Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2012

Nöfn stjórnmálaflokka ógagnsć

Nöfn stjórnmálaflokka eru nú ekki öll gagnsć, t.d. er Sjálfstćđisflokkurinn ekkert ótrúlega gagnsćtt, enda oft kallađur Íhaldiđ eftir öđrum af tveimur flokkum sem gengu ţar inn 1929. Og ekki er Samfylkingin sérlega gagnsćtt heiti.

Nokkur ný met hafa ţó veriđ slegin núna í einu: Dögun, Björt framtíđ og Samstađa. Segja ekkert um stefnu eđa starfshćtti flokkanna - ekki einu sinni ađ ţetta séu stjórnmálaflokkar, gćtu jafnvel veriđ tölvufyrirtćki. Og eftir atvikum gersamlega villandi eins og flokkurinn sem hefđi getađ heitiđ Samstöđuleysi. Ógagnsćiđ hefur ţó ekki komiđ í veg fyrir ađ íhald og kratar yrđu kosnir. Framsókn var einu sinni lýsandi fyrir stefnu flokksins, a.m.k. svo lengi sem ég studdi flokkinn (ţar til ég var 15 ára).

Vinstri grćn er eiginilega eina nafniđ sem er nálćgt ţví sem flokkurinn stendur fyrir ţótt viđ stöndum reyndar líka fyrir róttćkan femínisma. Sem heitir fullu nafni Vinstri hreyfingin - grćnt frambođ, ekki beinlínis lipurt.


Ţurfum viđ fleiri sérskóla fyrir drengi eđa stúlkur?

Samkvćmt tölum Hagstofunnar í október 2011 voru 138 nemendur á grunnskólaaldri í ţremur sérskólum, Klettaskóli 94, Brúarskóli 27 og Hlíđarskóli 17. Ţeir tveir fyrstu eru í Reykjavík og sá síđasti rétt fyrir norđan Akureyri, en er ţó einn af skólum Akureyrarbćjar. Ţetta eru samtals 138 nemendur af 42.365 í grunnskólunum, ţađ er 0,3% nemendanna. En hér er misskipt eftir kynjum ţví af ţessum 138 nemendum eru ađeins 41 stúlka, ţar eru 33 ţeirra í Klettaskóla.

Tvítugt tímarit

Í tilefni af 20 ára afmćli tímaritsins Uppeldis og menntunar ţann 26. nóvember nk. er bođiđ til stuttrar dagskrár í húsakynnum Menntavísindasviđs Háskóla Íslands ţann dag og hefst dagskráin kl. 17.00. Ţegar dagskránni er lokiđ er gestum bođiđ í afmćlisköku. Heiđursgestur er Jónas Pálsson, fyrrverandi rektor Kennaraháskóla Íslands, en fyrsta hefti tímaritsins var á sínum tíma afmćlisrit honum til heiđurs á sjötugsafmćli hans ţann 26. nóvember 1992.

Dagskrá:

Opnun Ingólfur Ásgeir Jóhannesson ritstjóri Uppeldis og menntunar

Ávarp Jón Torfi Jónasson forseti Menntavísindasviđs Háskóla Íslands

Ávarp Ragnhildur Bjarnadóttir fyrsti ritstjóri Uppeldis og menntunar

Heiđursgesturinn ávarpađur Börkur Hansen prófessor

Fyrsta eintak nýjasta heftis tímaritsins afhent heiđursgestinum Ritnefnd Uppeldis og menntunar

Heiđursgesturinn ávarpar samkomuna

Ađ dagskrá lokinni er bođiđ í afmćlisköku í Fjöru – til kl. 18:30

http://www.hi.is/vidburdir/uppeldi_og_menntun_20_ara


Hvernig verđur jafnrétti allra best tryggt?

Föstudaginn 23. nóvember flytur Ţorgerđur Ţorvaldsdóttir, nýdoktor hjá EDDU – öndvegissetri viđ HÍ og ReykjavíkurAkademíunni, fyrirlestur sem byggir á niđurstöđum doktorsritgerđar hennar sem hún varđi í júní síđastliđinn viđ Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn ber heitiđ „Hvernig verđur jafnrétti allra best tryggt?“ og fer fram í fyrirlestrasal Ţjóđminjasafnsins, kl. 12.00-13.00.

Í erindinu verđur fjallađ um hvernig áherslur í jafnréttisstarfi hafa veriđ ađ breytast frá ţví ađ horfa á kynjajafnrétti í einangrun og yfir í ţađ ađ sinna einnig jafnrétti ýmissa minnihlutahópa og „margţćttri mismunun“. Togstreita hefur einkennt umrćđuna um útvíkkun jafnréttisstarfs. Femínískar kenningar um „samtvinnun“ (e. intersectionality), verđa ţví kynntar til sögunnar sem ađferđafrćđi til ţess ađ skođa hvernig kyngervi samtvinnast viđ ađrar samfélagsbreytur. Niđurstađan er skýr. Kynjajafnrétti verđur ekki ađ fullu náđ nema einnig sé tekiđ á misrétti sem byggist á stétt, kynţćtti, ţjóđerni, kynhneigđ, aldri, fötlun, o.s.frv. Áskorunin sem nú blasir viđ felst í ţví ađ finna lagalegan og stofnanalegan farveg til ţess ađ sinna „jafnrétti allra“, án ţess ađ missa sjónar á kynjajafnrétti.

Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi viđ Ţjóđminjasafn Íslands.

http://www.hi.is/vidburdir/hvernig_verdur_jafnretti_allra_best_tryggt


Frambjóđendur VG í Reykjavík á morgun, laugardag 17. nóvember

Fundur međ frambjóđendum í forvali VG í Reykjavík verđur haldinn á morgun, laugardaginn 17. nóvember klukkan 14.00 ađ Vesturgötu 7. Tólf hafa bođiđ sig fram til ţátttöku í forvalinu.  

Fyrirkomulag fundarins verđur á ţann hátt ađ  fundargestum verđur skipt upp á jafn mörg borđ og frambjóđendur eru. Frambjóđendur munu svo fćra sig milli borđa og svara fyrirspurnum fundargesta. Međ ţessu fyrirkomulagi er vonast eftir ţví ađ skapa skemmtilega stemmningu og ađ frambjóđendur geti náđ betur til fundargesta og rćtt viđ ţá á persónulegum nótum. Bođiđ verđur upp á kaffi og bakkelsi.

Félgasmenn VGR eru hvattir til ađ mćta og kynna sér frambjóđendur en forvaliđ fer fram laugardaginn 24. nóvember milli 10 og 18 í Menntaskólanum viđ Hamrahlíđ.

Kynningarrit um frambjóđendur er komiđ í dreifingu en hćgt er ađ nálgast ţađ hér.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband