Af hverju eru fjárhagsmál stjórnmálaflokka og hagsmunatengsl stórmál?

Það er svo sem ekki eins og fréttirnar um hagsmunatengsl Sjálfstæðisflokks við stórfyrirtæki séu nýjar fréttir - en reyndar kemur mér á óvart hvað styrkirnir 2006 voru háir og mér kemur líka á óvart hversu marga styrki Samfylkingin fékk, sem virka lágir við hliðina á ofurstyrkjum FL og Landsbankans. Næsta skref hlýtur að vera að krefjast þess að fá að vita hverjir styrktu einstaka frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, einkum ef þær upphæðir hafa farið yfir 300 þús. kr. sem er viðmiðið fyrir stjórnmálaflokka. Samt mætti hugsa sér að viðmiðið væri lægra fyrir einstaklinga.

Fjárahagur og hagsmunatengsl eru engin smámál: Fjárhagur flokka ræður ýmsu um hvernig þeir geta beitt sér í kosningabaráttunni, hvort þeir geta launað starfsfólk til að vinna í áróðurs- og kynningarmálum, o.s.frv. Hagsmunatengslin eru ekki síður alvarlegt mál: Ekki þó að stjórnmálamenn eigi hagsmuna að gæta því að þeir eru einmitt kosnir á þing til að gæta og halda á lofti hagsmunum. Stóra málið er leynd yfir slíkum hagsmunum, afneitun á því að þeir séu til staðar. Enda heyrist mér það vera afhjúpunin sem þykir verst. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn, sem hirðir ekki um að segja frá því hverjir styrktu hann, hafa nú upplýst um býsna háa styrki. Í senn er þetta óþægilegt fyrir Samfylkinguna að það sjáist að bankarnir styrktu hana rausnarlega en um leið ljóst hvaða flokkur er langtengdastur bönkunum, það er Sjálfstæðisflokkurinn.


mbl.is Samfylking opnar bókhaldið 2006
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vandamálið er samt ef þú átt 4 félög, gefur 4 milljónir í gegnum hvert þeirra þá ertu kominn upp í 16 milljónir.

Listi SF yfir styrki á árinu 2006 er því ekki svo ýkja fagur þegar betur er að gáð. Þótt útkoman sé ýfið skárri en hjá Sjálfstæðisflokki þá er hún samt slæm. 

Þessir flokkar hafa verið á framfæri flokkanna. Manni líður svona eins og einhver hafi laumað síld í kaffið hjá manni.

sandkassi 11.4.2009 kl. 11:13

2 identicon

á framfæri bankanna (ekki flokkanna:).

Gleðilega páska 

sandkassi 11.4.2009 kl. 11:14

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Gunnar, og athugasemdirnar - já, þá má vel vera að flokkarnir, nema vinstri græn, hafi verið á framfæri bankanna. Enda settu vinstri græn skýrar reglur um fjárframlög til flokka, löngu áður en lög voru sett í árslok 2006.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 11.4.2009 kl. 12:53

4 identicon

já VG er eini flokkurinn sem stendur utan við þetta er ég hræddur um. Nú ætla ég að kjósa Borgarahreyfinguna.

sandkassi 11.4.2009 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband