Kristján Þór og bæjarstjórnarlaunin

Fyrirspyrjandi úti í sal spurði Kristjáni Þór Júlíussyni fyndist það eðlilegt að þiggja 80 þús. kr. tímakaup fyrir að sitja bæjarstjórnarfundi, en gagnrýna einnig launagreiðslur til Evu Joly vegna rannsókna á mögulegum glæpum sem leiddu til bankahrunsins. Fyrirspyrjandinn velti því að vísu ekki fyrir sér að e.t.v. eyddi Kristján miklum tíma í að undirbúa sig og Kristján svo sem leiðrétti það alls ekki - heldur hélt því fram að hann hefði alltaf unnið vel fyrir Akureyrarbæ. Mátti þannig jafnvel skilja á honum að hann ætti nú bara 80 þús. kr. á tímann skilið, því að hann væri svo frábær !

Nú ætla ég ekki að halda því fram að Kristján hafi ekki unnið langan vinnutíma sem bæjarstjóri eða alþingismaður - ég á miklu frekar von á að hann hafi unnið fyrir kaupinu sínu, þannig séð; ég var og er ósammála áherslum hans og Sjálfstæðisflokksins. Mér finnst hins vegar athugavert að alþingismaður ætli sér líka að sinna störfum bæjarfulltrúa í stóru sveitarfélagi, jafnvel í litlu; varamaður ætti að taka sæti þess situr á þingi. Því að þetta getur komið niður á báðum störfunum sem viðkomandi var kjörinn í. Þessi skoðun er ekki byggð á því að ásaka Kristján sérstaklega - enda er hann ekki eini maðurinn sem hefur setið í þessum sporum. Aðrir, svo sem Árni Þór Sigurðsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sögðu af sér sem borgarfulltrúar þegar þau settust á Alþingi.


mbl.is Segir Steingrím búa í glerhúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má ekki gleyma lýðræðishallanum sem þetta skapar.Þetta fólk sem kemur úr sveitarstjórnunum veit ekkert um hvað löggjafarstarf á að snúast. Í sveitarfélaginu lærir það að rugla öllu saman, framkvæmdavaldinu, reglugerðarhagsmunum og bulli í rekstri. Svo telur það sig eiga rétt á framgangi í starfi og nær kjöri til Alþingis og þar hugsar það aðallega um að verja ´´eigendur´´ sveitarfélaga með því að öskru út pening úr ríkissjóði til að  redda bullinu í sveitarfélaginu. Þarf ekki annað en að nefna Gunnar Birgis, Ingibjörgu Sólrúnu, Davíð Oddsson, og hvað þau nú heita.Tel að það yrði strax til batnar að banna að sveitarstjórnarmenn bjóði sig fram til Alþingis nema að liðnum 4 árum frá því þeir sátu þar

Einar Guðjónsson 17.4.2009 kl. 12:32

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir áhugaverða punkta, Einar

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 17.4.2009 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband