Bloggfćrslur mánađarins, maí 2009

Ein af birtingarmyndum einkavinavćđingarinnar?

Ţetta er eitt af ţeim málum sem krefst rannsóknar. Hvert var markmiđiđ? Sum sveitarfélögin seldu eignir og höfđu ţá betri rekstrarfjárstöđu; önnur byggđu ekki skólahúsnćđiđ heldur greiddu leigu. Ţegar til lengri tíma er litiđ getur ekki veriđ annađ en dýrara en reiđa sig á ţess háttar húsnćđi. Auđvitađ getur stundum veriđ hagstćtt ađ leigja húsnćđi (t.d. skrifstofuhúsnćđi eđa geymsluhúsnćđi), en tćpast mikiđ vit í ađ leigja húsnćđi til skólahalds, sundiđkana o.s.frv. Ţess háttar hús eru mjög sérhćfđ og lítt nothćf til annars. Já, og hvar leynist spilling í formi einkavinavćđingar í einkavćđingu húsnćđis sveitarfélaga og ríkis?


mbl.is 50 milljarđa skuldbindingar vegna leigu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er flokkun sorps umhverfismál - eđa mannasiđir?

Já, hvađ eru umhverfismál? Eru hvalveiđar umhverfismál? Eđa eru hvalveiđar, eins og grćnfriđungar nefna hér, fyrst og fremst ímyndarmál? Mannasiđir í samfélagi ţjóđanna? Sá vćgir sem vitiđ hefur meira - kannski - ađ hćtta hvalveiđum? Hvalveiđar geta ekki orđiđ sjálfbćrar nema markađur stóraukist.

Sama gildir um ađ flokka ţann úrgang sem frá okkur kemur - setja ekki matarleifar saman viđ plastumbúđir eđa mjólkurfernur. Ég flokka ţađ fyrst og fremst sem mannasiđi ađ minnka úrganginn í kringum okkur og koma honum á rétta stađi, rétt eins og ţađ tíđkast ekki á góđum bćjum ađ henda rusli á göturnar eđa út um bílglugga.


mbl.is Grćnfriđungar vilja ađ Jóhanna vakni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sjálfstćđir háskólar á landsbyggđinni eđa útibú?

Mér sýnast ţessar hugmyndir áhugaverđar og skynsamlegar, svona í ađalatriđum, enda hér sprottiđ upp einkaháskólar eins og gorkúlur undir verndarvćng Sjálfstćđisflokksins, síđast Keilir á Suđurnesjum. Auđvitađ eru ţetta engir einkaháskólar. Og auđvitađ er engin raunveruleg samkeppni heldur er hún meiri í ţví hver gerir góđar auglýsingar ţar sem fjármunum er eytt í ađ auglýsa ţrjár nýjar lagadeildir, svo ađ dćmi sé tekiđ.

Ţađ er mikil samvinna í dag, a.m.k. međ okkur sem störfum í ríkisháskólunum - en hana má auka og gera skilvirkari, án sameiningar. Og ţađ er líka samvinna viđ einkaháskólana - sem betur fer. Kannski á ađ sameina alla háskóla, ekki endilega í einu vetfangi. Ţannig má t.d. breyta Háskólanum á Bifröst í fjarnámssetur alls landsins ţar sem nemendur koma í kennslulotur til ađ nota ţađ frábćra húsnćđi sem ţar er og óskaplega fallega umhverfi.

Athyglisverđ er náttúruvísindaleg slagsíđa í fréttinni, ţađ er hér eru ekki tilgreind íslensk frćđi eđa hug- og félagsvísindi. En varla var ţađ hlutverk nefndarinnar ađ segja okkur hvađa greinar vćru góđar og hverjar ekki? Hmm ... Vitaskuld kemur mér ekki á óvart ađ ţađ sé mćlt međ áherslu á jarđfrćđi en e.t.v. kemur meira á óvart ađ listirnir skuli fá ţá viđurkenningu sem hér er nefnd. Reyndar rćđir nefndin "vöxt" en ekki núverandi stćrđ greina, ef blađiđ hefur rétt eftir.

Verđi núverandi háskólar á landsbyggđinni lagđir niđur má varla nota orđiđ útibú. Betra er ađ ţeir hafi mikiđ sjálfstćđi og heiti sjálfstćđum nöfnum, t.d. Háskóli Íslands á Akureyri, eđa Háskóli Íslands ađ Bifröst og Hólaskóli verđur ađ heita ţví forna nafni. Í stađ sameiningar mćtti ţví búa til samhćft kerfi háskólanna.


mbl.is Mćla međ tveggja háskóla kerfi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Haldiđ áfram ađ grafa í ţví hvort ađstađa var misnotuđ

Ţeir sem vilja tryggja ađ verđa ekki ásakađir um spillingu og misnotkun ađstöđu passa ađ ráđa ekki ćttingja sína í verkefni fyrir háar fjárhćđir. Gunnar Birgisson sat í stjórn Lánasjóđs íslenskra námsmanna í nćstum ţví 18 ár og ţađ var eitt fyrsta verk menntamálaráđherra, Katrínar Jakobsdóttur, ađ skipta um stjórn í sjóđnum.
mbl.is LÍN leitar til Ríkisendurskođunar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Muniđ námsstefnuna um jafnréttisfrćđslu á ţriđjudaginn

Sjá bloggiđ í gćr
mbl.is Fjórfaldur pottur nćst
Tenging viđ ţessa frétt hefur veriđ rofin vegna kvartana.

Námsstefna um jafnréttisfrćđslu

Námsstefna um jafnréttisfrćđslu í leik- og grunnskólum verđur ţriđjudaginn 26. maí kl. 13:30 í Salnum í Kópavogi. Í auglýsingu frá verkefninu segir: Ţróunarverkefniđ Jafnréttisfrćđsla í leik- og grunnskólum er samstarfsverkefni Jafnréttisstofu, Félags- og tryggingamálaráđuneytisins, Hafnarfjarđarbćjar, Reykjavíkurborgar, Akureyrarbćjar, Kópavogsbćjar og Mosfellsbćjar. Menntamálaráđuneytiđ styđur verkefniđ og leggur framkvćmd ţess liđ ásamt Jafnréttisráđi og fjölmörgum styrktarađilum. Ţátttökusveitarfélögin fimm tilnefndu öll einn leikskóla og einn grunnskóla til ađ sinna tilraunaverkefnum á sviđi jafnréttismála skólaáriđ 2008–2009. Á námsstefnunni kynna fulltrúar skólanna verkefni sem nýst geta til jafnréttisstarfs í skólum. Nánari upplýsingar um ţróunarverkefniđ má finna á slóđinni www.jafnrettiiskolum.is

Dagskrá - uppfćrđ

13:30 - 13:45 Tónlistaratriđi frá leikskólanum Hörđuvöllum í Hafnarfirđi

13:45 - 14:00 Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráđherra setur námsstefnuna

14:00 - 14:15 Louise Windfeldt, höfundur barnabókarinnar Den dag da Rikke var Rasmus og Den dag da Frederik var Frida kynnir bókina og tilurđ hennar

14:15 - 15:10 Kynningar á jafnréttisstarfi í leikskólum

15:10 - 15:40 Kaffihlé / kynningarbásar og veggspjöld

15:40 - 16:30 Kynningar á jafnréttisstarfi í grunnskólum

16:30 - 16:45 Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor fer yfir niđurstöđur faghóps verkefnisins

16:45 - 17:00 Kristín Ástgeirsdóttir slítur námsstefnunni og veitir viđurkenningar fyrir teikni- og ljóđasamkeppni Jafnréttisstofu og Eymundsson

Námsstefnan er kjörinn vettvangur fyrir alla ţá sem vilja frćđast um jafnrétti í skólastarfi. Hún er öllum opin og eru skólastjórnendur, kennarar, foreldrar, fulltrúar frćđslunefnda, fulltrúar jafnréttisnefnda, starfsmenn skólaskrifstofa, sveitarstjórnarmenn og stjórnmálamenn sérstaklega hvattir til ađ mćta. Vinsamlegast tilkynniđ ţátttöku til Arnfríđar Ađalsteinsdóttur verkefnisstjóra á Jafnréttisstofu sem einnig veitir frekari upplýsingar arnfridur@jafnretti.is / sími 460-6200.

 


Er Framsóknarflokkurinn sögulegar minjar?

Umrćđan um ţingflokksherbergi Framsóknarflokksins er ekki leiđinleg - ţótt Birgittu Jónsdóttur ţingflokksformanni Borgarahreyfingarinnar hafi ţótt ţađ skrítiđ ađ sitja sinn fyrsta fund í ţinginu um ţađ mál. Mér finnst áhersla Framsóknarflokksins á ađ halda herberginu vegna ţess ađ ţađ sé hefđ benda til ţess ađ flokkurinn líti orđiđ fyrst og fremst á sjálfan sig sem sögulegar minjar sem megi ekki hrófla viđ fremur en fornleifum.
mbl.is 14 sitja fundi ţingflokks framsóknarmanna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bindiskylda og bindisskylda

Mig minnir ađ afnám eđa lćkkun bindiskyldu hafi veriđ eitt af ţví sem bankarnir börđust fyrir og fengu framgengt, og hafi ţannig átt ţátt í hruninu. Reyndar er ég ekki of klár á ţví hvađ bindiskylda var (eđa er) - er ţađ ekki krafa frá Seđlabankanum um ađ ekki sé ekki allt fé lánađ jafnóđum út og ţađ er lagt inn?

Bindisskyldan er aftur á móti sú skylda ađ karlar skyldu bera hálsbindi í ţingsal. Ţetta voru víst lengst af óskrifađar reglur en ekki skrifađar. Fjölmiđlar tóku virkan ţátt í ađ viđhalda ţessari hefđ međ ţví ađ taka viđtöl viđ nýja karl-ţingmenn eingöngu um hálsbindisleysiđ en ekki málefniđ og gerđu hina nýju ţingmenn eđa varaţingmenn svo leiđa á ţví ađ ţeir fundu hálsbindi. Nú hefur ţessi skylda veriđ afnumin og vonandi leiđir ţađ ekki til neins konar hruns. Ef til vill er ţađ jafnvel tákn um nýja tíma.

Ég veit ekki hvort allir karlar báru hálsbindi á ađalfundi Byrs sem eingöngu kaus karla í stjórn - tók ekki eftir ţví hvort ţađ var í varastjórnina líka. Ég veit ekki hvort Byr verđur bćđi međ bindi- og bindisskyldu.


mbl.is Athugasemdir viđ fréttaflutning
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ađ dreifa athyglinni?

Hafi ţađ nú veriđ ćtlun ríkisstjórnarinnar ađ dreifa athygli frá innihaldinu í ađgerđaáćtluninni virđist ţađ hafa tekist allsćmilega međ ţví ađ fljúga til Akureyrar. Hins vegar tel ég ađ sunnanfólkiđ hafi fremur gott af ţví ađ fara út fyrir suđvesturhorniđ og funda ţar, auk ţess sem ţrír af tólf ráđherrum eiga heima fyrir norđan. Ţar ađ auki eflir kostnađurinn, sem til fellur og hefur veriđ gagnrýndur, innlenda atvinnustarfsemi. Kannski ríkisstjórnin ćtti ađ setja ţađ fyrir reglu ađ funda ársfjórđungslega einhvers stađar annars stađar en í Reykjavík? Og kynna sér ýmislegt á svćđunum í leiđinni svo ađ ekki verđi hćgt ađ segja ađ sýndarmennsku sé ađ rćđa.
mbl.is Yfirlýsing ómarktćk á fyrsta degi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Áfram náttúruvernd!

Ný ríkisstjórn tók viđ völdum í dag byggđ á samstarfsyfirlýsingu vinstri grćnna og Samfylkingarinnar. Yfirlýsingin var rćdd í morgun á flokksráđsfundi vinstri grćnna sem raunar stóđ langt fram yfir hádegi ţví ađ ţađ var margt ađ rćđa. Yfirlýsingin er um margt tímamótayfirlýsing hvađ varđar vörn fyrir velferđarkerfiđ, á jákvćđan hátt ţrátt fyrir hinar erfiđu r til ţess, og hún er líka tímamót í utanríkismálum, ţótt tilfinningar gagnvar Evrópusambandsţráhyggjunni séu ađ sjálfsögđu verulega mikiđ blendnari. Málamiđlunin sem forysta VG hefur tekiđ ţátt í er ţó sýnd veiđi en ekki gefin fyrir ESB-sinna.

Samstarfsyfirlýsingin er ekki tímamótayfirlýsing í náttúruverndarmálum svo ađ ţar verđa verkin ađ tala eins og ţau gerđu hjá Kolbrúnu Halldórsdóttur sem ţví miđur náđi ekki kjöri til Alţingis og lét nú af störfum. Ţví er aftur á móti lofađ ađ setja náttúruverndaráćtlun sem nái til 2013. Takist ţađ gćtu alveg orđiđ tímamót í náttúruverndarmálum viđ ađ framkvćma hana. Ég býđ Svandísi Svavarsdóttur velkomna sem umhverfisráđherra - mér taldist svo til áđan ađ hún vćri 10. umhverfisráđherrann á 20 árum. Vonandi verđur ţinn ferill, Svandís, í embćttinu farsćll - okkur veitir ekki af.


mbl.is Ný ríkisstjórn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband