Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Baráttan um orkulindirnar

Eins og ég hef áður bent á er einkavæðingarliðið ekki af baki dottið þrátt fyrir ófarirnar með bankakerfið og í kjölfar hennar ríkis- eða bankaeignarvæðingu bóksölunnar í landinu og fleiri þátta sem aldrei voru eða þurftu að vera í sameign (reyndar kom fram í fréttum um daginn að fyrri eigendur Tes og kaffis hafa nú keypt þann hluta fyrirtækisins til baka sem seldur hafði verið Pennanum).

Ásælnin í orkulindirnar og heilbrigðiskerfið, kannski menntakerfið, mun eflaust halda áfram. Það er verkefni vinstri grænna í pólitík að standa vörð um almannaþjónustuna - og það verður ekki auðvelt ef hún fer sömu leið og bankakerfið í leit einkaaðila að stórgróða eins og á græðgisárunum.


mbl.is Raforkukerfið verði í almannaeign
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægjulegur fundur á Hvolsvelli :-)

Ályktunin sem hér er bloggað við var ein af mörgum sem var samþykkt á fundinum eða vísað til stjórnar flokksins til meiri úrvinnslu. Meðal annars voru samþykktar ályktanir um orkumál og friðlýsingu Þjórsárvera og Gjástykkis. Sérstaklega var fjallað um mikilvægi þess að fjármálastofnanir verði meðhöndlaðar sem grunnþjónusta sem þarf að vera í eigu almennings (eða að mínum dómi má það veru í eigu samvinnufélaga).


mbl.is Grunnnetið á ný í eigu þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undirbúnings- og yfirferðartími kennara vanmetinn

Í þessum tölum held ég vanti stórlega upp á mat á þeim tíma sem kennararnir verja til undirbúnings annars vegar og yfirferðar á verkefnum og prófum hins vegar. Mikið af þessari vinnu fer fram á kvöldin og um helgar. Helgarnar verða því vinnudagar á starfstíma skóla og teljast því ekki með í tölunni vinna utan starfstíma skóla.
mbl.is Vinnudagar kennara að meðaltali 174,7
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En tjón af því að aka alls konar slóðir merktar á ýmis kort?

Jeppamenn og kortagerðarmenn keppast nú við að bera hönd fyrir höfuð sér vegna skarprar gagnrýni Kolbrúnar Halldórsdóttur fv. alþingismanns og umhverfisráðherra sem birtist í Morgunblaðinu sl. laugardag. Í dag ritar Kristinn Guðmundsson kortaútgefandi grein á bls. 24 þar sem ver rétt til að búa til "rétt kort" af slóðum sem hafi verið einhvers staðar í áratugi. En Kolbrún hafði gagnrýnt að í tölvuvædda kortagrunna væru settar GPS-mælingar af alls konar slóðum sem lægju um friðlönd. Kristinn telur það að birta ekki upplýsingar um slóð í Þjórsárverum væri "fölsun á staðreyndum".

Kristinn tekur fram að hlutverk fyrirtækis hans sé ekki að "ákveða hvar má aka og hvar ekki". Við erum sammála um það. En hann ætti kannski að hugsa sig tvívegis um hvort það sé hugsanlegt að "rétt kort" leiði til þess að einhverjir haldi í góðri trú að þau merki "hvar má aka". Ég gæti auðveldlega dottið í þá gryfju ef ég vissi ekki betur, meðal annars vegna þátttöku minnar í uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem við höfm áhyggjur af því að merkingar á kort hafi í raun leitt til óafturkræfra ákvarðana um "hvar má aka". Og fyrir utan náttúruspjöll sem geta stafað af akstri slóða sem rata á kort hjá kortagerðarmönnum sem búa til "rétt kort", þarf líka að huga að því hvort slóðin er þá merkt eðlilegum öryggismerkingum á kortinu - það er ekki á öllum kortum sem ég hef séð (en tek fram að ég hef ekki skoðað kort Kristins). Þannig getur "rétt kort" orðið býsna hættulegt nema fyrir þá sem eru á best útbúnu bifreiðunum.

Skoðum svo blogg Páls Ásgeirs: http://blog.eyjan.is/pallasgeir/2009/08/25/jeppalaus-thjorsarver. Hann bendir á að það skiptir voðalegu litlu máli þótt einhver hafi einhvern tíma brotist eitthvert á jeppa; það þýði ekki að aðrir megi gerast sekir um þess háttar villimennsku. Og við þetta má enn bæta að þótt einhver hafi rænt verslun eigum við hin að halda áfram að stunda heiðarleg viðskipti.


mbl.is Tjón vegna málningarsletta á bifreiðar fæst bætt
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Haltu áfram, Gísli

Tillögur Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda, eru málefnalegar. Vonandi verður á þetta látið reyna - og ég skora á ríkisstjórnina að taka þetta mál upp. Á að bíða eftir því að fólk verði gjaldþrota eða fari í greiðsluaðlögun og þurfi tilsjónarmann? Aðgerðir sem afnema áhrif gengistryggingar lána, að hluta eða alveg, gætu einmitt komið í veg fyrir gjaldþrot. Einnig þarf að huga að áhrifum hækkunar vísitölu á almenn lán.

Það hefur oft verið nefnt að slíkar aðgerðir gætu verið kostnaðarsamar - en er ekki kostnaðarsamara og sársaukafullar að fólk verði gjaldþrota?


mbl.is Voru gengisbundin lán bönnuð samkvæmt lögum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkavæðingarliðið ekki af baki dottið!

Þrátt fyrir algerlega misheppnaða einka(vina)væðingu bankakerfisins heldur einkavæðingarliðið áfram að ásælast aðrar almannaeignir, í þessu tilviki hitaveitu og rafmagnsframleiðslu auk náttúruauðlindanna. Við höfum einnig orðið vör við einkavæðingartilburði í heilbrigðiskerfinu, svo sem ásóknina í sjúkrahúsið í Reykjanesbæ.


mbl.is Vilja að stjórnvöld hindri kaup Magma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vetur eða vegagerð

Í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna er gjarna talað um að árstíðirnir séu aðeins tvær: Vetur og vegagerð (construction). Þetta getur alveg átt við hér um þjóðvegina. Hér er lítið hægt að gera við þá á veturna þegar umferðin er minnst heldur verður að vinna þá vinnu á sumrin.


mbl.is Gleðilegt sprumar!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæruleysisleg umræða um fjölda lögreglumanna

Undanfarnar vikur hefur mikið verið rætt um hversu fáir lögreglumenn séu á vakt á höfuðborgarsvæðinu og birtar tölur þar að lútandi. Ég held að það sé nauðsynlegt að ræða hvernig staðið er að löggæslu og einnig um þann aðbúnað og öryggi sem lögreglumenn hafa í starfi. Ég held samt að það sé óþarflega langt gengið þegar kemur í hádegisfréttum útvarps að aðeins svo og svo margir menn séu á vakt á svo og svo stóru svæði með fjölda íbúa. Gæti einhverjum glannanum dottið í hug að iðka hraðakstur? Ég efast alls ekkert um að stjórnendur lögreglunnar skipuleggi störfin vel þannig að glæpir á borð við hraðakstur uppgötvist í tæka tíð jafnt þótt fáir séu á vakt. En hitt er að ég hef ekki hugmynd um hvenær voru fleiri lögreglumenn á vakt, hvort það var 1980 eða 2001 eða hvenær. Getur ekki líka verið að sameining umdæma á höfuðborgarsvæði auðveldi skipulagið?
mbl.is Stálu ginflöskum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn Icesave

Enn er talað um Icesave, alltaf koma upp nýir og nýir fletir. Vonandi er það til góðs að hafa farið svo ofan í saumana á málinu. En er ekki óþarfi að funda til kl. 3 á nóttunni til að byrja svo aftur eftir hádegi? Eða eiga starfsmenn að vinna að undirbúningi núna í morgunsárið með þingmennirnir sofa? Skil ekki alveg það vinnulag að vinna þetta á nóttunni.
mbl.is Ríkisábyrgðin falli niður 2024
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýndarmennskan sýnist mér vera Framsóknarflokksins

Það var merkilegt að heyra í formanni Framsóknarflokksins í útvarpinu fyrr í dag þegar hann talaði á kross við sjálfan sig um að þetta væri ómögulegt samkomulag sem hinir flokkarnir fjórir í þinginu gerðu - en það væri nú samt staðfestu Framsóknarflokksins að þakka að þeir hefðu komist að samkomulagi um fyrirvara við Icesave. Kannski ég hef misskilið hann - en ef svo er ímynda ég mér að það hafi fleiri gert.
mbl.is Þýðingarlaus sýndarmennska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband