Eini kosturinn?

Enda þótt það sé nú ekki í verkahring mínum, af því að ég er flokksmaður annars staðar (það er í VG), að velja formann Samfylkingarinnar sýnist mér, eins og flestum öðrum, það vera eini góði kostur Samfylkingarinnar að Jóhanna Sigurðardóttir taki að sér formennskuna, a.m.k. meðan hún er forsætisráðherra. Mér fannst það hálfgert klúður þegar Ingibjörg Sólrún kom fram um daginn og lagði til að hún yrði formaður áfram og Jóhanna forsætisráðherraefni.

Það hefur verið mikið um gagnrýni á Ingibjörgu Sólrúnu undanfarið og sérstaklega meðan hún sat í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Auðvitað var það misráðið að setjast í stjórn með íhaldinu og halda áfram einkavinavæðingarstefnu þess og and-umhverfisstefnu - en um leið rétt að slíta því samstarfi þegar til uppreisnarástands var komið í samfélaginu. Um leið gleymist kannski hverju Ingibjörg Sólrún áorkaði í íslenskri pólítík í raunverulegu persónulegu kjöri þegar seta hennar í 8. sæti R-listans felldi Reykjavíkuríhaldið, ekki einu sinni eins og gerðist 1978, heldur þrívegis.


mbl.is Biðin eftir Jóhönnu á enda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband