Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Þjóðrembulegt stolt af Jóhönnu

Ég myndi vissulega kjósa að sú staðreynd að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er gift konu væri ekki ögrandi, hvergi í heiminum. En úr því að svo er, þá fyllist ég þjóðrembulegu stolti yfir því að fyrsti forsætisráðherra heimsins, sem er opinberlega í hjónabandi með manneskju af sama kyni, skuli vera Íslendingur. Jóhanna heldur þó fyrst og fremst áfram að vera reynd stjórnmálamanneskja sem við erum ánægð eða óánægð með verkin hjá en látum okkur litlu varða kynhneigð hennar. En samt vanmet ég ekki þá ögrun sem það kann að valda í öðrum löndum ef Jóhanna veldur. Pólitík snýst ekki bara um dægurmál heldur mannréttindi. Vigdís Finnbogadóttir braut blað í veraldarsögunni með því að fyrsta þjóðkjörna konan í embætti þjóðhöfðingja.
mbl.is Gegn vilja Guðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband