Chic Laugavegur

Innlegg í umræður um miðbæinn í Reykjavík er í Newsweek sem eyddi fjórum tímum þar um daginn (nákvæmlega tiltekið reyndar í blaði sem merkt er nk. mánudegi, 22. október). Byrjuðu í Bláa Lóninu en benda á að það megi líka fara í sundlaugar Reykjavíkur. Komu svo við í Sjávarkjallaranum og brögðuðu á lunda og hákarli með brennivíni (kemur ekki fram hvernig Kristinu Luna, sem skrifar undir pistilinn, líkaði hákarlinn en hafi henni líkað hann vel er hún fyrsti útlendingurinn sem ég hef heyrt um sem hefur líkað hann). Ráðleggja svo að fara upp í Hallgrímskirkjuturn. Og loks að versla á "chic Laugavegur" þar sem séu "hundreds of luxe Scandinavian design labels" (fullt af norrænni hönnunarmerkjavöru). Já, höldum Laugaveginum og nágrenni hans á lofti, það ER gaman að fara þangað í verslunar(með)ferð. Rífum ekki og tætum allt þar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sæll og takk fyrir innlitið hjá mér, er sammála um að fara frekar í laugarnar en Bláa lónið (segi líka öllum okkar útlendu gestum það)og svo finnst mér náttúrulega Laugavegurinn og Bankastrætið alveg ómissandi.

Kristín Dýrfjörð, 19.10.2007 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband