Bloggfćrslur mánađarins, júní 2011

Ályktun um Vatnajökulsţjóđgarđ

Ályktun um Vatnajökulsţjóđgarđ frá Náttúruverndarsamtökum Suđurlands

"Ađalfundur Náttúruverndarsamtaka  Suđurlands haldinn á Selfossi  5. maí 2011 fagnar framsýnni  Stjórnunar-  og verndaráćtlun Vatnajökulsţjóđgarđs, sem ráđherra umhverfismála stađfesti í febrúar sl.  Mikilvćgast er ađ nú gefst tćkifćri til ađ hlú ađ framsýnum markmiđum stćrsta ţjóđgarđs í Evrópu, ţar sem horft er til framtíđar varđandi náttúruvernd, skipulagningu göngu- og umferđarleiđa gesta og móttöku ferđamanna, svo koma megi í veg fyrir frekara tjón náttúrunnar  vegna óheftrar og óskipulagđrar umferđar ökutćkja og mannvirkjagerđar sem allt of víđa blasir viđ. Ađalfundur Náttúruverndarsamtaka Suđurlands  skorar á umhverfisráđherra og stjórn Vatnajökulsţjóđgarđs ađ standa vörđ um metnađarfulla, nýstađfesta Verndaráćtlun ţessa stćrsta ţjóđgarđs Evrópu.  Greinargerđ:

Mikilvćgt er ađ ađ horfa til langrar framtíđar varđandi hálendi Íslands, víđerni, mannvirkjagerđ og ađ vélvćddri útivist verđur ađ setja skorđur, rétt göngufólks á fáförnum opnum landsvćđum skal virđa. Akstur utan vega er verulegt vandamál á hálendi Íslands. Á hverju sumri koma hópar fólks á óskráđum vélhjólum og aka án hiks um viđkvćm gróđursvćđi á suđurhálendinu. Uppi eru áform um ađ láta undan skammsýnum kröfum fámenns hóps jeppafólks um ađ aka megi um Vonarskarđ og ađ ţeir fái ađ aka leiđ sem ţeir bjuggu til norđan Dyngjufjalla. Líklegt er ađ ef gefiđ verđur eftir hvađ varđar framangreindar umferđarleiđir og ţćr opnađar aftur, ţá muni í kjölfariđ verđa sótt í ađ gerđ verđi ökuleiđ um Ţjórsárver og Arnarfellsmúla og víđar. Ţví er afar mikilvćgt ađ hvergi verđi bakkađ frá ákvćđum Stjórnunar- og verndaráćtlunar Vatnajökulsţjóđgarđs um umferđarleiđir ökutćkja og veiđifriđland viđ Snćfell og Eyjabakka.

Ég geri ţá athugasemd viđ ţessa greinargerđ ađ ég veit ekki til ţess ađ ţađ séu uppi nein "áform um ađ láta undan" kröfum sem ég vissulega tek undir ađ séu skammsýnar. Ţađ er hins vegar veriđ ađ rćđa viđ fulltrúa fjölmennra hópa útivistarfólks um samgöngur í garđinum, og ţar er ekkert sérstakt undanskiliđ til umrćđu. Ég segi ţetta af ţví ég hef setiđ fundi í stjórn ţjóđgarđsins undanfariđ hálft ár.

Eđlilegt ađ er náttúruverndarsamtök láti nú í sér heyra um ţetta mál og ég tek undir sjónarmiđin sem í áćtluninni birtast ađ öđru leyti en ţví ađ ţađ séu uppi áform um ađ opna á ný einhverjar leiđir. Reyndar er rangt hjá Náttúruverndarsamtökum Suđurlands ađ einhvern tíma hafi veriđ opin leiđ norđan Dyngjufjalla - en ţađ er nú kannski útúrsnúningur hjá mér ađ benda á ţađ. Ţađ var tekin ákvörđun í Stjórnunar- og verndaráćtluninni ađ opna ekki slíka leiđ og engin sérstök eftirspurn var eftir henni ţegar unniđ var ađ áćtluninni.

Ţađ kunna ađ vera fleiri stađir sem kemur til álita ađ opna akstur um međ ströngum skilyrđum. En vonandi koma fram markvissar tillögur frá samráđshópnum á vegum ţjóđgarđsins.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband