Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2012

Hvađ verđur um jafnréttismál í ađalnámskrá grunnskóla?

Ţađ hefur vakiđ mikla athygli mína ađ í viđmiđunarstundaskrá er tilgreint ađ jafnréttismál (námsgreinin í grunnskóla) falli undir samfélagsgreinar, sem samt er líka sjálfstćđ námsgrein í grunnskóla.  

Nú er búiđ ađ birta drög um námskrá fyrir samfélagsgreinar á netinu - http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/namskrardrog/- og ţar eru taldar upp nokkrar námsgreinar (t.d. hinar hefđbundnu saga og landafrćđi) og óhefđbundnari sem ţó eiga sér stađ í lagagreininni (trúarbragđafrćđi, lífsleikni):

„Samfélagsgreinar í ţessari ađalnámskrá fela í sér víđara sviđ og fleiri námsgreinar og efnisţćtti en veriđ hefur áđur. Undir samfélagsgreinar heyra nú međal annars námsgreinar sem kenndar hafa veriđ í íslenskum skólum undir samheiti samfélagsgreina eđa samfélagsfrćđi eđa sem afmarkađir námsţćttir. Ţar er einkum um ađ rćđa sögu, landafrćđi, ţjóđfélagsfrćđi, trúarbragđafrćđi, lífsleikni og siđfrćđi. Ţćr byggja einnig á ţekkingu og stefjum úr öđrum frćđigreinum eins og heimspeki, kynjafrćđi, sálfrćđi, stjórnmálafrćđi og hagfrćđi. Ţessar greinar og námsţćttir eru ekki ađgreind í ađalnámskránni en skólunum látiđ eftir ađ haga greinaskiptingu eftir ţví sem skynsamlegast, hentugast og árangursríkast er viđ hverjar ađstćđur  međan öll hćfniviđmiđ eru höfđ í huga innan ţess ramma sem námssviđinu er markađur í viđmiđunarstundaskrá sem birt er í almennum hluta ađalnámskrár.“

Nú átta ég mig ekki á ţví hvernig tvćr upptalningar í klausunni hafa orđiđ til. Sú fyrri gćti haft skírskotun til sögunnar ađ ţví leyti ađ fyrst eru taldar elstu námsgreinarnar og síđar ţćr yngri, svo sem lífsleikni. En ekki er talin sú nýjasta, jafnréttismál, og ekki ljóst af ţessum texta hvers vegna ţeim er sleppt.

Mér virđist ađ í ţessum texta sé alveg nauđsynlegt ađ taka ţađ sérstaklega fram hvađa greinar koma fram í lögum. Einnig gćti veriđ rökrétt ađ telja „gamlar“ greinar úr fyrri lögum sem eiga sér hefđ, svo sem sögu og landafrćđi.

Svo er önnur upptalning nokkurra frćđigreina. Ég sé enga sérstaka röđ eđa rök fyrir ţeirri röđ; hér hefđi líklega stafrófsröđ átt verulega mikiđ betur viđ nema . Hér myndi ég líka vilja sjá fleiri af ţeim frćđigreinum sem eru taldar upp ţegar grunnţćttinum jafnrétti er lýst. Kynjafrćđin er hér međ, en ekki hinseginfrćđi, fötlunarfrćđi og fjölmenningarfrćđi sem eiga líklega hvergi meira erindi en inn í samfélagsgreinarnar. Ég myndi reyndar alveg vilja fá fleiri greinanöfn inn í ţessa upptalningu úr ţví ţarna er einhver upptalning, greinar sem eru kenndar viđ íslenska háskóla, svo sem mannfrćđi, ţjóđfrćđi, menningarfrćđi, fjölmiđlafrćđi og nútímafrćđi. Fyrst skólum er á annađ borđ látin eftir greinaskiptingin er best ađ hún sé sem óbundnust og ađ kennarar sem t.d. hafa menntun í einhverri grein geti ţá beinlínis nýtt sér hana og kennt međ sérstakri hliđsjón af henni.

(Bréf sent menntamálaráđuneytinu sem ábending viđ ađalnámskrá samfélagsgreina fyrir grunnskóla – drög birt á netinu – ţann 31. júlí 2012.)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband