Bloggfćrslur mánađarins, júní 2012

Félagslegt ójafnrétti og menningarlegar hliđar menntunar

Mánudaginn 11. júní heldur Jenny Stuber, dósent í félagsfrćđi viđ University of North Florida fyrirlestur sem nefnist "Félagslegt ójafnrétti og menningarlegar hliđar menntunar" [Inside the College Gates: Education as a Social and Cultural Process]. Í rannsóknum sínum beinir Jenny sjónum ađ menningarlegum hliđum félagslegs ójafnréttis. Hún leggur áherslu á ađ félagslegt ójafnrétti ţýđir ekki einungis ađ sumir hafi meiri efnahagslegar bjargir en ađrir, heldur einnig menningarlegar bjargir, til dćmis ţekkingu og tengslanet. Ţetta hefur ţýđingu fyrir árangur fólks í skólakerfinu.

Fyrirlesturinn byggir á nýútkominni bók hennar, ţar sem ađ hún rannsakađi áhrif efnahagslegar stöđu á árangur í háskóla. Fyrirlesturinn fer fram 11.

júní í stofu 101 í Odda kl. 12:00-13:00.

Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, MARK Miđstöđ margbreytileika- og kynjarannsókna og Félagsfrćđingafélag Íslands standa ađ fyrirlestrinum.

ÖLL VELKOMIN

 

*  *  *

On Monday, June 11th, Jenny Stuber, Associate Professor of Sociology at the University of North Florida will give a talk entitled “Inside the College

Gates: Education as a Social and Cultural Process” Her research focuses on the cultural aspects of social class inequality and works from the assumption that social class inequality reflects not simply the fact that some people have more economic resources than others, but also reflects the fact that some people have more valuable cultural resources than others--namely know-how and social connections (social and cultural capital). By looking at the cultural underpinnings of class inequality, her research asks questions about how people understand, enact, and use social class in their everyday lives. She is especially interested in how people understand social class and use their class-based resources within educational settings. Her assumption is that "success" within academic settings is only partially shaped by the unequal distribution of cognitive capital, human capital, and economic capital; it is also shaped by the unequal distribution and deployment of social and cultural capital and deployment of social and cultural capital.


Íslenska söguţingiđ 2012

Fyrir söguţingiđ hef ég skipulagt málstofuna Söguleg greining orđrćđu: Verklag viđ rannsóknir sem verđur síđdegis á föstudag. Í henni verđa kynntar fjölbreytilegar rannsóknir sem eiga ţađ sameiginlegt ađ beitt er verklagi sögulegrar greiningar á orđrćđu í anda Foucaults og femínískra rannsókna. Lögđ er áhersla á ţađ annars vegar ađ rćđa álitamál viđ ađ nota slíka greiningu og hins vegar ađ kynna nýjar niđurstöđur rannsókna sem fengnar eru međ ţví ađ nota sögulega greiningu á orđrćđu. Hvers konar spurninga er spurt? Hvenćr telst rannsókn geta veriđ söguleg greining á orđrćđu? Međal álitamála sem er fjallađ um í flestum erindum er hvort verklag sögulegrar greiningar á orđrćđu sé frábrugđiđ öđrum rannsóknum. Eftirtalin sjö erindi verđa í málstofunni:

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor viđ Menntavísindasviđ Háskóla Íslands og Hug- og félagsvísindasviđ Háskólans á Akureyri: Söguleg orđrćđugreining í félags- og menntavísindum.

Í erindinu er fjallađ um um uppruna, ţróun og sérstöđu sögulegrar greiningar á orđrćđu og „landnám“ hennar í mennta- og félagsvísindum. Í erindinu er fjallađ um hvernig stađlađar kröfur megindlegra rannsókna – og ađ nokkru marki einnig stađlađar kröfur svokallađra eigindlegra rannsókna – hafa haft áhrif á til hvers er ćtlast af ţeim beita verklagi ćttuđu úr hugvísindum.

Guđný Gústafsdóttir doktorsnemi í kynjafrćđi viđ Stjórnmálafrćđideild Háskóla Íslands: Kvenleiki sem orđrćđa

Á hverjum stađ og tíma eru hlutverk kvenna og karla skilgreind í orđrćđunni út frá ríkjandi menningu. Í túlkuninni endurspeglast ásýnd og atgervi sem mótar kyngervi (e. gender) manneskju og öfugt og ţannig verđa til kvenleiki og karlmennska og ímyndir ţeirra. Kyngervi tákngerir jafnframt ţau kynjuđu valdatengsl sem liggja til grundvallar hverju samfélagi. Stađa íslenskra kvenna undanfarna áratugi hefur veriđ flókin og mótsagnakennd. Ţrátt fyrir augljósan ávinning seinni bylgju kvennahreyfingarinnar, formlegt jafnrétti og ríka félagslega ţátttöku kvenna í samfélaginu síđustu áratugina fyrir hrun, voru konur lítt sýnilegar sem leikmenn á markađi góđćrisins. Ímynd uppgangs og hruns íslensks efnahagslífs var karlmennskuímynd útrásarvíkinganna. Erindiđ fjallar um hina hliđ kynjapeningsins; birtingamynd/ir kvenleikans í íslenskum samtíma. Rýnt verđur í orđrćđu kvenna í vinsćlum tímaritum á tímabilinu og sá kvenleiki sem komiđ var á framfćri kortlagđur. Hver var orđrćđan um stöđu og hlutverk kvenna? Hvađ getur útskýrt fjarveru ţeirra af opinberum vettvangi?

Anna Guđrún Edvardsdóttir, doktorsnemi viđ Menntavísindasviđ Háskóla Íslands: Ţekkingarsamfélagiđ og byggđaţróun: Mótsagnakennd orđrćđa um ţekkingarsetur á landsbyggđinni

Uppbygging háskólamenntunar og rannsóknastarfsemi hefur veriđ mikil á landsbyggđinni á síđustu 15–20 árum og í hverjum landshluta starfa háskóla- og/eđa rannsóknasetur, annađhvort sem sjálfstćđar einingar eđa sem hluti af móđurstofnun sem stađsett er á höfuđborgarsvćđinu. Fjallađ verđur um ţá orđrćđu sem birtist í opinberum skýrslum um uppbyggingu ţekkingarsamfélagsins, ţ.e. háskólamenntun og rannsóknir, á landsbyggđinni og áhrif ţess á byggđaţróun. Áhersla stjórnvalda hefur veriđ lögđ í ađ byggja upp ţekkingarsetur og skapa störf fyrir háskólamenntađ fólk og stuđla ţannig ađ jákvćđri byggđaţróun. Greindar voru skýrslur ţar sem umfjöllunarefniđ voru ţekkingarsetur og áhrif atvinnusköpunar ţekkingarsamfélagsins á styrkingu byggđa  og er í erindinu dregiđ fram hvađ einkennir orđrćđuna um málaflokkinn og hvađa mótsagnir felast í henni.

Skúlína Hlíf Kjartansdóttir, doktorsnemi viđ Menntavísindasviđ Háskóla Íslands: Orđrćđa hagsmunaađila um starfsmenntun – mótsagnir og möguleikar

Margir ađilar telja nauđsyn á ađ ţeir komi ađ mótun starfsmenntunar og flestir ţeirra hafa mismunandi hagsmuni ađ leiđarljósi. Í erindinu er greind orđrćđa ţriggja hagsmunaađila:  Samtaka Atvinnulífsins, Kennarasambands Íslands og Sambands Íslenskra framhaldsskólanema. Hagsmundir atvinnulífs hafa tekiđ örum breytingum undanfarin ár, frá kröfum til stjórnvalda um ađ sinna ţörfum iđnmenntunar til ţess ađ leggja áherslu á „ţjónustuhlutverk“ starfsmenntunar, virkjun samkeppnis- og markađslögmála međ einkavćđingu menntakerfisins og kröfum um „ávísanakerfi til náms“. Kennarasamband Íslands leggur áherslu á jafna ađstöđu til náms á framhaldsskólastigi, skýr viđmiđ um framkvćmd laga og ţátt stjórnvalda, faglegt sjálfstćđi, langtímasýn í menntunarmálum, nýtingu rannsókna í skólastarfi og rétt kennara til ađ koma ađ mótun menntastefnu og framkvćmd menntunar. Nemendur leggja höfuđáherslu á gagnkvćma virđingu, lýđrćđi, jafnrétti til náms, samráđ og opna og lýđrćđislega ákvarđanatöku um menntun og tryggingu gćđaeftirlits međ námi. Í erindinu er einnig rćtt hvernig orđrćđugreining getur veit leiđarljósi á starfsmenntaumrćđuna – og vakiđ athygli á einstaka ţáttum hennar sem ţarfnast umfjöllunar.

Hildigunnur Gunnarsdóttir, kennari viđ Kvennaskólann í Reykjavík og doktorsnemi viđ Menntavísindasviđ Háskóla Íslands: Orđrćđan um styttingu framhaldsskólans

Setning nýrra laga um framhaldsskóla 2008 átti sér ađdraganda og sýndist sitt hverjum. Ágreiningurinn var bćđi af pólitískum toga og hagnýtum. Í erindinu er sagt er frá opinberum umrćđum sem urđu á 1. áratug aldarinnar um styttingu framhaldsskóla og sjónum beint ađ ţví hvađ framhaldsskólakennarar sögđu opinberlega um styttingu náms til stúdentsprófs. Leitađ var eftir ţví hvers konar framtíđarsýn birtist í ţeim textum sem voru skođađir sem voru annars vegar skýrslur Menntamálaráđuneytisins og hins vegar blađagreinar. Eitt af ţví sem oft var rćtt var „skert nám“ eđa „skert stúdentspróf“. Rýnt var sérstaklega í hugtakiđ vald međ tilliti til vettvangsins sem orđrćđan var sprottin úr.  Notast var viđ nálgun sögulegrar orđrćđugreiningar og stuđst viđ hugmyndir Foucaults og Bourdieus um vettvang og yfirráđin yfir honum. Framhaldsskólinn getur veriđ vettvangur í ţessu samhengi og hann einkennst af togstreitu á milli sjálfrćđis vettvangsins (t.d. kennarar) og hinna ráđandi utanađkomandi áhrifa (t.d. Alţingi, Mennta- og menningarmálaráđuneytiđ).

Helga Ólafs, doktorsnemi í félagsfrćđi viđ Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands: Ógnin ađ utan: Orđrćđa Frjálslynda flokksins um innflytjendur

Fariđ var yfir umrćđu um innflytjendamál í dagblöđum í kjölfar birtingar greinar Jóns Magnússonar undir heitinu Ísland fyrir Íslendinga – gamalkunnugu ţrástefi íslenskrar ţjóđernishyggju. Fjölmiđlaumrćđan var orđrćđugreind međ hliđsjón af málgögnum Frjálslynda flokksins. Ţrástef orđrćđu Frjálslynda flokksins afhjúpa gegnumgangandi átakapunkt, sífelldan samanburđ á „okkur“ og „hinum“ – Íslendingum og útlendingum, kristnum og múslimum. Samanburđurinn afhjúpar andstćđur og mótsagnir um stöđu Íslands í alţjóđasamfélaginu. Niđurstöđur ţessarar greiningar eru skođađar í ljósi sögulegra og pólitískra ađstćđna og umrćđan, og skortur á henni, skođuđ međ hliđsjón af meintum pólitískum rétttrúnađi.

Jón Gunnar Ólafsson, MA í alţjóđasamskiptum: Peningar, Ísland og „tćr snilld“: Frásögnin um Icesave fyrir hrun

Í erindinu er fjallađ um rannsókn á ţeirri orđrćđu sem birtist í íslenskum fjölmiđlum um Icesave fyrir hrun. Frásögn um velgengni sem endar í milliríkjadeilu tengist nokkrum lykilatburđum og er umfjöllun fjölmiđla í tengslum viđ ţá atburđi greind međ ađferđum sögulegrar orđrćđugreiningar. Löggildingarlögmáliđ „viđ og hinir“ er gegnumgangandi átakapunktur í orđrćđunni. Áberandi ţrástef tengjast góđum árangri sem ekki er dreginn í efa, tćknilegri viđskiptaorđrćđu, íslenskri náttúru, menningu, sjálfsmynd og útlendingum sem gagnrýna.

akademia.is/soguthing


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband