Bloggfćrslur mánađarins, mars 2010

Álforstjóri međ aulahroll í Draumalandinu

Í Draumalandinu sem sýnt var í Sjónvarpinu á sunnudagskvöldiđ voru langir kaflar um undirbúning, byggingu og opnun álversins í Reyđarfirđi. Viđ sáum Alcoastjórann ţar taka á móti blómum frá ungum börnum í ţjóđbúningum ţegar hann kom fljúgandi til Egilsstađa og viđ sáum hann sitja heldur aulalegan undir íslenskum ćttjarđarsöngvum viđ undirskrift samninga. Álforstjórinn var í rauninni jafn-rjóđur og skömmustulegur eins og kálfarnir sem átti ađ snara á countryhátíđinni sem Friđrik Ţór festi á filmu forđum undir heitinu Kúrekar norđursins. (Kálfarnir urđu svona skömmustulegir yfir ţeim sem áttu ađ snara ţá og voru ekki vanir í ródeói. Jafnvel ţótt kálfarnir vćru rauđir sáu glöggir menn ţá rođna. Eđa voru ţeir annars ekki rauđir?) Ţessi atburđir, sem Draumalandiđ endursýndi, virkuđu allir fremur hlćgilegir og vćru ţađ ef fórnirnar á hálendinu hefđu ekki veriđ svo gengdarlausar.

Ađ vísu er ţađ annar erlendur álauđhringur, Alcoa, sem Alain Belda stýrir. Og vissulega hefur Ţjórsárverum ekki veriđ fórnađ á altari Norđuráls, sem er til umfjöllunar í ţessari frétt. Ţeim var bjargađ, a.m.k. í bráđ, og Hellisheiđinni fórnađ.

Allar fréttir af álverum minna okkur á ađ baráttunni er ekki lokiđ. Og minna okkur líka á ađ baráttan er ekki bara náttúruverndarbarátta - heldur líka verkalýđsbarátta.


mbl.is Kjaramál Norđuráls rćdd hjá ríkissáttasemjara
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fóđrum ekki ţjóđarrembu

Nú koma úrslitin ekki á óvart - og í raun var ţađ kannski kjörsóknin sem var orđin eina spennandi talan - og mér dettur ekki í hug ađ túlka hana. Ţađ sem má óttast er ađ ţjóđremba aukist og viđ ţví varar sr. Bjarni Karlsson í bloggi sínu í gćr: "Ég hefđi ekki viljađ ţurfa ađ greiđa atkvćđi í dag undir ţeim kringumstćđum sem nú ríkja, vegna ţess ađ ég óttast ađ atkvćđi mitt verđi notađ til ţess ađ rökstyđja frekari ţjóđarrembu og ţybbing sem skađar ímynd okkar og eyđileggur meira en nokkur Icesave-samningur." Sjá meira á http://hjonablogg.eyjan.is/2010/03/nei-me-srri-samvisku.html

 


mbl.is Kjörsókn 66% í Suđurkjördćmi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Friđrik V. lokar - á sama tíma og niđurstöđur um stórkostleg tćkifćri eru birtar

Ég var ađ lesa frétt á heimasíđu Háskólans á Akureyri Stórkostleg ný tćkifćri í ferđaţjónustu á Norđurlandi (sjá unak.is) - ţetta munu niđurstöđur rannsóknar á ţví hvađ ferđamenn á leiđ frá Akureyri sögđu eftir dvölina norđan lands. Á sama tíma kemur frétt um lokun veitingastađar á heimsmćlikvarđa, Friđriks V., sem lagđi sérstaka áherslu á norđlenskt hráefni og frumlega útfćrslu ţess (sjá t.d. viđtal viđ Friđrik, Arnrúnu og fjölskyldu í Sunnudagsmogganum). Nú er ég ekki ađ biđja um ađ maturinn ţar verđi niđurgreiddur ofan í ferđamenn og heimafólk heldur benda á ađ árangur Friđriks í matargerđ er eitt af tćkifćrunum sem má ekki fara forgörđum í ferđaţjónustu Norđurlands.


Stjórnarandstađan hvađ?

Ţví miđur er stjórnarandstađan brokkgeng í Icesave, duttlingafull, ekki treystandi fyrir horn.
mbl.is Án samráđs viđ stjórnarandstöđu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband