Meiri vinna - lægri laun?

Ég fagna yfirlýsingu miðstjórnar Bandalags háskólamanna. Og við hana má bæta til dæmis þeirri staðreynd að margir háskólakennarar þar sem ég þekki til þurfa að vinna umtalsvert meira en þeir kæra sig um - og auðvitað í yfirvinnu, og hluti af ástæðunni er sá að það fæst ekki fólk með þá kunnáttu sem til þarf. Núna til dæmis á að bæta við sumarmisseri og mér skilst að sumir háskólakennarar ætli að leggja fram sjálfboðavinnu við sumarmisserin. Það er gott og blessað - enginn getur bannað að maður fari ekki fram á laun fyrir aukastarf. En það má líka spyrja hvort þá sé ekki einmitt tekið starf sem hefði mátt ráða einhvern annan í - og borga fyrir það kaup. Og fjölga þannig störfum. Þannig bítur þetta nú hvað í skottið á öðru og er ekkert endilega einfalt mál að leysa - en verður betur leyst með samningum við stéttarfélögin en með nokkru öðru móti.
mbl.is Ósátt við yfirlýsingar um kjaraskerðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nýju bankastjórnarnir eru að fá um 1500 þkr

Dómarar þessa lands eru á föstum launum óháð vinnu.  Málum fer væntanlega fjölgandi og verkefnum eins og t.d. að tilnefna svokallaða tilsjónamenn.  Þeir hafa fastan´fyrirfram ákveðin tíma til að skila af sér dómum eftir að mál hafa verið flutt og þau tekin til dóms.  Þeim er ekki að fjölga og nú voru laun þeirra lækkuð á bilinu 10-15% (niður í ca. 600 - 700þkr - Sigurður Kári sagði áðan að meðallaun væru 380þkr). 

Dómararnir eiga væntanlega að dæma svikahrappana þegar búið verður að finna eitthvað saknæmt á þá.

Hverskonar skilaboð eru þetta?

eym 17.4.2009 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband