Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Álforstjóri með aulahroll í Draumalandinu

Í Draumalandinu sem sýnt var í Sjónvarpinu á sunnudagskvöldið voru langir kaflar um undirbúning, byggingu og opnun álversins í Reyðarfirði. Við sáum Alcoastjórann þar taka á móti blómum frá ungum börnum í þjóðbúningum þegar hann kom fljúgandi til Egilsstaða og við sáum hann sitja heldur aulalegan undir íslenskum ættjarðarsöngvum við undirskrift samninga. Álforstjórinn var í rauninni jafn-rjóður og skömmustulegur eins og kálfarnir sem átti að snara á countryhátíðinni sem Friðrik Þór festi á filmu forðum undir heitinu Kúrekar norðursins. (Kálfarnir urðu svona skömmustulegir yfir þeim sem áttu að snara þá og voru ekki vanir í ródeói. Jafnvel þótt kálfarnir væru rauðir sáu glöggir menn þá roðna. Eða voru þeir annars ekki rauðir?) Þessi atburðir, sem Draumalandið endursýndi, virkuðu allir fremur hlægilegir og væru það ef fórnirnar á hálendinu hefðu ekki verið svo gengdarlausar.

Að vísu er það annar erlendur álauðhringur, Alcoa, sem Alain Belda stýrir. Og vissulega hefur Þjórsárverum ekki verið fórnað á altari Norðuráls, sem er til umfjöllunar í þessari frétt. Þeim var bjargað, a.m.k. í bráð, og Hellisheiðinni fórnað.

Allar fréttir af álverum minna okkur á að baráttunni er ekki lokið. Og minna okkur líka á að baráttan er ekki bara náttúruverndarbarátta - heldur líka verkalýðsbarátta.


mbl.is Kjaramál Norðuráls rædd hjá ríkissáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fóðrum ekki þjóðarrembu

Nú koma úrslitin ekki á óvart - og í raun var það kannski kjörsóknin sem var orðin eina spennandi talan - og mér dettur ekki í hug að túlka hana. Það sem má óttast er að þjóðremba aukist og við því varar sr. Bjarni Karlsson í bloggi sínu í gær: "Ég hefði ekki viljað þurfa að greiða atkvæði í dag undir þeim kringumstæðum sem nú ríkja, vegna þess að ég óttast að atkvæði mitt verði notað til þess að rökstyðja frekari þjóðarrembu og þybbing sem skaðar ímynd okkar og eyðileggur meira en nokkur Icesave-samningur." Sjá meira á http://hjonablogg.eyjan.is/2010/03/nei-me-srri-samvisku.html

 


mbl.is Kjörsókn 66% í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðrik V. lokar - á sama tíma og niðurstöður um stórkostleg tækifæri eru birtar

Ég var að lesa frétt á heimasíðu Háskólans á Akureyri Stórkostleg ný tækifæri í ferðaþjónustu á Norðurlandi (sjá unak.is) - þetta munu niðurstöður rannsóknar á því hvað ferðamenn á leið frá Akureyri sögðu eftir dvölina norðan lands. Á sama tíma kemur frétt um lokun veitingastaðar á heimsmælikvarða, Friðriks V., sem lagði sérstaka áherslu á norðlenskt hráefni og frumlega útfærslu þess (sjá t.d. viðtal við Friðrik, Arnrúnu og fjölskyldu í Sunnudagsmogganum). Nú er ég ekki að biðja um að maturinn þar verði niðurgreiddur ofan í ferðamenn og heimafólk heldur benda á að árangur Friðriks í matargerð er eitt af tækifærunum sem má ekki fara forgörðum í ferðaþjónustu Norðurlands.


Stjórnarandstaðan hvað?

Því miður er stjórnarandstaðan brokkgeng í Icesave, duttlingafull, ekki treystandi fyrir horn.
mbl.is Án samráðs við stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband