Bloggfćrslur mánađarins, október 2007

Sauđkindinni fagnađ

Akureyrarakademían stendur fyrir haustţingi til heiđurs sauđkindinni ţann 3. nóvember nk. kl.13-19 í Húsmćđraskólanum viđ Ţórunnarstrćti. Ţetta hús er rétt hjá húsi kennaradeildar Háskólans á Akureyri, eđa á hinu alrćmda og nú víggirta tjaldstćđi Akureyrarbćjar. Ţingiđ er frćđaflétta, ţar sem saman tvinnast hugvísindi, búvísindi, listir og matarmenning. Skv. tilkynningu er forystusauđur Viđar Hreinsson bókmenntafrćđingur og bóndasonur úr Eyjafirđi.

Ţarna verđa nokkrir fyrirlestrar:

13:15  Íslenska ókindin: Bar sauđféđ ábyrgđ á landeyđingunni? - Árni Daníel Júlíusson, sagnfrćđingur (mig minnir ađ Árni Daníel efist um ţađ, en komiđ til ađ fullvissa ykkur)

14:00  Sauđfé og seiđur  - Jón Jónsson, ţjóđfrćđingur   

14:30  Blessuđ sauđkindin - Guđrún Hadda Bjarnadóttir, listakona og formađur Laufáshópsins. Svo verđur kaffihlé og handverkssýning

15:45  Óđur til sauđkindarinnar - Guđríđur Baldvinsdóttir, sauđfjárbóndi

16:15  Fólk og fénađur til framtíđar - Jóhanna Pálmadóttir, varaformađur félags sauđfjárbćnda.

Loks verđur pallborđ međ ţátttöku fyrirlesara og almennar umrćđur. Ja, reyndar á ţessu ađ ljúka međ haustblóti  - nćringu sem verđur seidd fram úr sauđfé, í umsjá Halastjörnunnar. Upplýsingar bárust međ tölvupósti frá Reykjavíkurakademíunni.

Ţetta er bersýnilega AFAR áhugavert.


Chic Laugavegur

Innlegg í umrćđur um miđbćinn í Reykjavík er í Newsweek sem eyddi fjórum tímum ţar um daginn (nákvćmlega tiltekiđ reyndar í blađi sem merkt er nk. mánudegi, 22. október). Byrjuđu í Bláa Lóninu en benda á ađ ţađ megi líka fara í sundlaugar Reykjavíkur. Komu svo viđ í Sjávarkjallaranum og brögđuđu á lunda og hákarli međ brennivíni (kemur ekki fram hvernig Kristinu Luna, sem skrifar undir pistilinn, líkađi hákarlinn en hafi henni líkađ hann vel er hún fyrsti útlendingurinn sem ég hef heyrt um sem hefur líkađ hann). Ráđleggja svo ađ fara upp í Hallgrímskirkjuturn. Og loks ađ versla á "chic Laugavegur" ţar sem séu "hundreds of luxe Scandinavian design labels" (fullt af norrćnni hönnunarmerkjavöru). Já, höldum Laugaveginum og nágrenni hans á lofti, ţađ ER gaman ađ fara ţangađ í verslunar(međ)ferđ. Rífum ekki og tćtum allt ţar.

Endurómur úr Evrópu - djassţáttur Lönu Kolbrúnar

Ríkisútvarpiđ er búiđ ađ stokka heilmiklu upp í dagskránni. Fyrir vanabundiđ fólk eins og mig er ţetta ekki gott - ţá er betra ađ ganga ađ laugardeginum nákvćmlega eins og hann var á doble-jú ó ar tí, útvarpsstöđinni "minni" í Madison, Wisconsin, fimmtán árum eftir ég flutti ţađan. Sömu ţćttirnir á sömu tímum, flesta daga vikunnar, reyndar ađeins búiđ ađ auka viđ pólitíska fréttaskýringarţćtti og ţađ er ekki verra. WORT er reyndar núna komiđ á netiđ og ég get kannski fariđ ađ laga mig ađ stöđinni, en einhvern veginn er ţađ samt ekki ţađ sama, t.d. bara ţađ ađ ţađ er fimm eđa sex tíma munur (eftir árstíma). Jćja, en svo ţegar mađur lćrir á nýju dagskrána í RÚV er ţetta ekki allt sem verst. Kl. 7 á kvöldin er t.d. tónlistarţáttur á rás 1 sem heitir Endurómur úr Evrópu. Ég er ekki búinn ađ komast ađ ţví hvort hann er á hverju kvöldi, en akkúrat núna er djassţáttur Lönu Kolbrúnar, tónleikar í Tékklandi, byrja alveg frábćrlega vel. Ég vona svo sannarlega ađ ţessi ţáttur sé á hverju föstudagskvöldi.


Mislögđ gatnamót algjör steypa

Nú er lag ađ minna nýja borgarstjórnarmeirihlutann á samgöngumálin sem líklega eru lykillinn ađ framförum í Reykjavík. Gamli R-listinn fylgdi áratugagamalli samgöngustefnu međ ţví ađ byggja fjöldann allan af mislögđum gatnamótum ţótt reyndar megi hvorki lasta allt sem hann gerđi eđa gleyma ađ hćla göngustígum sem voru gerđir. Skammlífur meirihluti DB tók upp ókeypis strćtóferđir fyrir námsfólk, og nú fréttir mađur af ţví ađ strćtisvagnarnir séu trođfullir. Taka ţarf á forgangi fyrir strćtó ţannig ađ ţeir komist hrađar yfir. Hvernig vćri ađ loka einni af akreinum Miklubrautar fyrir öđrum en strćtó og leigubílum á álagstímum, sérstaklega á morgnana? Já, loka annarri akreininni ţegar ţćr eru bara tvćr.

En ţađ ţarf ađ stíga róttćkari skref eins og ég minntist á í bloggi ţegar ég efađist um grćnu skref DB. Ég tel ađ ţađ ţurfi ađ hćtta ţeirri stefnu ađ misleggja gatnamót og byrja á ţví ađ taka frá land fyrir lestarsamgöngur. Ef gerđir verđa stokkar og göng ţarf ađ tryggja ađ í ţeim geti veriđ teinar fyrir lestina sem ţarf innan 15-20 ára. Og ef flokkssystkini mín í Reykjavík langar til ađ losna viđ flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og Dagur ćtlar ađ rabba um flugvöllinn viđ Kristján Möller ćttu ţau ađ huga ađ lestarsamgöngum. Ekki síst eru lestarsamgöngur nauđsynlegar í baráttu gegn mengun og fyrir betra mannlífi.

ES: Ţađ má auđvitađ ekki gleyma ţví ađ ţađ er talsvert mikiđ járn í steypunni í mislögđum gatnamótum!


Umhyggja og samábyrgđ í skólum

Á fimmtudaginn kemur kl. 14 hefst árlegt tveggja daga málţing Kennaraháskóla Íslands ţar sem fjallađ verđur um samskipti, umhyggju og samábyrgđ í skólum. Málţingiđ hefst međ stuttum ávörpum frá Ólafi Proppé rektor, Svanhildi Kaaber formanni afmćlisnefndar kennaramenntunar á Íslandi, Ţorgerđi Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráđherra og Vilborgu Dagbjartsdóttur skáldkonu og grunnskólakennara. Bók međ viđtölum viđ Vilborgu, Mynd af konu, er einmitt ein af mínum uppáhaldsbókum; ég hef ţađ fyrir venju ađ lesa stuttan kafla úr henni ţegar ég tek á móti nemendahópum.

Mér hefur veriđ faliđ ađ flytja upphafserindi málţingsins. Í ţví ćtla ég ađ tala um hlutverk, viđfangsefni og sjálfsmynd kennara og breytingar á kröfum og viđhorfum til kennara. Ég legg áherslu á ađ umhyggja í starfi kennara er faglegt gildi en ekki bara persónulegur eiginleiki einstaklinga - kennarar geta lćrt umhyggjusöm vinnubrögđ. Ég ćtla líka ađ leggja út af kenningum bandaríska heimspekingsins Jane Roland Martin um ađ umhyggja, áhugi og tengsl (care, concern, connection) séu hluti menningararfsins - sem ekki megi detta upp fyrir í áherslu okkar á ţekkingu í íslensku, ensku eđa eđlisfrćđi.

Um 70-80 önnur erindi verđa flutt á málţinginu og ţađ mun ekki kosta neitt ađ sćkja ţingiđ hvort heldur sóttir eru stakir fyrirlestrar eđa málstofur eđa ţingiđ allt. Fyrirlestrinum mun verđa sjónvarpađ á vef KHÍ: http://sjonvarp.khi.is/.

Og nú á föstudegi, degi eftir ţingiđ, fyrirlesturinn kominn á vefsíđuna mína: www.ismennt.is/not/ingo/umhy.htm.

Ábyrgđin á álkunni og Hamskiptin

Ég var á umhverfisţingi sem umhverfisráđuneytiđ gengst fyrir annađ hvort ár. Skemmst er frá ađ segja ađ ţetta var ánćgjulegt ţing og talsvert annar tónn í náttúruverndarsinnum en áđur vegna jákvćđrar afstöđu Ţórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráđherra sem hóf ţingiđ međ hverju loforđinu á fćtur öđru, bćđi í inngangsorđum sínum og litlu brúnleitu riti. Stóra loforđiđ sem vissulega er ekki jafn áţreifanlegt og sum hinna er ađ hún ćtlar sér ađ rétta hlut náttúruverndar sem hefur fariđ halloka gegn ótal skammtímahagsmunum orkufyrirtćkja og margra annarra: "Tímabćrt er ađ rétta hlut náttúruverndar sem fariđ hefur halloka gagnvart hagsmunum stóriđju", segir í ritinu Áherslur umhverfisráđherra.

Nćstur á eftir Ţórunni talađi Achim Steiner, forstjóri Umhverfisstofnunar Sameinuđu ţjóđanna. Frábćr rćđumađur sem hefur komiđ víđa viđ í umhverfismálum, m.a. annars í sérstakri World Commission on Dams. Gríđarleg ţekking - áheyrilegt en ekki langt erindi, reyndar held ég fullkomlega blađalaust. Spurningum svarađ í stuttu máli.

Eftir hina ágćtu tóna sem Ţórunn og Steiner byrjuđu á er margt sem vćri hćgt ađ rekja hér og nefni ég fáein atriđi: Tryggvi Felixson hjá Norrćnu ráđherranefndinni rćddi hugtakiđ "ţjónusta náttúrunnar" og Hugi Ólafsson í umhverfisráđuneytinu rćddi ţá ábyrgđ sem viđ berum gagnvart náttúrunni af ţví ađ svo margt er sérstakt hér. Hann nefndi t.d. ađ hér vćri svo stór hluti álkustofnsins ađ viđ bćrum sérstaka ábyrgđ á henni. Friđrik Dagur Arnarson landfrćđingur og lengi landvörđur í Mývatnssveit rćddi náttúruverndarpólitík um Mývatnssveit og sýndi frábćrar myndir úr sveitinni af náttúru og náttúru í bland viđ mannlíf; á einni myndinni var sá sem hér skrifar ađ sýna sonum hans hvernig ćtti ađ umgangast andavarpiđ SmileJón Ingi Cćsarsson Samfylkingarmađur á Akureyri međ meiru flutti erindi um hvađ bćrinn gerir í umhverfismálum; hiđ athyglisverđasta í máli hans var sú áhćtta sem er tekin međ ţví ađ stađa umhverfismála fer í mörgum sveitarfélögum eftir persónulegum áhuga sveitarstjórnarmanna hverju sinni. Ţetta er auđvitađ algerlega óţolandi og viđgengst í fáum málaflokkum öđrum. Umhverfismál eru lögbođin mál og samt er ţetta ţví miđur alveg rétt hjá honum. Ólafur Páll Jónsson heimspekilektor viđ Kennaraháskóla Íslands rćddi um hugtökin réttlćti og hagkvćmni og hvort ţess vćri von ađ réttlćti nćđi nokkru sinni sömu hćđum og hagkvćmnin ţegar kemur ađ ákvörđunum sem snerta umhverfiđ. Mikiđ af efni ţingsins er hćgt ađ nálgast á vefsíđu umhverfisráđuneytisins.

Svo var líka gaman ađ hitta gamla kunningja, fyrrum vinnufélaga, núverandi baráttufélaga og fólk sem ég hef aldrei hitt fyrr. Mikils virđi ađ hittast og mikils virđi ađ umhverfisráđherra tók róttćka afstöđu MEĐ okkur og MEĐ náttúrunni. Nú ađ lokum fór ég í Ţjóđleikhúsiđ á hreint ótrúlega áhugavert verk: Hamskiptin í leikstjórn Gísla Arnar Garđarssonar. Hreint augnayndi ađ upplifa.


500 megawött?

Eru 500 megawött í háhitasvćđunum Bjarnarflagi, Ţeistareykjum, Kröflu og Gjástykki?

Í gćrkvöldi fór ég ásamt Bergi Sigurđssyni framkvćmdastjóra Landverndar á fund á Breiđumýri í Reykjadal ţar sem Samvinnunefnd um skipulag háhitasvćđa bođađi til fundar til ađ kynna afurđ sína. Samvinnunefndin starfar á vegum Skútustađahrepps, Ţingeyjarsveitar, Ađaldćlahrepps og Norđurţings. Í auglýsingu um skipulagiđ segir: „Skipulagssvćđiđ er allt land sveitarfélaganna sem liggur utan afmörkunar svćđisskipulags miđhálendisins. Í skipulagstillögunni er sett fram stefna um verndun og nýtingu háhitasvćđa og flutningslínur rafmagns á öllu skipulagssvćđinu en meginviđfangsefni hennar er afmarkađ svćđi, sem nćr yfir land Ţeistareykja, Gjástykki, Kröflu og Bjarnarflag. Ţar eru sett fram skipulagsákvćđi um orkuvinnslu og mannvirki, vegi, línur og ađrar lagnir annars vegar og verndarákvćđi vegna náttúrufars og minja hins vegar."

Ţetta var ágćtis fundur ţar sem starfsmenn nefndarinnar gerđu skýra grein fyrir ţví hvernig lagt er til ađ nánast allt svćđiđ verđi orkuvinnslusvćđi, vegir og raflínur en reynt verđi ađ friđa lítinn blett viđ Leirhnjúk og norđur af honum ađ Gćsafjöllum og áleiđis út í Gjástykki. Og enda ţótt reynt verđi ađ lágmarka áhrif af raflínunum er einfaldlega ekki hćgt ađ koma í veg fyrir ađ stórfelld spjöll verđi af Kröflulínu vegna ţess ađ hún ţarf ađ fara yfir eldhrauniđ frá Kröflu.

Vandinn liggur í ţeirri ákvörđun yfirleitt ađ ćtla sér ađ taka öll ţessi svćđi undir orkuvinnslu vegna álvers. Verđur hćtt viđ álveriđ ef menn verđa úrkula vonar um ađ ţarna fáist 500 megawött, nokkuđ sem enn er ekki ljóst ađ fáist. Verđur viđbótarorka sótt í Skjálfandafljót eđa Hérađsvötn? Eđa háhitasvćđi nćr hálendinu eđa inni á ţví? Vonandi verđur Jökulsá sem nú á ađ verđa hluti af Vatnajökulsţjóđgarđi ekki af-friđlýst eins og hluti Kringilsárrana ţegar Kárahnjúkavirkjun var ákveđin! Ég hefđi auk ţess viljađ ađ dokađ yrđi viđ eftir rammaáćtlun ţar sem virkjanakostir eru bornir saman, en vinna viđ hana hófst á ný fyrir skemmstu.


Tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga

Síđan fjárlagafrumvarpiđ var lagt fram hefur veriđ skeggrćtt um meintan tekjuafgang ríkisins, sem reyndar einhverjir hafa efast um ađ verđi svo mikill. Skattalćkkun, segir Sjálfstćđisflokkurinn! Hćkka skattleysismörkin, segja margir. Nú get ég fallist á hćkkun skattleysismarka en minni á ađ međal- og hátekjufólk hagnast um alveg jafnmargar krónur og ţeir sem eru núna skammt yfir ţeim. Ef hćkka á skattleysismörk til hagsbóta launafólki sem hefur milli hundrađ og tvö hundrađ ţúsund krónur er eđlilegt ađ hćkka skattprósentuna ţannig ađ ţeir sem nú hafa fjögur eđa fimm hundruđ ţúsund og meira borgi eilítiđ hćrri prósentu. Hafa ţannig tekjurnar óbreyttar.

Ég vil láta fćra brot af tekjum ríkis til sveitarfélaga međ ţví ađ hćkka útsvarsprósentuna sem núna má mest vera 13,04. Flest sveitarfélög eiga í erfiđleikum međ ađ kosta ţá grunnţjónustu sem ţau bera ábyrgđ á og veitir ekki af meiri tekjum. Nú virđist lag. Ég held ađ ţetta komi flestum meira til góđa en minni háttar lćkkun gjalda. Efling opinberrar ţjónustu eykur lífsgćđi.


Háskóli á Ísafirđi? - hugleiđingar

Mér skilst ađ lagt hafi veriđ fram á Alţingi frumvarp til laga um Háskóla á Ísafirđi. Ćtla má ađ efling menntunar á landsbyggđinni, m.a. međ meira frambođi af háskólamenntun, sé langskynsamlegasta byggđaađgerđin, sem nú heitir "mótvćgisađgerđ" vegna kvótaniđurskurđar. Framhaldsskólarnir efldu mjög kjarnastađi á landsbyggđinni og nú sćkjast fleiri eftir ţeim, t.d. hér út međ firđinum. Ég man ţá tíđ ađ hafa veriđ tortrygginn í garđ nýrra framhaldsskóla, var í MA á sínum tíma og ţótti hann afskaplega góđur - og víst reyndist mér félagsfrćđadeildin hjá ţeim Gunnari Frímannssyni og Ole Lindquist og gríđarlega metnađarfullu brautryđjendastarfi óskaplega gott veganesti í háskólanámi hérlendis og erlendis. Mér hins vegar yfirsást sú stađreynd ađ eftir ţví sem er styttra ađ fara í skóla, ţá fara fleiri í skóla. En í dag ţykist ég vita ađ menntun, nćstum ţví sama hver hún er, eykur möguleika fólks, ekki bara í ţví sem mađur menntar sig til fyrst, heldur líka í mörgu öđru. Ţannig verđur góđur iđnađarmađur í einu fagi líka góđur í öđru ef hann á annađ borđ leggur ţađ fyrir sig. Menntun eykur bćđi félagslegan og landfrćđilegan hreyfanleika fólks - hvort tveggja af hinu góđa í heimi sem á vissan hátt fer sísmćkkandi međ miklum fólksflutningum. Greiđum fólki, sem missir atvinnu ekki flutningsstyrki til ađ flytjast á brott, fremur menntunarstyrki sem ţađ rćđur hvort ţađ notar til fjarnáms eđa fer.

Aftur ađ háskóla á Ísafirđi: Ég óttast ađ frumvarpiđ muni eiga erfitt uppdráttar. Ég óttast ţađ vegna ţeirrar tilhneigingar hérlendis og erlendis ađ stćkka stofnanirnar, lengja bođleiđirnar. Eđa hvađ? Kannski á ţađ líka erfitt uppdráttar vegna ţess ađ ríkisstjórnin sem nú gumar af ţví ađ ćtla ađ láta ríkissjóđ safna til "mögru áranna" er ekki til í ađ efla byggđ annars stađar en á suđvesturhorninu. Um stóra háskóla og litla: Kannski vćri Háskólinn á Akureyri betur settur núna sem hluti stćrri háskóla, en hann hefđi aldrei fengiđ ađ verđa ţađ sem hann er í dag hefđi hann ekki í upphafi veriđ sjálfstćđur. Ţetta vita Ísfirđingar ţegar ţeir vilja fá sjálfstćđan háskóla. Ţađ er líka nauđsynlegt ađ búa til eitthvert fjárveitingalíkan fyrir bćđi framhalds- og háskóla sem tekur tillit til ţess ađ ţađ búa fćrri í dreifbýli en í Reykjavík og nágrenni. Og nauđsynlegt er ađ efla iđnmenntun utan höfuđborgarsvćđisins. Allt ţetta kostar ţó bara brot af ţeim ógnarkostnađi í beinhörđum peningum sem álversstefnan kostar. Hafiđ ţađ gott um helgina Smile


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband