Hefði Margeir mátt nota vörumerki sparisjóðanna?

Eitt sem undrar mig er hvernig MP-banki hefði getað keypt SPRON: átti hann þá að fá að nota vörumerki sparisjóðanna? Ég er hræddur um að mér hefði fundist ég plataður ef svo hefði verið. Byr sem reyndar kallar sig sparisjóð þrátt fyrir breytingar er farinn að nota annað lógó en sparisjóðirnir, þótt hann skreyti sig með því heiti af því að hann vinnur með þeim í greiðslukerfum - eða er það ekki annars?

20. apríl: Mér hefur borist eftirfarandi ábending frá Byr í tölvupósti:

"Við viljum koma á framfæri upplýsingum til þín eftir ummæli þín á bloggi um Byr, að Byr er sparisjóður samkvæmt lögum og starfar í dag sem slíkur. Enda er firmanafnið Byr sparisjóður.

Byr sparisjóður er aðili að Sambandi Íslenskra Sparisjóða (SÍSP) en það eru heildarsamtök sparisjóðanna á Íslandi stofnuð árið 1967. Tilgangur SÍSP er að standa vörð um hagsmuni sparisjóða og styrkja starf þeirra þannig að þeir verði hæfari til að gegna því hlutverki sínu að efla sparnað og stuðla að heilbrigðu efnahagslífi þjóðarinnar. Náin samvinna er með sparisjóðum að uppbyggingu þjónustukerfa í gegnum Teris (áður Tölvumiðstöðvar sparisjóðanna) sem er að stærstum hluta í eigu sparisjóða. Sparisjóðirnir á Íslandi eru 13 talsins og samanstanda af Byr sparisjóði og öllum öðrum sparisjóðum á landinu.

MP banki er hins vegar ekki aðili að Sambandi Íslenskra Sparisjóða og er heldur ekki sparisjóður eins og t.d. Byr sparisjóður. MP banki gæti því ekki notað orðið „sparisjóður“ í sínu kynningarefni en vörumerki sparisjóðanna er einmitt eign sparisjóðanna en ekki MP banka."
Ég þakka ábendingarnar - þarna kemur annars vegar fram leiðrétting á ónákvæmum ummælum mínum um Byr og hins vegar er tekið að MP-banki hefði aldrei getað notað vörumerki SPRON.

mbl.is MP banki hættir við að kaupa útibú SPRON
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband