19.3.2009 | 11:33
Eini kosturinn?
Enda þótt það sé nú ekki í verkahring mínum, af því að ég er flokksmaður annars staðar (það er í VG), að velja formann Samfylkingarinnar sýnist mér, eins og flestum öðrum, það vera eini góði kostur Samfylkingarinnar að Jóhanna Sigurðardóttir taki að sér formennskuna, a.m.k. meðan hún er forsætisráðherra. Mér fannst það hálfgert klúður þegar Ingibjörg Sólrún kom fram um daginn og lagði til að hún yrði formaður áfram og Jóhanna forsætisráðherraefni.
Það hefur verið mikið um gagnrýni á Ingibjörgu Sólrúnu undanfarið og sérstaklega meðan hún sat í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Auðvitað var það misráðið að setjast í stjórn með íhaldinu og halda áfram einkavinavæðingarstefnu þess og and-umhverfisstefnu - en um leið rétt að slíta því samstarfi þegar til uppreisnarástands var komið í samfélaginu. Um leið gleymist kannski hverju Ingibjörg Sólrún áorkaði í íslenskri pólítík í raunverulegu persónulegu kjöri þegar seta hennar í 8. sæti R-listans felldi Reykjavíkuríhaldið, ekki einu sinni eins og gerðist 1978, heldur þrívegis.
Biðin eftir Jóhönnu á enda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2009 | 08:04
Af hverju er Grafarholti skipt en ekki Vesturbænum?
Hvað veldur vali hverfis til að skipta í sundur? Myndi það rugla fólk í Vesturbænum, eða öðrum hverfum vestan Elliðaáa, meira að vera skipt? Af hverju er skipt í norður-suður, en ekki austur-vestur og mörkin færð austar eftir því sem fjölgar í úthverfunum? Er það vegna þess að þingmennirnir búa í vesturhlutanum og óttist að íbúar úthverfanna muni gera tilkall til þingsæta verði þau að sérstöku kjördæmi? Ég bjó um fjögurra ára skeið austan Elliðaáa og hefði ekki líkað að vera færður milli kjördæma á þennan máta. Og af hverju er ekki óhætt að hafa Reykjavík sem eitt kjördæmi?
Grafarholt skiptist áfram milli kjördæma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.3.2009 | 16:21
Ekki hægt í stórfyrirtækjunum
Ég held að ef viðskiptavinir stóru fyrirtækjanna fengju að kjósa um stjórnendur þeirra yrði snarlega skipt þar um fólk í brúnni. Og hvað væru slík fyrirtæki án viðskiptavina. Gunnar Páll Pálsson var hins vegar svo heppinn - má ég segja - að vera forystumaður í almannahreyfingu þar sem hann gat látið á það reyna hvort honum væri treyst til áframhaldandi forystu. Hvernig væri að við, viðskiptavinirnir, fengjum að kjósa stjórnarfólk hjá Baugi - eða Samkaupum eða Nóatúni sem ég versla ekki síður við?
Taldi mig hafa þekkingu og reynslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2009 | 11:28
Kolbrún hefur staðið vaktina í tíu ár!
Kolbrún Halldórsdóttir alþingiskona hefur staðið vaktina í næstum tíu ár á Alþingi, áður en hún varð umhverfisráðherra. Hún hefur staðið þessa vakt bæði í umhverfis- og jafnréttismálum - og auðvitað öllum öðrum stefnumálum VG, ekki ein en lengst af ein af fimm þingmönnum flokksins. Aldrei dregið af sér, aldrei hlíft sér við að fylgja fast eftir stefnu flokksins. Sé það rétt hjá henni að hún hafi ekki aflað sér vinsælda með því - þá sannast enn og aftur hið sama að pólítík á að vera byggð á sannfæringu en ekki lýðskrumi.
Eitt af fyrstu verkum Kolbrúnar í ráðuneytinu var að fá ríkisstjórnina til að samþykkja að staðfesta Árósayfirlýsinguna svokölluðu um aðgang almennings í umhverfismálum. Núna eru nokkrar vikur fram að kosningum og full ástæða til að nýta þær vikur vel í umhverfismálum. Ég held að það styrki best stöðu VG og ef til vill stöðu Kolbrúnar sérstaklega hvernig þær verða notaðar. Í efnahagsþrengingunum á að hugsa til framtíðar sem aldrei fyrr - og það hefur Kolbrún Halldórsdóttir sem stjórnmálamanneskja gert á sínum ferli.
Keik og stolt í sjötta sætinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.3.2009 | 16:56
Heyr Steinunn - góð hugmynd
Samfylkingin gangi bundin til kosninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.3.2009 | 14:48
Er það þessi nefnd sem í voru sex karlar og engin kona?
Flokkurinn þoli stór orð" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2009 | 12:22
Sjötíuogfimmþúsundasta flettingin
Ég hef ákveðið að senda þeim bloggsíðugesti gjöf sem kemst næst því að fletta síðunni minni í sjötíuogfimmþúsundasta skiptið. Reglurnar eru að þeir eða þær sem vilja taka þátt í því að verða númer sjötíuogfimmþúsund senda "kvitt" við þessari bloggfærslu og þegar sjötíuogfimmþúsundustu flettingunni er lokið mun ég draga eitt nafn út af þeim sem hafa kvittað hér og líta þannig á að það hafi verið sjötíuogfimmþúsundasti gesturinn. Ef margir gestir kvitta dreg ég út tvö eða þrjú nöfn. Aðeins eitt kvitt frá hverjum þátttakanda gildir. Sjá sambærilegt við tuttuguogfimmþúsundustu færsluna:
http://ingolfurasgeirjohannesson.blog.is/blog/ingolfurasgeirjohannesson/entry/386583/
Bloggar | Breytt 25.2.2009 kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
24.2.2009 | 12:06
Það eru margir karlar en fáar konur í þessum nefndum
Svavar stýrir Icesave nefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
24.2.2009 | 08:16
Mikil vinna á tveggja ára tímabili með virðisaukaskatti
Ég hef ekki heyrt Ögmund Jónasson einbeita sér að því að koma höggi á Guðlaug Þór Þórðarson - mér sýnast gjörðir Guðlaugs dæma sig þannig sjálfar, bæði tillögur um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi og kaup vinnu af verktökum þess eðlis að hver og einn geti dregið sínar ályktanir þar af. Ögmundur hefur lítið gert annað en láta birta tölur um ótrúlega upphæðir. Einn liðurinn var þjálfun vegna framkomu í fjölmiðlum, hvort það er sami verktaki og varði sig í morgun með því að þetta hefði nú verið mikil vinna á tveggja ára tímabili með virðisaukaskatti. Örugglega á eitthvað af þessari sérfræðiráðgjöf rétt á sér - en það má líka örugglega finna að mörgum þeim ráða sem Guðlaugi voru gefin, ekki endilega bara mest af því að verktakarnir hafi slugsað eða eignast ríkisvasa til að sækja peninga í (sem ég veit ekkert um hvort þeir gerðu eða gerðu ekki) heldur líka af því að hann sótti ráð til að einka(vina)væða meira.
Ráðuneytið greiddi 24 milljónir fyrir ráðgjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2009 | 18:21
Hver bað um vinnufrið og hver kvartaði undan málþófi?
Lausn ekki fundin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.2.2009 | 17:00
Höskuldur í prófkjörsbaráttu við Birki?
Framsókn skekur ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.2.2009 | 17:40
Ætli hafi verið von á tilfinningaríkri tjáningu?
"Ari Edwald vildi ekki tjá sig", segir Mogginn, "um hvort samkomulag hefði verið gert við Cosser með fyrivara um niðurstöðuna hjá Íslandsbanka", þ.e. ef Cosser keypti Árvakur. Þessi sögn, að tjá sig, sýnist mér óþarflega ofnotuð í tilvikum sem þessari; einhvern veginn finnst mér hún eiga betur við listræna og tilfinningalega tjáningu en hér á við - nema Ari sé í rauninni annaðhvort reiður eða glaður yfir þessu á einhvern hátt, en hann bæli það innra með sér.
Cosser ræðir við Fréttablaðsmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2009 | 19:13
Menntamálaráðherra úthlutar séníverum
Ein af hljóðu fréttunum en þeim góðu á undanförnum dögum er úthlutun styrkja úr markáætlun Vísinda- og tækniráðs. Hugmyndin er sú að úthluta veglegri styrk en áður hefur tíðkast til nokkurra rannsóknarsetra til að efla þau bæði á innlenda og alþjóðlega vísu, gera þeim kleift að ráða fleiri fræðimenn og nema í framhaldsnámi. Hugmyndin er sú að með þessum fjármunum sé hægt að mynda öndvegissetur eða það sem á ensku hefur verið kallað centre of excellence. Mér sýnist fyrirmyndin vera erlend - en það er íslenskur brandari að kalla öndvegissetrin "séní-ver", ver eða stað þar sem er fullt af séníum/snillingum að störfum - eða er ekki snillingur besta íslensa orðið yfir slettuna séní?. Reyndar er um að ræða rannsóknarklasa eða rannsóknarnet fræðafólks sem hefur margvísleg alþjóðleg tengsl, eins og t.d. í því tilviki af þessum þremur sem ég þekki best, það er jafnréttis- og margbreytileikarannsóknunum. Það er líka þakkarvert, og að mér skilst bæði til gömlu og nýju ríkisstjórnarinnar, að hafa ekki hætt við séníverin í efnahagsástandinu, bæði þakkarvert og til marks um skilning á mikilvægi þess að efla rannsóknir.
Auglýst var eftir umsóknum sl. vor um þátttöku í þessari samkeppni og í sumar fengu tíu hugmyndir einnar milljónar króna styrk til að þróa betur hugmyndina. Umsóknirnar voru metnar af erlendum sérfræðingum og sérskipuðu fagráði innlendra sérfræðinga áður en stjórn sjóðsins fékk þær til meðhöndlunar. Niðurstaðan er síðan sú að þrjú verkefni fengu styrk. Sagt er frá úthlutuninni sem á heimasíðu Rannís.
Alþjóðlegur rannsóknarklasi í jarðhita Verkefnisstjóri: Sigurður M. Garðarsson. Styrkur 2009 nemur allt að 70 millj. kr.
Vitvélasetur Íslands Verkefnisstjóri: Kristinn R. Þórisson. Styrkur 2009 nemur allt að 55 millj. kr.
Öndvegissetur í jafnréttis- og margbreytileikarannsóknum Verkefnastjóri: Irma Erlingsdóttir. Styrkur 2009 allt að 35 millj. kr.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.2.2009 | 07:58
Hverjir eru trúverðugir til að stjórna háskólum?
Á sl. ári var lögum um opinbera háskóla breytt þannig að dregið var úr þeirri aldagömlu hefð að háskólum sé fyrst og fremst stjórnað af þeim vísindamönnum sem þar starfa - hefð sem hefur verið reynt að viðhalda í því augnamiði að tryggja sjálfstæði og rannsóknarfrelsi vísindamannanna. Sjö manna háskólaráð Háskólans á Akureyri (HA) er nú aðeins skipað einum fulltrúa vísindamanna og einum fulltrúa nemenda, auk rektors og fjögurra annarra. Tveir þessara fjögurra voru valdir af fyrrverandi menntamálaráðherra og tvo valdi háskólaráðið samkvæmt nýju ákvæði í lögunum. Áður var aðeins einn fulltrúi pólitískt valinn á þennan hátt. Þetta er afturför því að það eru tuttugu ár síðan menntamálaráðherra ákvað hverjir yrðu lektorar, dósentar og prófessorar, að fengnu hæfismati og atkvæðagreiðslu í háskóladeild, en eftir henni þurfti hann ekki endilega að fara. Í tilviki HA verður valinn nýr rektor í vor en hann verður vísast ekki valinn af háskólasamfélaginu í heild heldur af háskólaráðinu.
Skyldu vera einhver rök fyrir þessari áherslubreytingu? Hluti rakanna er sá að hér sé fylgt evrópskri leið til breytingar sem Ríkisendurskoðun og úttektaraðilar leggi á beinan og óbeinan til að hér sé fylgt. Nefnd eru ýmis ytri og innri rök, meðal annars að kjörnir fulltrúar vísindamanna muni kannski lenda í hagsmunaárekstrum þegar kemur að afgreiðslu mála. Mikilvægustu rökin, sem tínd eru til í greinargerð með frumvarpi til laga um opinbera háskóla, eru þó þessi: Öll framvinda í umhverfi íslenskra háskóla á síðustu tíu árum gerir afar brýnt að forusta þeirra verði efld út á við. Þróun þekkingarsamfélagsins verður sífellt örari og jafnast hraðinn tíðum á við stökkbreytingar. Til þess að tryggja hagsmuni sína í þessari stöðugu ummyndun verður hver háskóli að leggja höfuðáherslu á markmiðsbundna stjórnun og víðtæka hagsmunagæslu með samningum og samstarfi. Þeim markmiðum nær háskóli ekki án bandamanna og því að eiga greiðan aðgang að atvinnulífinu. Lykilatriði í þessu tilliti er trúverðug forusta háskólaráðs út á við. Af sjálfu leiðir að henni verður best náð með því að ráðið sjálft hafi á að skipa fulltrúum sem geta verið öflugir málsvarar háskóla á öllum framangreindum sviðum. Eru þetta helstu rökin fyrir því að ráðið hafi á að skipa breidd í utanaðkomandi fulltrúum ... [leturbreytingar mínar].
Hvernig á að velja slíka einstaklinga? Trúverðuga einstaklinga með góð tengsl hingað og þangað? Hverjir eru þeir? Af hverju er ekki skynsamlegt að vísindamenn stjórni vísindastofnunum - rétt og eins og fólk með banka-, viðskipta- og hagfræðimenntun og reynslu af því að starfa á þeim vettvangi stýri bönkum? Og húsasmiðir byggi hús? Eða hef ég rangt fyrir mér? Hefðu bankarnir alls ekki tapað ef ég hefði farið að stjórna þar? Og sennilega Eimskip og FL Group, nú Stoðir, tveir met-taparar ársins 2008 ef ég hef skilið fréttir rétt, ekki tapað jafnmiklu og raunin varð á ef ég hefði stjórnað þeim eða setið í stjórn þessara fyrirtækja? Háskólar og skipafyrirtæki eru hins vegar ólík fyrirtæki þar sem ólíka sérþekkingu þarf til að ná árangri á hvoru sviði. Hefði ég haldið.
Baldur Guðnason, fyrrverandi forstjóri Eimskips og hefur líka verið með margvíslegan atvinnurekstur á Akureyri og var þar áður hjá Samskipum að því er ég best veit, hefur nú um nokkurra ára skeið setið sem fulltrúi menntamálaráðherra í háskólaráði Háskólans á Akureyri. Á síðasta ári, og áður en hann var endurskipaður í háskólaráðið, hætti hann hjá Eimskipi, fékk feitan starfslokasamning eftir því sem fréttir herma. Í ljós kom að Eimskip átti" næstmesta tap íslensks fyrirtækis á einu ári, hafi ég tekið rétt eftir. Baldur var í fréttunum fimmtudaginn 5. febrúar vegna big-time klúðurs" hjá Eimskipi eins og fyrirsögn fréttar Morgunblaðsins (Viðskipti, bls. 5) hjóðar. Hann krefst nú fyrir dómi einnar milljónar evra (um 160 milljónir króna) vegna vangoldinna launa. Upphæðin sem Baldur krefst er um 50% hærri en niðurskurðurinn sem Háskólinn á Akureyri varð fyrir frá fjárlagafrumvarpinu sl. haust þar til fjárlögin voru samþykkt í desember (7,1% eða um 105 milljónir króna, sjá fyrra blogg). Félagið mun hafa hætt að greiða honum eftir starfslokasamningnum þegar í ljós kom hversu big-time" klúðrið var. Um réttmæti þess dæmi ég ekki, heldur dómstólar. En samanburðurinn á þessum tveimur tölum er fremur kostulegur og ekki til þess fallinn að telja mér trú um að breytingin á skipan háskólaráðs sé réttmæt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
17.2.2009 | 14:34
Áfram Birgir! Hjólaðu í fleiri
Birgir fær ekki gögn frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)