Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2011

Lífrćnir neytendur

Fékk ţetta sent í facebook-pósti TímiStađur
7. mars · 19:30 - 21:30
Norrćna húsinu - stóra salnum
Sturlugötu 5
 
DAGSKRÁ
19:30 - Inngangsorđ: Oddný Anna Björnsdóttir
19:40 - Kjör fundarstjóra og ritara
19:45 - Fundurinn formlega settur
19:50 - Erindi um mat og heilsu í iđnvćddum heimi: Dr. Kristín Vala
Ragnarsdóttir, forseti Verkfrćđi- og náttúruvísindasviđs HÍ
20:10 - Tillögur og umrćđur um fyrirkomulag samtakanna
20:40 - Hlé, skráning í framkvćmdanefnd og faghópa
21:10 - Kynning á framkvćmdanefnd og faghópum
21:20 - Almennar umrćđur
21:30 - Fundi slitiđ

Bođiđ verđur upp á léttar lífrćnt vottađar veitingar/smakk.

Á stađnum verđur upplýsingamiđstöđ um lífrćnan landbúnađ og framleiđsluađferđir.

Tilgangur samtakanna: Stuđla ađ aukinni framleiđslu og neyslu vottađra lífrćnna vara á Íslandi međ velferđ almennings, búfjár og umhverfisins ađ leiđarljósi.

Markmiđ samtakanna: Efla miđlun upplýsinga um lífrćnar afurđir og framleiđslu ţeirra, hvetja til aukinnar neyslu á vottuđum lífrćnum vörum, vekja athygli á kostum lífrćnna ađferđa og nauđsyn bćttrar međferđar búfjár, veita markađinum ađhald um bćttar merkingar og aukiđ frambođ lífrćnna afurđa, og stuđla ţannig ađ heilbrigđum lífsstíl og heilnćmu umhverfi.

Í undirbúningsnefnd stofnfundarins eru:

Björg Stefánsdóttir: Skrifstofustjóri NLFÍ
Dominique Plédel Jónsson: Formađur Slow Food
Eygló Björk Ólafsdóttir: Slow Food og Vallanes/Móđir Jörđ
Guđmundur R. Guđmundsson: Nefnd um Grćna hagkerfiđ
Guđrún Helga Guđbjörnsd: Brautarstjóri garđyrkjuframleiđslu hjá LBHÍ
Guđrún Hallgrímsdóttir: Stjórnarmađur og formađur vottunarnefndar Túns
Guđrún Tryggvadóttir og Einar Bergmundur: Náttúran.is
Gunnar Á Gunnarsson: Framkvćmdastjóri Vottunarstofunnar Túns
Kristín Vala Ragnarsdóttir: Forseti Verkfrćđi- og náttúruvísindasviđs HÍ
Ólafur Dýrmundsson: Landsráđunautur í lífrćnum landbúnađi
Oddný Anna Björnsdóttir: Stjfm Lifandi ehf og stofnandi SLN á FB
Sirrý Svöludóttir: Lífrćnn bloggari og markađsstjóri Yggdrasils

Hafa kennarar lítiđ hlutverk í framhaldsskólum?

Til hvers er ćtlast af kennurum framhaldsskóla? Til hvers ćtlast kennarar framhaldsskóla?

Erindi Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar prófessors viđ Háskólann á Akureyri og prófessors og brautarstjóra framhaldsskólakennslufrćđi viđ Háskóla Íslands á Málţingi um stöđu innleiđingar laga um framhaldsskóla, sem haldiđ var í Fjölbrautaskólanum í Breiđholti af hálfu mennta- og menningarmálaráđuneytisins ţann 11. febrúar 2011 [frágengiđ ţví sem nćst óbreytt frá textanum sem stuđst var viđ ţegar erindiđ var flutt]

Sá sem talar núna hefur starfađ sem framhaldsskólakennari, reyndar um fárra ára skeiđ fyrir aldarfjórđungi. Miklu lengur, eđa í hartnćr 20 ár, hef ég tekiđ ţátt í ađ mennta framhaldsskólakennara og lengst af ţeim tíma átt ţátt í ađ móta hvađ fólst í menntun ţeirra, fyrst viđ Háskólann á Akureyri og nú viđ Háskóla Íslands. Ţađ er ađ segja ţann hluta námsins sem tilheyrir sjálfum starfsvettvangi kennara, ţeim hluta sem oft er nefndur kennslufrćđi til kennsluréttinda og enn oftar kennsluréttindanám fyrir háskólafólk og iđnmeistara.

I.

Ţegar ég fékk verkefniđ ađ rćđa til hvers er ćtlast af kennurum í lögum um framhaldsskóla gáđi ég í lögin (frá 2008). Ég komst ađ ţví í ţeim segir mjög lítiđ um kennara og kennslu. Í fyrsta skiptiđ sem kennari er nefndur ţá er tekiđ fram ađ „kennari, sem skipađur er skólameistari, skal fá leyfi frá kennarastarfi sínu ţann tíma sem hann gegnir embćtti skólameistara" (6. gr.).

Nćst er tekiđ fram ađ kennarar eigi fulltrúa í skólaráđi (7. gr.) og í ţriđja skiptiđ sem kennarar eru nefndir er tekiđ fram ađ skólameistarar ráđi ţá og ţeir séu ráđnir í samrćmi viđ lög um menntun og ráđningu kennara og skólastjórnenda (8. gr.).

Flest önnur ákvćđi eru um formsatriđi, svo sem um kennarafundi sem allir kennarar eiga seturétt á (10. gr.), áheyrnarfulltrúa kennara í skólanefndum (10. gr.) og námsorlof (11. gr.). Orlofiđ sjálft og ţađ markmiđ ţess ađ kennarar geti óskađ eftir ţví „til ađ efla ţekkingu sína og kennarahćfni", eins og ţađ er orđađ, eru reyndar engin léttvćg formsatriđi en lagagreinin fjallar ţó ađ mestu um formsatriđin viđ ađ sćkja um orlof og ađ fá ţví úthluta.

Menntunarkröfur til kennara eru nefndar í ţremur línum en greinin sem kveđur á um undanţágu frá menntunarkröfum er fjórar línur (13. gr.).

Sú grein sem mér sýnist segja einna mest um kennarana er greinin um námsmat sem er „í höndum kennara, undir umsjón skólameistara" (30. gr.). Tekiđ er fram ađ „matiđ byggist á markmiđum skólastarfs sem kveđiđ er á um í ađalnámskrá og skólanámskrá". Í sömu grein kemur fram ađ „hlutverk skólasafns [sé] ađ vera upplýsingamiđstöđ fyrir nemendur og kennara."

Loks er minnst á kjarasamninga kennara í grein um reiknilíkan (43. gr.).

II.

Er ţađ gott eđa slćmt ađ lögin um framhaldsskóla skuli ekki segja meira um kennara? Eykur ţađ frelsi framhaldsskólakennara - eđa veitir ţađ kennurum lakari leiđsögn?

Ef ráđa má af lögunum er ţađ meginverksviđ framhaldsskólakennara ađ gefa nemendum einkunnir. Og ţótt mér finnist ţađ ţröngur skilningur, og ţótt ţetta kunni ađ vera útúrsnúningur, er ţessi grein ţó nokkuđ afgerandi, a.m.k. svo lengi sem „undir umsjón skólameistara" er ađallega formsatriđi.

III.

Lögin um framhaldsskóla eru ný - og ţađ eru líka tímamót ţegar meistaraprófs verđur frá og međ nćsta sumri krafist af framhaldsskólakennurum. Og ţótt skyldur kennara virđist, samkvćmt lögunum, ekki svo miklar má lesa miklu meira út úr almennum ákvćđum. Ţćr kröfur fara mjög saman viđ almennar tilhneigingar um hvers er krafist af fagmennsku allra kennara. Í grundvallaratriđum: Kennarar í framhaldsskólum eiga ađ gera meira en ađ kenna námsgreinina sína á hefđbundinn hátt. Ţeir ţurfa ađ skilja skólastarfiđ sem heild og ţeir ţurfa ađ mćta margvíslegum ţörfum ólíkra nemenda međ alls konar vonir og vćntingar, ţarfir og ţrár.

Ég hef valiđ fjögur atriđi úr lögunum til ađ nefna í ţessu samhengi:

Í fyrsta lagi námskrárgerđ og skólaţróun. Nú eiga skólar ađ semja eigin námskrár og fá ţćr stađfestar af menntamálaráđuneytinu. Og hver gerir ţađ? Skólameistarinn sem rćđur til ţess námskrársérfrćđinga? Nei, skólaţróun fer fram á heimavelli. Ţetta er jákvćtt viđ lögin - en mér sýnist ţađ sannarlega geta krafist breyttra vinnubragđa, meiri ţekkingar og ţjálfunar í námskrárgerđ og mati á ţví hvernig breytingastarf tekst. Ţví auđvitađ ţarf ađ endurskođa námskrána reglulega. Viđ sem vinnum í kennaraháskólunum ţurfum auđvitađ ađ mćta ţessum kröfum bćđi í kennaranáminu og í tilbođum um símenntun og ađstođ viđ skólaţróun.

Í öđru lagi vil ég nefna ţá kröfu laganna ađ nemendur međ fötlun stundi nám viđ hliđ annarra. Mér sýnist ţetta gera kröfur um meiri fjölbreytni í kennsluađferđum, meiri einstaklingsmiđun námsins og aukna ţjálfun í samvinnu viđ annađ fagfólk, svo sem ţroskaţjálfa. Ţađ getur vel veriđ ađ ţađ verđi ekki verkefni allra kennara ađ taka á móti nemendum međ ţroskahömlun inn í alla námshópa - en ţađ verđur líka mikilvćgt ađ allir kennarar hafi ţekkingu og áhuga á ţví ađ gera framhaldsskólann ađ skóla fyrir alla, án ađgreiningar.

Í ţriđja lagi nefni ég móttökuáćtlanir skóla fyrir nemendur međ annađ móđurmál en íslensku og undir sama hatti fjölmenningu. Undanfarnar vikur hef ég heimsótt sjö framhaldsskóla sem kennaradeild Háskóla Íslands hefur samstarf viđ. Í ţessum heimsóknum hef ég kynnst mjög áhugaverđu starfi og ađlögun nemenda ađ ţví ađ stunda nám í íslenskum skóla og á íslensku. Í ţeim skólum ţar sem ég hef kynnst ţessu starfi sérstaklega hafa tilteknir kennarar tekiđ ađ sér verkefni af ţessum toga - og ég á von á ţví ađ ţađ sé skynsamlegt. En um leiđ veita ţeir öđrum kennurum ráđgjöf ţannig ađ í senn snertir aukinn fjöldi innflytjenda á framhaldskólaaldri suma kennara meira en ađra en alla kennara eitthvađ.

Allir framhaldsskólakennarar ţurfa ţví ţekkingu á íslenskunámi fyrir útlendinga og á fjölmenningu. Ţess vegna ákvađ Háskólinn á Akureyri ađ námskeiđ um fjölmenningu sem skyldu fyrir verđandi framhaldsskólakennara og ţess vegna verđur í bođi námssviđ innan meistaranáms í kennslufrćđi Háskóla Íslands ţar sem verđandi framhaldsskólakennarar, sem mćta međ bakkalárpróf í ólíkum greinum upp á vasann, geta sérhćft sig í fjölmenningarlegri kennslu sem auđvitađ fer fram í skóla án ađgreiningar. Ţessi námssviđ, ţvert á námsgreinar og skólastig, eru valkostur í samrćmi viđ ákvćđi í reglugerđ númer 872 frá 2009 ţar sem fjallađ er um inntak menntunar kennara.

Loks vil ég nefna sjálfrćđisaldurinn sem ađ vísu er nokkuđ síđan hćkkađi úr 16 árum í 18 ár. Sú breyting hefur krafist meira foreldrasamstarfs af skólunum - en ég tel ađ hún undirstriki ađ umhyggja er og verđur alltaf hluti af starfi kennara. Umhyggja er reyndar líka hluti af starfi háskólakennara, grunnskólakennara og leikskólakennara (sjá nánari umfjöllun mína í fyrirlestri á málţingi Kennaraháskóla Íslands 2007: http://www.ismennt.is/not/ingo/umhy.htm).

Hćkkađur sjálfrćđisaldur tengist frćđsluskyldunni sem nú hefur veriđ lögđ á skólana. Ţađ gćti breytt ţví hvers konar umhyggja ţarf ađ vera í öndvegi, ekki bara umhyggja fyrir góđu námi í eigin fagi, sem langflestir framhaldsskólakennarar hafa í ríkum mćli, heldur umhyggja fyrir nemandanum sem manneskju. Hér koma líka til auknar kröfur um foreldrasamstarf, sem vissulega getur orđiđ streituvaldur hjá öllum framhaldsskólakennurum eins og foreldrasamstarfiđ er oft á tíđum hjá nýbyrjuđum grunnskólakennurum.

IV.

Flest af ţví sem ég hef nefnt breytir kröfum til framhaldsskólakennara og ţar međ auđvitađ til menntunar og undirbúnings ţeirra. Ég hef um árabil í minni háskólakennslu til framhaldsskólakennaranema skotiđ inn, ţar sem ég hef getađ, litlum ţćtti um ţađ sem ég kalla samfagleg sjónarmiđ. Á ensku er ţetta cross-curricular - ţvert námskrár.

Nú fer hugtakiđ „ţvert" á eitthvađ, í ţessu sambandi, í taugarnar á mér ţví ađ mér virđist mikilvćgara ađ leggja áherslu á ađ jafnrétti kynja, fjölmenning, upplýsingatćkni, sjálfbćr ţróun, lýđrćđi og mannréttindi eru allt saman málefni sem varđa allt skólastarf - ekki bara ţvert á námsgreinar og skólastig heldur eru ţetta sameiginleg verkefni. Ţar međ geri ég ekki lítiđ úr ţví sem einstakir sögukennarar eđa náttúrufrćđikennarar eru ađ gera, svo ađ ég nefni dćmi, heldur legg ég áherslu á ađ ţessi viđfangsefni eru ekki einkamál neins kennarahóps. Rétt eins og flestir af hinum 18 viđmćlendum Atla Harđarsonar úr hópi raungreina-, sögu- og stćrđfrćđikennara í framhaldsskólum telja sig ađ einhverju marki sinna almennum markmiđum og ađ kennslugreinar ţeirra séu til ţess fallnar ađ vinna ađ framgangi ţeirra (nýbirt rannsókn í Tímariti um menntamál, 2010).

Í eldri námskrám var ađ ţví er ég best man líka tekiđ fram eitthvađ í ţá veruna ađ allir kennarar vćru íslenskukennarar og ef ţađ er rétt ţá er íslenskan samfaglegs eđlis og ćtti kannski ekki ađ kenna hana sem sérnámsgrein heldur samţćtta hana stćrđfrćđi, sögu, smíđum, hárgreiđslu og náttúrufrćđi. Slíkt er hlutskipti flestra annarra samfaglegra málefna ađ vera samţćtt viđ námsgreinarnar - eđa sleppt, eins og franski félagsfrćđingurinn Pierre Bourdieu varar viđ í viđmiđum sem hann vann ađ um námskrárgerđ fyrir franska menntamálaráđherrann fyrir rúmlega 20 árum (Sjá greinina Principles for reflecting on the curriculum sem birtist á ensku í tímaritinu The Curriculum Journal, 1. árgangi, 3, hefti, bls. 307-314.)

Viđfangsefni mitt međ kennaranemum, sem ég nefndi áđan, hefur falist í ţví ađ biđja ţá ađ hugsa um tvennt: Hvađ getur greinin mín lagt af mörkum viđ ađ stuđla ađ jafnrétti kynja eđa sjálfbćrri ţróun - svo ég taki dćmi af ţeim málefnum sem ég hef kynnt mér best? Hin spurningin hljóđar svo: Hvernig getur ţađ ađ taka tillit til kynjajafnréttis og hugmynda um sjálfbćra ţróun bćtt námsgreinina og kennslu í henni? Raunar hef ég iđulega beitt spurningunum á lýđrćđi, fjölmenningu, upplýsingatćkni og jafnvel íslenskuna.

V.

Í ljósi ţessara samfaglegu ţátta, sem ég hafđi um árabil lagt áherslu á ađ faggreinakennarar hugsuđu um, fagnađi ég auđvitađ skilgreiningu mennta- og menningarmálaráđherra, sem ég heyrđi fyrst af í september 2009 á málţingi um menntun til sjálfbćrni, á fimm grunnţáttum menntunar er námskrá og kennsla í leik-, grunn- og framhaldsskólum skyldi taka miđ af. Ţađ er lćsi í víđum skilningi, sjálfbćrni, lýđrćđi og mannrétti, jafnrétti og sköpun. Segja má ađ ţessi ákvörđun sé eins konar framlenging af löggjöfinni međ ţví ađ taka tillit til annarrar löggjafar, svo sem til laga um jafna stöđu og jafnan rétt kvenna og karla og til alţjóđlegra sáttmála sem viđ höfum skuldbundiđ okkur međ. Í nýjum sameiginlegum hluta ađalnámskrár fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla er ţetta undirstrikađ.

VI.

Einn af ţessum ţáttum eđa í rauninni hluti af einum ţćttinum, jafnrétti kynjanna, er áhersluatriđi í ţingsályktunartillögu um áćtlun í jafnréttismálum til fjögurra ári sem nú liggur fyrir Alţingi (Ţskj. 401 - 334. mál). Í E-liđ áćtlunarinnar og atriđi númer 27 er gert ráđ fyrir ađ áföngum í kynja- og jafnréttisfrćđum verđi komiđ inn í framhaldsskóla og árin 2013 og 2014 verđi veitt jafnréttisverđlaun til ţeirra ţátttakenda sem hafa sýnt mestan árangur. Ég geri ráđ fyrir ađ ţađ sé til ţeirra skóla sem hafa sýnt sterkasta litinn í jafnréttismálum.

Atriđi númer 28 fjallar um félagslíf í framhaldsskólum og skođađ verđi hverjar birtingarmyndir framhaldsskóla séu í Ríkisútvarpinu. Atriđi númer 29 snýst um samstillt átak starfsgreinaráđa, skóla og atvinnufyrirtćkja til ađ opna ađgang „hins kynsins" ađ starfsgreinum sem teljast annađhvort kvennagreinar eđa karlagreinar „samkvćmt hefđ", eins og ţađ er orđađ.

Svo er í atriđi 30 ţađ sem varđar okkur í kennaraháskólunum: Hvetja á okkur til ađ innleiđa námskeiđ í kynjafrćđi fyrir alla nemendur.

VII.

Hitt séráhugamáliđ mitt af samfaglegu málefnunum er sjálfbćr ţróun - ţađ er ađ segja ţetta málefni sem ég hef sett mig betur inn í en mörg af hinum samfaglegu málefnunum. Ríkisstjórnin gefur reglulega út ritiđ Velferđ til framtíđar. Ţađ var gefiđ út í ţriđja sinn sl. sumar, ţađ er sumariđ 2010. Ţar er sjálfbćrnimenntun nefnd sem áhersluţáttur - í fyrsta skipti.

VIII.

Eigum viđ ţá í kennaraháskólunum ađ hlaupa til ef ţađ kemur slíkur pólitískur ţrýstingur, eins og ég hef tilgreint, og birtist í grunnţáttunum, framkvćmdaáćtlun í jafnréttismálum og stefnu ríkisstjórnarinnar um sjálfbćra ţróun? Ef rannsóknir styđja ţessa stefnu ţá er svar mitt já - ekki ađ vísu viđ ţví ađ „hlaupa" heldur hlusta og taka tillit til.. Ţađ er gríđarmikil ţörf til ţess ađ ţjálfa kennara ţannig ţeir geti kennt um jafnrétti og mismunun og leiđbeint nemendum í leik-, grunn- og framhaldsskólum í átt til lýđrćđis og sjálfbćrni

Á ađ taka fram fyrir hendur kennara? Á ráđherra ađ neita ađ samţykkja námskrár framhaldsskóla nema ţar séu áfangar um kynjafrćđi - eđa sjálfbćrnimenntun sé sýnileg sem ţungamiđja skólastarfsins?

IX.

Á ţessum nótum lýk ég erindinu. Ţađ er bara hollt ađ ţađ séu ekki allir sammála um hvort samfagleg málefni eigi ađ vera ţungamiđja skólastarfsins. Samfaglegu málefnunum, eins og jafnrétti kynjanna, verđur ţó varla sinnt í hjáverkum eđa ţannig ađ kennarar geti bara vona ađ eitthvađ komi út úr ţví sem ţeir gera ţegar ţeir eru ađ kenna hefđbundnar námsgreinar. (Sjá meira um samfagleg málefni sem ţungamiđju skólastarfs í fyrirlestri mínum á ráđstefnu skólaţróunarsviđs Háskólans á Akureyri 2009: http://www.ismennt.is/not/ingo/Sjalftung.htm).


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband