Auglýsingunni afneitað - enda lýðskrum

Þetta er athyglisverð frétt um auglýsingu sem maður hlýtur að tengja gömlu valdaflokkunum, þótt þeir kannski gangist ekki við henni. Væri fróðlegt ef Þór upplýsti hverjir það væru sem auglýsa á svo villandi hátt, úr því að hann viðurkennir að hafa kannað auglýsingaverðið. Hann hlýtur að vita fyrir hvern hann kannaði verðið.
mbl.is Tengist ekki endurreisnarhópi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Er eitthvað ósatt hér?

496140

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 20.4.2009 kl. 19:01

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Já, Gísli, t.d. að gefa til kynna að Samfylkingin og vinstri græn ætli sér að (skatt)pína þjóðfélagið. Ýmislegt annað eru fullyrðingar eins og að fjármagnstekjuskattur muni draga úr endurreisn samfélagsins, órökstudd fullyrðing enda ætlað að hræða en ekki með rökum. Auk þess er óeðlilegt og í algeru ósamræmi við grundvallarþekkingu í notkun tölfræði að nefna mánaðarlaun en tala svo um hækkun á ársgrundvelli - eða hvað?

Og hverjir komu landinu á "vonarvöl"? Ekki vinstri menn heldur það sem Geir Haarde kallaði í auglýsingum fyrir síðustu kosningar "traust efnahagsstjórn"!

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 20.4.2009 kl. 19:09

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Sæll Ingólfur

Það er enn í fersku minni þegar varaformaðurinn þinn hét launalækkun og skattahækkun.  Er það rangt haft eftir?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 20.4.2009 kl. 19:22

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæll Gísli. Ég held að varaformaðurinn minn hafi ekki "heitið" launalækkun en ræddi þann möguleika svo ákveðið að ég mótmælti. Formaður VG nefndi svo tölur sem ég tel of lágar til að miða hugsanlegar launalækkanir, mig minnir 250 þús. til 300 þús., það var í umræðuþætti norðausturkjördæmis. Því miður óttast ég að þau séu að tala um veruleikann sem Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ekki að horfast í augu við þegar lögð var á flöt hækkun á tekjuskattinn og útsvarið, reyndar alltof lítil á útsvarið, en ég held að nú um stundir sé mikilvægast að sveitarfélögin geti sinnt þjónustu við okkur íbúana.

Ég mun mótmæla ef laun verða lækkuð með lögum, sama hver flokkurinn er.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 20.4.2009 kl. 19:36

5 Smámynd: Friðrik Dagur Arnarson

Þetta er í raun ótrúlegt og á svo lágu plani að það er undarlegt að menn skuli leggjast svona lágt. Inni í þessu eru fullyrðingar sem eru svo teknar úr samhengi að þær hætta að vera sannar. Og þarna eru líka á ferð staðlausir stafir, svo sem um 2% eignarskatt og auknar álögur á fyrirtæki sem ekki hafa verið settar fram af VG. Ef við setjum þetta svo í það samhengi að þessi gagnrýni rennur undan rifjum flokksins sem stjórnaði fjármálum þjóðarinnar svo stórkostlega að hann skapaði okkar einkatilbriðgi við alþjóðlega fjármálakreppu í boði frjálshyggjunnar, þá hlýtur maður að spyrja sig um heilindi þessa fólks. Gleymum heldur ekki að í leiðinni hækkað Sjálfstæðisflokkurinn stórlega skatta á almenning, eins og rannsóknir sýna. Þá er þessi flokkur búinn að standa fyrir lækkun launa í sveitarfélögum um allt land, undir alls konar dulnefnum. Það síðast nefnda er því miður skiljanlegt í ljósi þeirrar stöðu sem okkur hefur verið komið í en slíkt verður að sjálfsögðu ekki gert undir stjórn VG nema í samvinnu með viðkomandi starfsmönnun. Kannski er gremjan sem auglýsingin endurspeglar aðallega út af því að vinir og velunarar flokksins þurfi nú kannski að taka þátt í að reka samfélagið, en ekki bara að mergsjúga það og misnota. Vafi leikur á að svona auglýsingar séu takt við lög og rétt. Engum þarf samt að bregða lengur við þó Sjálfstæðismenn séu fúsir að fara út á gráa svæði hins löglega eða yfir mörkin - enda þykir þeim ekkert athugunarvert við slíkt svo lengi sem það kemst ekki upp.

Friðrik Dagur Arnarson, 20.4.2009 kl. 22:21

6 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæll Diddi, ég verð nú að játa að ég vissi ekki hvort VG hefði lagt fram e-a prósentutillögu um eignaskattinn, en fannst ótrúlegt og rétt væri ranglátt að leggja eignaskatt á 20 milljón króna eign, jafnvel þótt skuldlaus væri.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 21.4.2009 kl. 06:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband