Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Drengir í skóla, skýrsla Reykjavíkurborgar

Málþing um skýrslu starfshóps um námsárangur drengja
9. desember kl. 14-16 í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð í stofu H-201 (2. hæð í nýbyggingunni Hamri)

Rannsóknarstofa um jafnrétti, kyngervi og menntun (RannKyn) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands boðar til málþings um Skýrslu starfshóps um námsárangur drengja.

Dagskrá

Kynning höfunda á skýrslunni og viðbrögð Reykjavíkurborgar:

Óttar Proppé borgarfulltrúi, í starfshópnum
Nanna Christiansen verkefnisstjóri, í starfshópnum
Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi, formaður Skóla- og frístundaráðs.

Viðbrögð frá Menntavísindasviði og RannKyn

Anna Kristín Sigurðardóttir, deildarforseti Kennaradeildar
Freyja Birgisdóttir, lektor í sálfræði á Menntavísindasviði
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði, í stjórn RannKyn
Guðný Guðbjörnsdóttir prófessor í uppeldis- og menntunarfræði, í stjórn RannKyn

Umræður með þátttöku frummælenda og aðila úr sal

Málþingið er einkum ætlað áhugasömum kennurum í leik-, grunn- og framhaldsskólum og kennurum Menntavísindasviðs, en er öllum opið. 

Skýrsluna má finna hér: http://reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/menntasvid/skjol/Starfsh_pur_um_n_msvanda_drengja_2011.pdf. Nánari upplýsingar má fá hjá Guðnýju Guðbjörnsdóttur (gg@hi.is). Vefsvæði Rannsóknarstofu um jafnrétti, kyngervi og menntun (RannKyn) er: http://stofnanir.hi.is/rannkyn/


Verðlaun fyrir líffræðilega fjölbreytni

Náttúru- og umhverfisverðlaun  Norðurlandaráðs árið 2012 verða veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem hefur með góðu fordæmi og á árangursríkan hátt unnið að því að efla líffræðilega fjölbreytni í nærumhverfi sínu eða á alþjóðavettvangi og/eða aukið þekkingu almennings á þessu sviði.

Hver sem er má tilnefna: http://www.norden.org/is/nordurlandarad/verdlaun-nordurlandarads/natturu-og-umhverfisverdlaunin/nomineringsformular

Dómnefndir fara yfir tilnefningarnar í nokkrum þrepum, fyrst geta dómnefndir hvers lands fyrir sig bætt við tilnefningum. Næst munu dómnefndir landanna, hver um sig, ákveða um tvo aðila sem komast í úrslit. Þá eru greidd atkvæði á sameiginlegum fundi þar sem fulltrúar hvers lands mega ekki greiða tilnefndum aðilum frá eigin landi atkvæði. Fái enginn hreinan meirihluta í þeirri umferð eru greidd atkvæði á milli þeirra þriggja sem flest atkvæði fá og loks á milli tveggja.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband