Hver bað um vinnufrið og hver kvartaði undan málþófi?

Sjálfstæðisflokkurinn, nú með stuðningi framsóknarþingmanns, gefur ekki ríkisstjórninni vinnufrið og heldur uppi málþófi og festir mál í nefnd. En fyrir rúmum mánuði bað Geir Haarde um vinnufrið og Sjálfstæðisflokkurinn kvartaði undan málþófi. En eitt er víst: Í þessari skýrslu ESB sem íhaldið og Höskuldur vilja bíða eftir er örugglega ekkert um að það megi ekki skipta um yfirstjórn í Seðlabanka Íslands.
mbl.is Lausn ekki fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Þá höfum við það, það breytir engu hver er við stjórnvölinn og hver ekki. Það besta af öllu er þó að Samfylkingin getur áfram verið í stjórn og stjórnarandstöðu á sama tíma - alveg eins og Framsókn virðist vera að komast upp á lagið með. Hvað er þá nýtt í þessu sjónarspili öllu? Væntanlega ekki margt ... alla vega ekki sú gagnrýni sem hér er sett fram!

Ólafur Als, 23.2.2009 kl. 19:34

2 Smámynd: corvus corax

Það eina sem fæst út úr þessu upphlaupi Þröskuldar er að hann afhjúpar sjálfan sig sem kjána sem veit ekkert til hvers hann er á þingi eða í þessari fáránlegu viðskiptanefnd. Er ekki rétt að senda hann eitthvert langt í burtu? Hann getur farið með Dabba drulluhala sem ætti að borga farið fyrir Þröskuld að launum fyrir að lengja starfstíma drulluhalans í Bleðlabankanum.

corvus corax, 23.2.2009 kl. 20:32

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Arg og urr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.2.2009 kl. 00:38

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ólafur, corvus og Jenný: Takk fyrir innlit og athugasemdir.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 24.2.2009 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband