Íhaldið afhjúpað

Af hverju eru Sjálfstæðismenn að fara á límingunum yfir því að það komist í hámæli að þeir hafi tengsl við stórfyrirtæki? Ég er viss um að þeim hefði verið alveg sama ef þetta hefði komist upp áður en bankahrunið varð. Aftur á móti, nú þegar mikil fjárhagsleg tengsl við bæði Glitni, í gegnum Stoðir/FL Group, og Landsbankann eru tengd við aðgerðaleysi Sjálfstæðisflokksins í bankamálum og einka(vina)væðinguna - hvað þá? Sjálfstæðisflokkurinn fékk líka þónokkurt fé frá Kaupþingi, sbr. aðra frétt. Er ætlast til að flokki, sem gekk erinda þeirra stórfyrirtækja sem fóru langt með að setja landið á hausinn, sé treyst? En vitaskuld er sá erindrekstur fyrir einkavinina hluti af gildum flokksins, sem nýja formanninum verður svo tíðrætt um, þótt einhverjir Sjálfstæðismenn hafi ef til vill trúað öðru og keppst við að reyna að fá annað fólk til að trúa slíku.


mbl.is Þingflokkur fundar í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband