Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Auglýsingunni afneitað - enda lýðskrum

Þetta er athyglisverð frétt um auglýsingu sem maður hlýtur að tengja gömlu valdaflokkunum, þótt þeir kannski gangist ekki við henni. Væri fróðlegt ef Þór upplýsti hverjir það væru sem auglýsa á svo villandi hátt, úr því að hann viðurkennir að hafa kannað auglýsingaverðið. Hann hlýtur að vita fyrir hvern hann kannaði verðið.
mbl.is Tengist ekki endurreisnarhópi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendiboðar Bjarna Ben.?

Skyldu þetta hafa verið fulltrúar frá Sjálfstæðisflokknum? Sbr. hin fleygu orð nýkjörins formanns að loknu formannskjörinu um að honum liði eins og skyri, hann væri svo hrærður.
mbl.is Slettu skyri í kosningaskrifstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntun til sjálfbærrar þróunar sem þungamiðja skólastarfs

Hér er slóðin að fyrirlestrinum mínum á laugardaginn var, sbr. blogg að morgni þess dags: www.ismennt.is/not/ingo/Sjalftung Njótið vel


Einangrunarstefna Bandaríkjanna úr sögunni?

Skyldi Obama draga úr einangrunarstefnu Bandaríkjanna? Skyldi hann draga úr heimsvaldastefnunni? Skyldi ákvörðun hans gagnvart Kúbu merkja það að Bandaríkin falli frá Monroekenningunni frá 1823 um Ameríku sem áhrifasvæði sitt? Athyglisvert er hið verkhyggjulega (pragmatíska) viðhorf hans um að stefnan gagnvart Kúbu hafi ekki virkað - og líklega er ekki hægt að leggja neitt annað út af þessu. Á að túlka þetta á einhvern hátt sem uppgjöf Bandaríkjanna? Mér þykir sennilegt að Obama myndi segja "sá vægir sem vitið hefur meira", en ekki samþykkja að um uppgjöf sé að ræða. Og svo er sá möguleiki að brottfluttir Kúbverjar, sem ferðast aftur til Kúbu, muni á einhvern hátt færa Kúbu aftur undir áhrif Bandaríkjanna og Obama hafi verkhyggju- fremur en hugmyndafræðilega öfgaafstöðu til þess.


mbl.is Obama: Kúbustefna hefur ekki virkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dyngjufjöll, Askja og Suðurárbotnar nú í Vatnajökulsþjóðgarði

Um langt skeið hefur mér þótt hægt ganga við friðlýsingar og það þrátt fyrir stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir tæpu ári, því að mikið land sem á með réttu að tilheyra honum var ekki friðlýst þá vegna deilna við suma eigendurna, það er þá sem þóttust eigendur lands sem nú hefur verið úrskurðað þjóðlendur. En þeim mun ánægjulegri er sú frétt, sem því miður fór afar hljótt í síðustu viku, að á fimmtudaginn var þá var garðurinn stækkaður verulega. Stærsta svæðið sem var innlimað voru Dyngjufjöll og Ódáðahraun. Þessu svæði tilheyrir það svæði sem mér þykir einna mest til koma af öllum svæðum í veröldinni, það er Suðurárbotnar og Suðurárhraun. Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra beitir greinilega aðgerðastjórnmálum! Og það er gott þegar markmiðin eru góð.

Ég birti hér til gamans hluta úr frétt af fundi sem haldinn var í Bárðardal fyrir rúmum þremur árum um Ódáðahraun:

Árni Hjartarson, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, ræddi um jarðfræði og vatnafar á slóðum Skjálfandafljóts og Suðurár. Hann útskýrði vandlega hin ólíku hraun sem liggja upp af Bárðardal og niður eftir honum út í Kinn og e.t.v. út í sjó. Hann talaði m.a. um lindirnar í Suðurárbotnum og í og við Svartárvatn og Svartá og sagði að þær væru “fágæti á heimsmælikvarða”. Sigurður Á. Þráinsson, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu, kynnti áform stjórnvalda um þjóðgarð norðan Vatnajökuls og ræddi um möguleg áhrif í Bárðardal.


Sjálfbær þróun og betra skólastarf

Í dag verð ég á ráðstefnu í Brekkuskóla sem skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri gengst fyrir og hlusta á fyrirlestra og erindi. En ég mun líka flytja erindið Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?  Útdráttur um erindið er svohljóðandi: Meginhugtök sjálfbærrar þróunar verða útskýrð og farið yfir opinbera stefnu um menntun til sjálfbærrar þróunar, meðal annars sagt frá áratug Sameinuðu þjóðanna. Í síðari hluta fyrirlesturs verður menntun til sjálfbærrar þróunar rædd sem námskrárfræðilegt viðfangsefni - hvaða forsendur eru fyrir því að skapa samfellu sjálfbærrar þróunar og skólaþróunar með námsfléttun (e. infusion) og hvernig sjálfbær þróun tengist starfsþróun kennara sem einn af hæfniþáttum OECD. Í því sambandi verður sagt frá greiningu Rannsóknarhópsins GETU á námskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla á Íslandi.


Hefði Margeir mátt nota vörumerki sparisjóðanna?

Eitt sem undrar mig er hvernig MP-banki hefði getað keypt SPRON: átti hann þá að fá að nota vörumerki sparisjóðanna? Ég er hræddur um að mér hefði fundist ég plataður ef svo hefði verið. Byr sem reyndar kallar sig sparisjóð þrátt fyrir breytingar er farinn að nota annað lógó en sparisjóðirnir, þótt hann skreyti sig með því heiti af því að hann vinnur með þeim í greiðslukerfum - eða er það ekki annars?

20. apríl: Mér hefur borist eftirfarandi ábending frá Byr í tölvupósti:

"Við viljum koma á framfæri upplýsingum til þín eftir ummæli þín á bloggi um Byr, að Byr er sparisjóður samkvæmt lögum og starfar í dag sem slíkur. Enda er firmanafnið Byr sparisjóður.

Byr sparisjóður er aðili að Sambandi Íslenskra Sparisjóða (SÍSP) en það eru heildarsamtök sparisjóðanna á Íslandi stofnuð árið 1967. Tilgangur SÍSP er að standa vörð um hagsmuni sparisjóða og styrkja starf þeirra þannig að þeir verði hæfari til að gegna því hlutverki sínu að efla sparnað og stuðla að heilbrigðu efnahagslífi þjóðarinnar. Náin samvinna er með sparisjóðum að uppbyggingu þjónustukerfa í gegnum Teris (áður Tölvumiðstöðvar sparisjóðanna) sem er að stærstum hluta í eigu sparisjóða. Sparisjóðirnir á Íslandi eru 13 talsins og samanstanda af Byr sparisjóði og öllum öðrum sparisjóðum á landinu.

MP banki er hins vegar ekki aðili að Sambandi Íslenskra Sparisjóða og er heldur ekki sparisjóður eins og t.d. Byr sparisjóður. MP banki gæti því ekki notað orðið „sparisjóður“ í sínu kynningarefni en vörumerki sparisjóðanna er einmitt eign sparisjóðanna en ekki MP banka."
Ég þakka ábendingarnar - þarna kemur annars vegar fram leiðrétting á ónákvæmum ummælum mínum um Byr og hins vegar er tekið að MP-banki hefði aldrei getað notað vörumerki SPRON.

mbl.is MP banki hættir við að kaupa útibú SPRON
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaup á vændi verða glæpur

Á sama máta og fréttin um álverið er vond þá er þessi frétt gleðileg þar sem hér er ráðist að eftirspurninni og því ofbeldi sem felst í því "kaupa" kynlífs"þjónustu" eins og frjálshyggjupostular hafa stundum nefnt verslun með kynlíf (les verslun með ofbeldi og niðurlægingu kvenna) - og enn afhjúpar Sjálfstæðisflokkurinn sitt rétta eðli í málinu með því að sitja hjá eða greiða atkvæði gegn frumvarpinu. - Það er kannski rétt að bæta við þetta að kaup á vændi voru alltaf glæpur þótt löggjafinn meðhöndlaði þau ekki sem refsiverðan glæp.
mbl.is Kaup á vændi bönnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorgleg frétt um álver

Vonandi verður ný ríkisstjórn kröftugri og kemur í veg fyrir meiri álveravæðingu landsins. Vonandi er enn möguleiki á að stöðva þetta álver og þá ekki síður þær virkjanir sem þarf til að það fái raforku.
mbl.is Lög um Helguvíkurálver samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki oftar NATO-byssur á Akureyri!

Heyr á endemi! Ég man eftir hávaðanum, og ég reyndar hélt að aðflugsleið úr norðri væri yfir bæinn á Oddeyrinni. Burtu með loftrýmisgæslu NATÓ! Og óþarfa mengun sem fylgir.
mbl.is Með vélbyssur og flugskeyti yfir Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband