Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2013

Framhaldsskólarannsóknir - fyrirlestraröđ í febrúar

Námsbraut um kennslu í framhaldskólum og Rannsóknarstofa um ţróun skólastarfs bođa til funda (málstofa) um rannsóknir á framhaldsskólastarfi. Málstofurnar, sem verđa fjórar talsins, verđa haldnar í húsnćđi Menntavísindasviđs viđ Stakkahlíđ í stofu K206 kl. 16:20–17:05 á miđvikudögum í febrúar 2013.

6. febrúar 2013: Guđrún Ragnarsdóttir, framhaldsskólakennari og doktorsnemi í rannsóknarstöđu á Menntavísindasviđi viđ Háskóla Íslands: Rannsóknir og umbótastarf á framhaldsskólastigi í upphafi 21. aldarinnar.

Lýsing: Leitast verđur viđ ađ varpa ljósi á umfang og eđli rannsókna og umbótastarfs á framhaldsskólastigi á tíu ára tímabili frá árunum 2003–2012. Allyson Macdonald og Ingibjörg Kaldalóns gerđu úttekt á formlegri og óformlegri menntun í umfangsmikilli skýrslu áriđ 2005. Ađ ţessu sinni er framhaldsskólastigiđ sérstaklega tekiđ fyrir. Bent verđur á ţađ sem vel hefur veriđ gert en einnig verđur sýnt fram á umbóta- og rannsóknagap og samstarfsţörf á milli hópa og sviđa á skólastiginu um umbćtur og rannsóknir. Markmiđiđ er ađ hvetja til gagnvirkra, samstilltra, samrćđna á milli framhaldsskólastigsins, vísindasamfélagsins og stefnumótandi ađila til umbóta og frekari framţróunar.

13. febrúar 2013: Árný Helga Reynisdóttir, framhaldsskólakennari og meistaranemi í Kennaradeild Háskóla Íslands: Er komiđ ađ ţáttaskilum í framhaldsskólum?

Lýsing: Um ţessar mundir fer fram mikil vinna í framhaldsskólum landsins viđ endurskođun á skólastarfi í samrćmi viđ framhaldsskólalög frá 2008 og ađalnámskrá frá 2011. Í stađ ítarlegra markmiđa fyrir hverja námsgrein og námsbraut eru nú sett fá almenn markmiđ fyrir allt skólastarf. Frelsiđ, sem í ţessu felst, býđur upp á gott tćkifćri fyrir skóla ađ móta námiđ á nútíma­legan hátt og er traust sett á fagmennsku kennara til ađ finna leiđir til ađ framfylgja metnađarfullum markmiđunum. En svigrúmiđ gefur líka mögu­leika á ađ breyta engu, ef svo ber undir. Viđhorf kennara eru lykilatriđi. Erindiđ er byggt á nýrri meistararitgerđ höfundar um viđhorf reyndra framhaldsskólakennara til breytinga og samrćmdra námskráa.

20. febrúar 2013: Gestur Guđmundsson, prófessor viđ Menntavísindasviđ Háskóla Íslands: Stađa starfsmenntunar og horfur á nćstu árum

Lýsing: Starfsmenntun hefur lengi átt undir högg ađ sćkja í íslenskum framhaldsskólum og nemendum fremur fćkkađ en fjölgađ á međan gífurlegur vöxtur hefur veriđ í almennu menntaskólanámi. Á allra síđustu árum hefur ţó á nýjan leik orđiđ nokkur vöxtur, einkum međ aukinni ţátttöku fullorđinna nemenda sem margir hafa fyrst fariđ í gegnum raunfćrnimat. Ríkisstjórn og ađilar vinnumarkađarins settu áriđ 2010 fram ţađ stefnumiđ ađ stórauka starfsnám á framhaldsskólastigi og spurningin er hversu raunhćft ţetta stefnumiđ er. Erindiđ byggir á nýlegri vinnu höfundar viđ ađ skrifa yfirlit um stöđu starfsmenntunar á Íslandi og á ţátttöku hans í starfshópi ríkisstjórnarinnar um menntun og atvinnusköpun.

27. febrúar 2013: Magnús Ţorkelsson, ađstođarskólameistari viđ Flensborgarskóla og doktorsnemi á Menntavísindasviđi Háskóla Íslands: Enn ein skýrslan – sömu tillögurnar?

Lýsing: Ţann 13. nóvember sl. kom út skýrslan Allir stundi nám og vinnu viđ sitt hćfi. Tillögur um samţćttingu menntunar og atvinnu. Skýrslan var samin af nefnd sem skipuđ var af stjórnvöldum og í henni má finna fjölda tillagna sem sagđar eru til ţess fallnar ađ bćta skólastarf og draga úr brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum. Skýrslan fékk blendnar viđtökur og ekki mikla umrćđu. En hversu nýjar eru tillögur skýrslunnar? Og ef ţćr eru ekki nýjar, hvers vegna hafa sambćrilegar tillögur ekki löngu fengiđ brautargengi? Í erindinu verđur litiđ stuttlega á eldri skýrslur og ţá rauđu ţrćđi sem milli ţeirra liggja, skođađ hvađa örlög sumar ţeirra fengu, varpađ fram hugmyndum um hvort veriđ sé ađ spyrja réttu spurninganna, hvort veriđ sé ađ ofmeta brotthvarfiđ eđa vanmeta skólana? Eđa öfugt...

Veturinn 2011–2012 voru fluttir fyrirlestrar í sömu röđ af málstofum. Upptökur frá nokkrum ţeirra eru nú ađgengilegar á slóđinni: http://www.hi.is/menntavisindasvid/upptokur_fra_radstefnum_og_fyrirlestrum Ţar verđa jafnframt birtar upptökur af völdum fyrirlestrum úr ţessari málstofuröđ.

http://www.hi.is/vidburdir/malstofa_rannsoknir_og_umbotastarf_a_framhaldsskolastigi_i_upphafi_21_aldarinnar


Kúrdískir og norskir foreldrar

Samanburđarrannsókn á viđhorfum og ţátttöku foreldra í skólagöngu barna sinna i alţjóđlegu, fjölmenningarlegu samhengi

31. janúar kl. 16-17 heldur Dr. Ingibjörg K. Jónsdóttir erindi í stofu K-204 í húsnćđi Menntavísindasviđs Háskóla Íslands viđ Stakkahlíđ

Erindiđ fjallar um rannsókn höfundar sem fólst í samanburđi á ţremur hópum foreldra: kúrdískra foreldra í Kúrdistan i norđurhluta Íraks, norskra foreldra sem eru fćddir og uppaldir i Noregi og kurdískra foreldra sem hafa flutt til Noregs og sest ţar ađ. Meginumfjöllunarefniđ er hvađ gerist í fjölmenningarlegu evrópsku samfélagi eins og Noregi og í skólakerfinu ţegar fólk flytur ţangađ frá fjarlćgari menningarheimum.

Ingibjörg K. Jónsdóttir hefur lokiđ B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands, meistaraprófi í sérkennslufrćđum frá New Jersey City University og doktorsprófi í menntunarfrćđum frá St Johns University í New York. Hún hefur međal annars starfađ sem grunnskólakennari í Íslandi og Noregi og starfar nú sjálfstćtt sem ráđgjafi ađ menntamálum.

Erindiđ er haldiđ á vegum Rannsóknarstofu um ţróun skólastarfs og Rannsóknarstofu í fjölmenningarfrćđum og eru allir velkomnir.

Vefslóđir rannsóknarstofanna eru:

http://rannskolathroun.hi.is/

http://stofnanir.hi.is/fjolmenning/


Er rétt ađ fagna Rammaáćtlun?

Ég fagna ţví ađ Jökulsá á Fjöllum, Norđlingaölduveita, hluti Hengilssvćđisins, Geysir, Kerlingarfjöll og Gjástykki skuli hafa veriđ sett í verndarflokk í svokallađri rammaáćtlun – ásamt fáeinum öđrum svćđum. Ég fagna ađ líka ađ Jökulsárnar í Skagafirđi, Skjálfandafljót, neđri hluti Ţjórsár, Hólmsá og fleiri svćđi skuli ekki hafa veriđ sett í nýtingarflokk – ţá er hćgt ađ berjast fyrir ţví ađ ekki verđi virkjađ á öllum ţessum stöđum eins og virkjunaröflin vilja.

Ég harma mjög mikiđ ađ Bjarnarflag og Ţeistareykir í Ţingeyjarsýslu og hversu mörg svćđi á Reykjanesskaga eru komin í nýtingarflokk – fullkomiđ veiđileyfi á ţau svćđi.

En svariđ viđ ţví hvort beri ađ fagna henni er samt ekki mjög skýrt - ţađ fer dálítiđ eftir hvort ţađ tekst ađ verja svćđin sem fóru í biđflokk.

Hér er áćtlunin: http://www.althingi.is/altext/141/s/0892.html


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband