Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2010

Kaninn er skćđur

Já, ég vissi ţađ alltaf ađ kaninn vćri skćđur, sama ţótt hann sé útvarpsstöđ međ stórum staf Smile  (Ég vona ađ ţessi broskall verđi hafđu međ ef einhver vitnar í ummćlin.) Eđa sýna ţessir atburđir ađ hann sé bara pappírstígur?
mbl.is Segja Kanann hafa valdiđ tugţúsunda tjóni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Alaskalúpína og skógarkerfillinn

Íslensk náttúra hefur eignast góđa liđsmanneskju í umhverfisráđherra, Svandísi Svavarsdóttur, sem bađ helstu fagstofnanir á sviđi náttúrufrćđa og landgrćđslu ađ leggja fram tillögur um hvernig standa skyldi ađ ţví ađ hefta útbreiđslu á ágengum framandi tegundum, eins og er tćkniheitiđ yfir ţađ sem kalla má ránplöntur á kjarnyrtri íslensku. Reyndar eru orđin ágengur og framandi alls ekki nein tćkniheiti heldur tilraun til ađ segja hlutlaust frá eiginleikum plantnanna. Vandinn er nefnilega sá ađ lúpínan er ćskileg á vissum svćđum í međförum fagfólks - rétt eins og vissar tegundir af eitri eru réttlćtanlegar í međförum ţjálfađra meindýraeyđa en eiga alls ekkert erindi í hendurnar á mér og ţér, rétt eins og fjöldinn allur af lyfjum yrđi stórskađlegur ef ađrir en lćknar ávísuđu ţeim til ţeirra sem ţurfa á ţeim ađ halda. En í höndunum á ákafafólki viđ landgrćđslu ţá veldur hún ţeim spjöllum á landinu sem eru ljós. Ef til vill er versta hneyksliđ lúpína í Morsárdal viđ Skaftafell í Vatnajökulsţjóđgarđi - en dćmin eru út um allt. Lúpínan er t.d. víđa í Reykjavík, jafnvel ţótt á stundum hafi veriđ unniđ starf viđ ađ hefta útbreiđsluna. En ég veit ekki um nein not af skógarkerflinum sem freistar ţess nú ađ leggja undir sig Hrísey og hefur unniđ stór spjöll í Reykjadal í Suđur-Ţingeyjarsýslu.

Tillögur Náttúrufrćđistofnunar og Landgrćđslunnar fela međal annars í sér:

  • Alaskalúpína verđi bara notuđ á skilgreindum landgrćđslu- og rćktunarsvćđum
  • Alaskalúpína og skógarkerfill verđi upprćtt á svćđum ofan 400 metra hćđar, í ţjóđgörđum og öđrum friđlýstum svćđum.
  • Takmarkađ verđi tjón af völdum alaskalúpínu og skógarkerfils í íslenskri náttúru
  • Kostir lúpínu viđ landgrćđslu á rýrum svćđum.

Sjá meira á: http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1622


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband