Bloggfćrslur mánađarins, september 2008

Losunarheimildir til nýs álvers í skugga Glitnismáls

Ţiđ verđiđ ađ fyrirgefa mér, lesendur góđir, en mér líđur eins og ţađ sé myrkraverk ađ úthluta losunarheimildum til álvers, sem varla er byrjađ ađ byggja, nú ţegar ţjóđfélagiđ er á öđrum endanum eftir yfirtöku ríkisins á Glitni, gengishrap íslensku krónunnar og áhyggjur almennings af efnahagsástandinu. Einmitt!
mbl.is Ţrjú fyrirtćki fá losunarheimildir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Eignaupptaka?

Og mér sem skildist á fréttunum ađ Glitnir ćtti einmitt ekki neitt - hann vćri ţví sem nćst dottinn á höfuđiđ. Hvađa eignir er ţá veriđ ađ taka af hverjum? Ég held ađ ég sé enn ţá meira undrandi yfir svona ummćlum heldur en yfir fréttunum sjálfum. Átti Seđlabankinn ađ gefa hlutafjáreigendum Glitnis 84 milljarđa?


mbl.is Framkvćmdastjóri Saxbygg: Eignaupptaka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gleđifrétt um Teigsskóg

Ég óska náttúruverndarsamtökunum og landeigendum til hamingju međ dóm Hérađsdóms sem fellir úr gildi úrskurđ fv. umhverfisráđherra, Jónínu Bjartmarz, ţar sem hún sneri viđ úrskurđi Skipulagsstofnunar. Ţetta virđist reyndar nokkuđ flókiđ: Fellir úr gildir úrskurđ sem sneri viđ öđrum!

Ekkert úr ţó sérlega flókiđ viđ málefniđ: Sú framkvćmd ađ leggja veg í gegnum fallegan og merkan birkiskóg og ţvera firđi taldist óafturkrćf međ umtalsverđum umhverfisáhrifum í úrskurđi Skipulagsstofnunar - ef ég átta mig á málinu. Hérađsdómur telur ađ Jónína hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni sem skyldi í ţessu máli áđur en hún kvađ upp úrskurđ og núverandi umhverfisráđherra taldi sig ekki geta breytt úrskurđinum eftir ađ hún tók viđ embćttinu fyrir nćstum einu og hálfu ári. Og eftir ţví sem ég kemst nćst vćri um ađ rćđa skammtímavegabćtur og e.t.v. nokkrum krónum ódýrari en mun varanlegri lausn međ jarđgöngum.

Vegagerđin íhugar nú úrskurđinn - en ég held ađ boltinn liggi ekki síđur hjá samgönguráđherranum, Kristjáni L. Möller, ađ taka algerlega af skariđ um ađ önnur vegarstćđi verđi skođuđ betur og vegagerđ undirbúin - vegarstćđi sem mér skilst ađ hvorki hafi fengiđ falleinkunn Skipulagsstofnunar né sé líklegt ađ hljóti slíkar falleinkunnir. Auđvitađ tekur Kristján ekki slíka ákvörđun án samráđs viđ Vegagerđina og ađra fagađila - en ákvörđunin um ađ hćtta slagnum um Teigsskóg er samt pólitísk sem mér sýnist hann eiga ađ taka. Lagning vegar og gerđ jarđganga er svo fagleg vinna sem fer fram í kjölfariđ. (Sjá fyrra blogg mitt og annađ fyrra blogg og grein um máliđ og greinargerđ eftir Gunnlaug Pétursson.)


mbl.is Úrskurđur um Vestfjarđaveg ógiltur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ísland er ekki líkt tunglinu!

"Ísland er ekki líkt tunglinu" - Hugleiđingar um ţjálfun tunglfara á Íslandi er heitiđ á fyrirlestri mínum nk. fimmtudag, 25. september kl. 17 í Akureyrarakademíunni í gamla Húsmćđraskólahúsinu ađ Ţórunnarstrćti 99. Erindiđ er í fyrirlestraröđ Akureyrarakademíunnar. Allir eru velkomnir. Í fyrirlestrinum verđur sagt stuttlega frá tveimur ferđalögum bandarískra geimfara og geimfaraefna, sumra ţeirra síđar tunglfara, um hálendi Íslands í júlí 1965 og 1967, einkum ferđalögum upp í Dyngjufjöll og Öskju en einnig í Jökulheima. Sagt verđur frá ađferđum viđ ţjálfun vćntanlegra tunglfara, áhuga íslenskra dagblađa á ţessum atburđum og upplifun ţeirra Íslendinga sem međ ţeim fóru. Auk samtíma frásagna íslenskra dagblađa og viđtala viđ nokkra af ţeim Íslendingum sem voru međ í ferđalögunum er byggt á erlendum heimildum og viđtali viđ einn af tólf tunglförum og er ađalheiti fyrirlestursins úr ţví viđtali.


Friđum Skjálfandafljót - átak gegn virkjun og orkufrekju

Eftirfarandi yfirlýsing er birt á síđu til varnar Skjálfandafljóti:

„Stofnađur hefur veriđ áhugahópur um friđlýsingu Skjálfandafljóts. Ţađ er markmiđ hópsins ađ vinna ađ friđlýsingu alls vatnasviđs Skjálfandafljóts, stuđla ađ friđun og varđveislu landslags ţess, náttúrufars og menningarminja ásamt ţví ađ ţađ verđi notađ til útivistar, ferđaţjónustu og hefđbundinna nytja."

Áhugahópurinn óttast ađ ţađ sem hann kallar orkufrekju nútímans geti hćglega orđiđ til ţess ađ Skjálfandafljót verđi virkjađ. Fylgjendur álvers á Húsavík bera af sér ađ Skjálfandafljót verđi virkjađ til ađ afla orku ţangađ - en ţađ er nú samt ástćđa til ađ óttast slíka óhćfu fyrir álveriđ og ţótt Alcoa vilji afla jarđgufuorku man ég nú ekki eftir ţví ađ ţeir afneiti öđrum möguleikum sjái fyrirtćkiđ sér hag í ţeim.

Ég fagna stofnun heimasíđunnar og hvet lesendur til ađ fara á heimasíđuna, kynna sér málefniđ og skrifa undir stuđning viđ friđlýsingu Skjálfandafljóts sem auđvitađ á međ tíđ og tíma heima í Vatnajökulsţjóđgarđi.


Ađ fikta viđ náttúru Mývatns

Á sjöunda áratug síđustu aldar hófst námuvinnsla úr Mývatni í ţví skyni ađ búa til kísílgúr í verksmiđju í Bjarnarflagi rétt austan vatnsins. Á sama tíma voru virkjađar jarđhitaborholur ţar skammt frá vegna ţurrkunar kísilgúrsins og var vatniđ líka notađ til upphitunar húsa og til framleiđslu á ţremur megawöttum rafmagns. Námuvinnslunni var hćtt fyrir örfáum árum, međal annars eftir ađ niđurstöđur rannsókna sýndu ađ hún ein var nćgileg ástćđa hnignunar lífríkis Mývatns. Og ţótt ýmsu hafi fariđ fram í lífríkinu er langt í land ađ bleikjustofninn í vatninu nái sér, ef hann gerir ţađ nokkurn tíma. Um ţetta hafa veriđ skrifađar ótal blađagreinar; nokkrar ţeirra eru hér og hér.

Nú standa yfir miklar boranir eftir jarđhita í Bjarnarflagi á vegum Landsvirkjunar og samkvćmt úrskurđi frá febrúar 2004 um mat á umhverfisáhrifum telur Skipulagsstofnun óhćtt ađ reisa 90 megawatta virkjun í Bjarnarflagi, ađ vísu međ allströngum skilyrđum sem varđa ekki síst ađ fylgst verđi međ ţví hvort streymi volgs grunnvatns til Mývatns breytist. Nú má spyrja hvađ verđur síđan gert ef ţađ kemur í ljós ađ vatniđ úr holunum hefur skađleg áhrif á lífríkiđ: Verđur virkjunin tekin niđur og álveri háđ ţví rafmagni lokađ ađ hluta? Reyndar minnir mig ađ ţađ eigi ađ reisa ţessa virkjun í áföngum – en hversu lengi verđur beđiđ međ síđari hlutann? Nćgilega lengi til ađ sjá ađ sá fyrri hafi ekki skađađ neitt?

Og nú berast hugmyndir eigenda Reykjahlíđar um 50 megawatta virkjun rétt ţar hjá sem Kísiliđjan var. Er rétt ađ halda áfram ađ fikta viđ náttúru Mývatns endalaust?

Áhćttan af virkjunum á ţessum slóđum er mjög mikil og hún er í rauninni ekki ásćttanleg, jafnvel ţótt Skipulagsstofnun telji hana ekki umtalsverđa samkvćmt lagaskilningi á ţví orđi. (Međ skilyrđum sínum viđurkennir Skipulagsstofnun áhćttuna.) Lífríki Mývatns er eitt mikilvćgasta lífríki landsins sem ţar ađ auki á ađ vera verndađ samkvćmt alţjóđlegum samningum sem Ísland er ađili ađ vegna fjölbreytileika síns og einstaks náttúrufars, bćđi lífríkis og jarđmyndana. Vatniđ og nágrenni ţess er eitt af ţremur svćđum á skrá Ramsarsáttmálans um verndun votlendissvćđa; hin eru Ţjórsárver, á undanţágu vegna virkjanahugmynda sem enn er ekki búiđ ađ gera endanlega út af viđ, og Grunnafjörđur. Vatniđ er ţví ekki einkaeign heldur alheimsgersemi.

"Ein stór álglýja í augunum ..."

Eftir ađ hafa fylgst međ stóryrđum ýmissa fylgjenda álvers viđ Húsavík (sjá t.d. bloggfćrslu í sumar) er ánćgjulegt ađ rekast nú á Fréttablađiđ frá 30. ágúst sl. (bls. 29) ţar sem Friđrik Sigurđsson bćjarfulltrúi fyrir Sjálfstćđisflokkinn segist ekki fara "á taugum" af ţví ţótt bygging álvers tefjist. Hann bendir međal annars á ađ Húsvíkingar hafi veriđ "án álvers frá örófi alda og ef viđ deyjum út af tólf mánađa töf, ţá er illa komiđ fyrir okkur." Hann telur ađ ţađ sé "ein stór álglýja í augunum á allt of mörgum hér [á Húsavík]". Hér kveđur viđ umtalsvert annan tón og málefnalegri og líklegri til sáttar og samvinnu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband