Sjálfbær þróun og betra skólastarf

Í dag verð ég á ráðstefnu í Brekkuskóla sem skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri gengst fyrir og hlusta á fyrirlestra og erindi. En ég mun líka flytja erindið Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?  Útdráttur um erindið er svohljóðandi: Meginhugtök sjálfbærrar þróunar verða útskýrð og farið yfir opinbera stefnu um menntun til sjálfbærrar þróunar, meðal annars sagt frá áratug Sameinuðu þjóðanna. Í síðari hluta fyrirlesturs verður menntun til sjálfbærrar þróunar rædd sem námskrárfræðilegt viðfangsefni - hvaða forsendur eru fyrir því að skapa samfellu sjálfbærrar þróunar og skólaþróunar með námsfléttun (e. infusion) og hvernig sjálfbær þróun tengist starfsþróun kennara sem einn af hæfniþáttum OECD. Í því sambandi verður sagt frá greiningu Rannsóknarhópsins GETU á námskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband