Auglýsingapóstur eða almannaþjónusta?

Svo er annað mál sem ég fór að hugsa um eftir ég skrifaði blogg í morgun um auglýsingapóst: er eitthvað af þessum fjölpósti sem ég vil gjarna fá? Er sanngjarnt að íþróttafélagið í hverfinu eða stjórnmálaflokkur sem býður sig fram til bæjarstjórnar eða Alþingis megi setja eitthvað inn um lúguna hjá mér? Bann við auglýsingapésum má ekki leiða til þess að erfiðara sé að halda uppi lýðræði eða mismunandi félögum sé óheimilt að dreifa blaði (jafnvel þótt það sé fullt af auglýsingum), t.d. einu sinni ári. Meira að segja auglýsingapóstur eins og Bókatíðindi, sem koma einu sinni á ári, og jafnvel IKEA-bæklingurinn, líka einu sinni á ári, eru tiltölulegir aufúsugestir heima hjá mér. Það skapar kannski meiri vanda en það leysir að amast við öllum óumbeðnum pósti. Eða hvað? Það er erfitt að sortera þetta - en kannski setur stór nefnd umhverfisráðherra fram einhverjar tillögur sem leiða til betra lífs að þessu leyti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sæll Ingólfur

 Ótrúlega safnast upp hjá manni pappírinn. Ég þarf að ganga út í grenndargám að minnsta kosti á tveggja vikna fresti með fleiri fulla sekki af dagblöðum og auglýsingapésum. Mér finnst ósvífnast að láta blaðburðarfólki burðast líka með auglýsingarnar á þess að bera nokkuð úr býtum fyrir það. Sumir lesa auglýsingarnar í þaula, ég hef einfaldlega ekki tíma til þess, svo það er algjör synd að láta svona hirðulausan auglýsingarýnanda eins og mig fá slíkt inn um dyrnar. En ég er sammála, mér finnst fínt að fá IKEA bæklinginn inn um lúguna, bókatíðindi og svoleiðis....Já það er úr vöndu að ráða fyrir nefndina.

Anna Karlsdóttir, 17.1.2008 kl. 16:52

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæl Anna og takk fyrir innlitið ... bestu kveðjur að norðan

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 18.1.2008 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband