sagt er frá á heimasíđu Jafnréttisstofu ađ laun karla séu 17-18 af hundrađi hćrri en laun kvenna (laun kvenna 15% lćgri en laun karla). Ţetta er ekki taliđ viđunandi ástand og til ađ taka á vandanum er lagt til ađ "tryggja betri nýtingu á gildandi lögum, gera baráttu fyrir jöfnum launum karla og kvenna hluta af stefnu ţjóđa Evrópusambandsins í atvinnumálum, vekja athygli á launamun kynjanna međal vinnuveitenda, međ ţví ađ leggja áherslu á samfélagslega ábyrgđ [og] skapa vettvang ţar sem ađildarlöndin geta skipst á upplýsingum um velheppnađar ađferđir međ ţátttöku ađila vinnumarkađarins". Viđ getum ekki sćtt okkur viđ ađ munur sem eingöngu skýrist af ţví ađ viđkomandi er karl eđa kona sé viđvarandi ástand, svo viđvarandi ađ ţađ ţyki eđlilegt.


Helmingi fleiri dagar í vikunni?

Ég hef oft undrađ mig á ţví ţegar ég les slúđriđ um Lindsay Lohan og Britney Spears og eftir atvikum karla í lífi ţeirra hvort ţćr hafi helmingi meiri tíma, eđa jafnvel ţrisvar sinnum meiri tíma, en ađrir til ađ stunda list sína og skemmtanalífiđ ađ auki. Ţvílíkt er magn frétta af ţeim stöllum. Allt eru ţetta vćntanlega afskaplega ţýđingarmiklar upplýsingar.

Ég veit ekkert um ćtt Britneyjar eđa ástmanna hennar, en um daginn sá ég ađ Lindsay vćri dótturdóttur Jane Fonda og ađ Calum Best, kćrasti eđa fv. kćrasti Lindsayar, vćri sonur fótboltakappans George Best, og vćri fúll yfir ţví ađ hún vćri í áfengismeđferđ (líka í Mogganum í dag). Enn ţá ţýđingarmeiri upplýsingar.


mbl.is Lindsay Lohan tekin ölvuđ undir stýri međ kókaín í fórum sínum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fleinn í Vatnajökulsţjóđgarđi

Í framtíđinni verđur Hálslón eins og fleinn inn í Vatnajökulsţjóđgarđ, sorglegur vitnisburđur um skammsýni stjórnmálamanna um tíaldamótin 2000. Ef áform ganga eftir verđur ţjóđgarđurinn ţó stćrsti ţjóđgarđur í Evrópu. Fyrst í stađ mun hann einkum ná til jökulhettunnar en vonir standa til ađ Jökulsá á Fjöllum og bakkar hennar til sjávar muni einnig verđa hluti ţjóđgarđsins viđ stofnun hans, auk nokkurra landsvćđa sem liggja ađ jöklinum hér og ţar á hálendinu. Samstađa virđist međal stjórnmálaflokka um ađ veita fé í uppbygginguna sem er áćtluđ ađ kosti á annan milljarđ. Í framtíđinni ţarf hann ađ stćkka ţjóđgarđinn mikiđ ţannig ađ hann nái til alls ţess svćđis sem jökulinn hefur haft áhrif á, ţar međ taliđ allt Ódáđahraun og vestur fyrir Skjálfandafljót, auk Skeiđarársands og mestalls hálendis í Skaftafells- og Múlasýslum og nokkurs hluta hálendis Rangárvallasýslu. Stefna af ţessu tći liggur fyrir - en fyrst ţurfa stjórnvöld ađ tryggja rekstrargrundvöll ţjóđgarđsins ţannig ađ verkefniđ njóti trausts ţess fólks sem býr norđan, austan og sunnan jökuls. Eitt af ţví sem á ađ gera er ađ byggja gestastofur á fjórum stöđum auk ţeirra sem fyrir eru í Skaftafelli og Ásbyrgi. Viđbót: Önnur uppbygging eru landvörslustöđvar og styrking ţjónustustöđva sem ţegar eru fyrir hendi - ađ ógleymdum göngustígum, merktum gönguleiđum, einhverjum göngubrúm og endurbótum á akstursleiđum inn í ţjóđgarđinn.

Ekki má svo láta stađar numiđ: Viđ ţurfum ađ móta skýra stefnu um nýtingu á vesturhluta hálendisins, áđur en rokiđ er í einstakar framkvćmdir. Eitt af ţví er mótun stefnu um vegi og hefur Landvernd m.a. útbúiđ skýrslu um ţađ efni. Látum ekki fleiri slíka fleina stingast inn í "hold" hálendisins, hvorki uppbyggđa vegi né virkjanir.


mbl.is Hálslón orđiđ 40 ferkílómetrar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sílamávafáriđ

Hmm, líffrćđingurinn segir um hvarf sílamávanna: "Ţađ bendir margt til ţess ađ einhvers stađar hafi fundist fćđa og ţeir hafi ţá allir hópast ţangađ, en viđ höfum ekki áttađ okkur á ţví ennţá hvar ţađ er." Margar skýringar ađrar eru í bloggumrćđunum, t.d. viđ blogg Hafsteins Viđars, ţar sem Skarfurinn heldur ţví fram ađ Gísli Marteinn Baldursson hafi veriđ svo leiđinlegur ađ sílamávurinn forđađi sér. Reyndar minnir mig endilega ađ Gísli hótađi sílamávinum öllu illu, og ţá allt eins líklegt ađ ţađ hafi haft áhrif, en minnihlutinn í borgarstjórninni móađist viđ og vildi fara ađ međ gát. Minnir ţó ađ samstađa í umhverfisráđinu, ef ég man rétt hvađ fagnefndin heitir, hafi veriđ um ađ biđja Reykvíkinga og gesti ţeirra um ađ gefa sílamávunum ekki ađ éta; kannski ţađ hafi haft áhrif.


mbl.is Sílamávurinn lćtur sig hverfa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

En ég fagna höfnun rannsóknarleyfa

Ég fagna ţví ađ Össur Skarphéđinsson skuli hafa hafnađ ótal umsóknum um rannsóknarleyfi vegna virkjana á háhitasvćđum, sem Framsóknarflokkurinn afgreiddi ekki tveimur dögum fyrir kosningar eins og umsókn um Gjástykki í Ţingeyjarsýslu - sem ég vona ađ Össur kanni rćkilega hvort sé unnt ađ afturkalla vegna kringumstćđnanna.

Mér fannst vćnt um ađ Össur lagđi áherslu á ađ hann vćri fv. umhverfisráđherra í útvarpsviđtali í gćrmorgun - og sagđi meiningu sína um Ríó Tintó. Kannski honum hugnist ađ iđnađarráđuneytiđ verđi ađstođ viđ umhverfisráđuneytiđ og hann ađstođarumhverfisráđherra, ţvert ofan í ţađ ţegar umhverfisráđherra hagađi sér eins og ađstođarráđherra viđ iđnađarráđuneytiđ, einkum á nćstsíđasta kjörtímabili ţegar mati Skipulagsstofnunar gagnvart Kárahnjúkavirkjun var snúiđ viđ og hún heimiluđ.


Össur fagnar ekki Ríó Tintó

Össur Skarphéđinsson iđnađarráđherra fagnar ekki sölu Alcan til Ríó Tintó. Í útvarpsviđtali dró hann ađ vísu í land međ ţađ hvađ fyrirtćkiđ vćri vont, fyrirtćki sem 57 breskir ţingmenn kölluđu skeytingarlausasta og harđskeyttasta fyrirtćki í veröldinni (Draumalandiđ eftir Andra Snć, bls. 191). Össur var ekki hrifinn af ţví ađ fá hingađ fyrirtćki sem hefđi veriđ í slag viđ náttúruverndarsamtök hvarvetna í heiminum. Össur telur varla vinnufriđ í iđnađarráđuneytinu fyrir fulltrúum álfyrirtćkja og engin leiđ sé til ađ koma öllum ţeim álbrćđslum fyrir sem nefndar hafa veriđ. (Viđtal á rás 1, ruv.is, kl. 7:30 í morgun.)

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband