Hætta á ferðum? Eða von um breytingu

Fyrirsögnin "hætta á einangrun Sjálfstæðisflokksins" - lýsir hún skoðun Moggans? Mér finnst ekki hætta á ferðum heldur þvert á móti jákvætt ef afhjúpunin á valdaeðli flokksins leiðir til þess að hann einangrast og hefur hér engin ný áhrif. Bankahrunið og einkavinavæðingin munu hins vegar skilja sig eftir sig býsna varanleg sár fyrir utan hvað flokkurinn hefur á löngum beitt sér gegn nýjum félagslegum lausnum, eins og t.d. þegar beitti sér gegn búsetahreyfingunni á níunda áratug síðustu aldar.
mbl.is Hætta á einangrun Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju eru fjárhagsmál stjórnmálaflokka og hagsmunatengsl stórmál?

Það er svo sem ekki eins og fréttirnar um hagsmunatengsl Sjálfstæðisflokks við stórfyrirtæki séu nýjar fréttir - en reyndar kemur mér á óvart hvað styrkirnir 2006 voru háir og mér kemur líka á óvart hversu marga styrki Samfylkingin fékk, sem virka lágir við hliðina á ofurstyrkjum FL og Landsbankans. Næsta skref hlýtur að vera að krefjast þess að fá að vita hverjir styrktu einstaka frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, einkum ef þær upphæðir hafa farið yfir 300 þús. kr. sem er viðmiðið fyrir stjórnmálaflokka. Samt mætti hugsa sér að viðmiðið væri lægra fyrir einstaklinga.

Fjárahagur og hagsmunatengsl eru engin smámál: Fjárhagur flokka ræður ýmsu um hvernig þeir geta beitt sér í kosningabaráttunni, hvort þeir geta launað starfsfólk til að vinna í áróðurs- og kynningarmálum, o.s.frv. Hagsmunatengslin eru ekki síður alvarlegt mál: Ekki þó að stjórnmálamenn eigi hagsmuna að gæta því að þeir eru einmitt kosnir á þing til að gæta og halda á lofti hagsmunum. Stóra málið er leynd yfir slíkum hagsmunum, afneitun á því að þeir séu til staðar. Enda heyrist mér það vera afhjúpunin sem þykir verst. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn, sem hirðir ekki um að segja frá því hverjir styrktu hann, hafa nú upplýst um býsna háa styrki. Í senn er þetta óþægilegt fyrir Samfylkinguna að það sjáist að bankarnir styrktu hana rausnarlega en um leið ljóst hvaða flokkur er langtengdastur bönkunum, það er Sjálfstæðisflokkurinn.


mbl.is Samfylking opnar bókhaldið 2006
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárhagsmál stjórnmálaflokka og frambjóðenda VG

Vinstri græn hafa frá árinu 2003 birt ársreikninga sína - ekkert rosalega spennandi lesningu auk þess sem ég hef blaðað í þessum reikningum áður á landsfundum flokksins. En þeir eru birtir á heimasíðunni til að allir flokksbundnir sem óflokksbundnir kjósendur geti kynnt sér þá og áttað sig á því hvort þar er eitthvað áhugavert.

Jafnframt eru birtar upplýsingar um tekjur og eignir frambjóðenda. Mér sýnast upplýsingarnar að mestu samræmdar og miðaðar við laun á mánuði, þótt svo t.d. flestir gefi upp mánaðartekjur, þá leyfi ég mér þó að álykta að tekjur Björns Vals Gíslasonar, frambjóðanda í Norðausturkjördæmi, af sjómennsku séu ekki kr. 15.353.797.- á mánuði, heldur hafi hann gefið upp árslaun. Sumar upplýsingarnar vekja spurningar, eins og t.d. hjá hvaða stofnun eða fyrirtæki stjórnmálafræðingurinn Auður Lilja Erlingsdóttir, sem situr í baráttusæti í Reykjavík norður, vinnur. Á heimasíðu hennar kemur fram að hún er mannauðsráðgjafi hjá framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar. Ég geri ekki ráð fyrir að til hafi staðið að leyna því - annars væri það náttúrlega ekki heldur á heimasíðunni hennar.

Mér sýnist að í flestum þeim upplýsingablöðum sem ég leit á núna í morgun sé sagt frá því í hvaða félögum frambjóðendurnir eru, stórum sem smáum félögum. Í senn eru þetta mikilvægar upplýsingar um hagsmunatengsl, en þetta skiptir líka máli upp á að kynnast áhugamálum frambjóðenda: Hvaða fólk er þetta sem við eigum kost á að kjósa? Hvers konar fólk mun skipa þingmannahóp flokksins?

Slóðin á heimasíðu VG með frétt um ársreikningana og tekjur, eignir og hagsmunatengsl frambjóðenda er: http://www.vg.is/frettir/eldri-frettir/nr/4079


mbl.is Milljón frá Samvinnutryggingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn skammast hver í öðrum

Látum þá um það - Á skemmtilegri nótum, þá áskotnaðist mér í gær Ísland Spilverks þjóðanna frá 1978 með hverri perlunni á fætur annarri í textunum, svo sem "víkingar, aríar, íslendingar" og "hvílík býsn sem hann jói er að byggja" (Seðlabankinn, held ég) og auðvitað Aksjónmaður sem brunar "á braut með barbie". Og "Reykjavík hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór?" sem er ekki úr vegi að velta fyrir sér þegar maður sér stórhýsi og nýbyggingarhverfi sem ekki verður lokið við á næstunni. Mér dettur margt af þessu í hug þegar "útrásarvíkingarnir" og "bankaræningjarnir" koma til hugar. 

Loks: "í grænni byltingu þá hverfur hann kastalinn aðalstræti 6" (það er gamla Morgunblaðshúsið) nú þegar við þurfum að vernda náttúruna og varðveita velferðar- og menntakerfi landsins - með öðrum orðum: byggja réttlátt samfélag.


mbl.is Subbuskapur í kringum styrkveitingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhaldið afhjúpað

Af hverju eru Sjálfstæðismenn að fara á límingunum yfir því að það komist í hámæli að þeir hafi tengsl við stórfyrirtæki? Ég er viss um að þeim hefði verið alveg sama ef þetta hefði komist upp áður en bankahrunið varð. Aftur á móti, nú þegar mikil fjárhagsleg tengsl við bæði Glitni, í gegnum Stoðir/FL Group, og Landsbankann eru tengd við aðgerðaleysi Sjálfstæðisflokksins í bankamálum og einka(vina)væðinguna - hvað þá? Sjálfstæðisflokkurinn fékk líka þónokkurt fé frá Kaupþingi, sbr. aðra frétt. Er ætlast til að flokki, sem gekk erinda þeirra stórfyrirtækja sem fóru langt með að setja landið á hausinn, sé treyst? En vitaskuld er sá erindrekstur fyrir einkavinina hluti af gildum flokksins, sem nýja formanninum verður svo tíðrætt um, þótt einhverjir Sjálfstæðismenn hafi ef til vill trúað öðru og keppst við að reyna að fá annað fólk til að trúa slíku.


mbl.is Þingflokkur fundar í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn og stórfyrirtækin

Gott fyrir splunkunýjan formann að tala um að framlög FL og Landsbankans séu gegn gildum Sjálfstæðisflokksins - en sýnir ekki sagan hið gagnstæða? Hver eru framlög stórfyrirtækja í gegnum 70 ára sögu flokksins?


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur á óvart?

Nei, varla. Og um hvað fundar miðstjórn flokksins? Hmm ... Þykir flokknum illt að það sé afhjúpað að hann sé flokkur stórfyrirtækja, fjármagnaður af þeim? Ætla allir að spila sig saklausa: Núverandi stjórnendur Stoða (nýtt nafn á FL Group) og núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins sem var stjórnarformaður stórfyrirtækisins þar til fáum vikum áður en hann bauð sig fram til formennsku í flokknum? Og þá saklausa af hverju? Var það ekki löglegt að fjármagna stjórnmálastarfsemi með þessum hætti á þessum tíma? Eða var FL Group almenningshlutafélag á þessum tíma? Ég átti a.m.k. ekki hlut í fyrirtækinu! Og ekki heldur í SjálfstæðisFLokknum.
mbl.is Miðstjórn Sjálfstæðisflokks sat á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ætti Ísland að fá að menga meira en aðrir?

Ég fékk pistilinn Sögufölsun Sivjar sendan frá Árna Finnssyni, formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hann birtist einnig í Smugunni: http://www.smugan.is/pistlar/penninn/arni-finnsson/nr/1550. Og ég ætla að birta hann hér að mestu:

Siv Friðleifsdóttir er fyrsti flutningsmaður að þingsályktunartillögu sem ber titilinn „hagsmuni Íslands í loftslagsmálum." Samkvæmt flutningsmönnum er það markmiðið að Ísland fái frekari undanþágur fyrir útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá stóriðju í samningaviðræðum um framhald Kyoto-bókunarinnar sem fram fara í Kaupmannahöfn í desember. Samtals nemur aukning í losunarheimildum Íslands nær 60% á tímabilinu 2008-2012 miðað við 1990. Næst þar á eftir kemur Ástralía með 8% aukningu. Nú skal sækja mengunarheimildir fyrir stóriðju langt umfram þær sem Ísland aflaði sér þegar endanlega var gengið frá Kyoto-bókuninni í Marakech haustið 2001.

Raunvísindadeild Háskóla Íslands hefur með umsögn sinni til umhverfisnefndar Alþingis lagst gegn því að tillagan verði samþykkt. Það hafa einnig Náttúruverndarsamtök Íslands gert sem og ungliðar Hjálparstarfs Kirkjunar.

Þetta leiðindamál  er nú orðið eitt helsta keppikefli Sjálfstæðisflokksins og þingflokksformanns Framsóknarflokksins, Sivjar Friðleifsdóttur.

Í greinargerð vísar Siv Friðleifsdóttir og aðrir flutningsmenn í Bali-vegvísinn og benda á að „samkvæmt honum er ætlunin að ljúka gerð nýs alþjóðlegs samkomulags um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum á þingi samningsaðila í Kaupmannahöfn í desember 2009."

En umhverfisráðherrann fyrrverandi skautar yfir mikilvægasta atriði þeirra pólitísku skuldbindinga sem Bali-vegvísirinn felur í sér. Nefnilega, að á fundinum í Bali lýstu iðnríkin (Ísland þar á meðal) yfir vilja sínum til að ná samkomulagi í Kaupmannahöfn sem felur í sér samdrátt í útstreymi iðnríkjanna um 25-40% fyrir árið 2020 en viðmiðunarárið er áfram 1990. Jafnframt, að samningar í Kaupmannahöfn skuli miða að því að tryggja að meðalhitnun andrúmslofts Jarðar haldist innan við 2 gráður á Celsíus miðað við upphaf iðnbyltingar.

Enn síður minnast flutningsmenn tillögunar á að útstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi hefur aukist um 24% frá 1990, eða 14% umfram heimildir, og við blasir við að Ísland mun ekki geta staðið við skuldbindingar samkvæmt Kyoto-bókuninni þrátt fyrir rúmar heimildir og undanþágur.
 
Raunar heldur Sjálfstæðisflokkurinn því fram í landsfundarályktun að Ísland sé „eitt fárra ríkja sem stendur við skuldbindingar sínar samkvæmt Kyoto-samkomulaginu ..."

Ætli umheimurinn sé ekki orðin eylítið þreyttur á þessum sjálfumglöðu íslensku ráðamönnum. Pólitíkusum sem geta ekki einu sinni farið rétt með grundvallaratriði Bali-vegvíssins. Kröfugerð sem byggir á fölskum málflutningi er Íslandi ekki til framdráttar.

Svo mörg voru þau orð Árna - og ég spyr: Af hverju ætti Ísland að fá að losa gróðurhúsalofttegundir meira en aðrir? Til að reisa fleiri álver - sem þurfa orku úr virkjunum sem valda náttúruspjöllum? Ísland fékk rausnarlegar undanþágur í Kýótó 2008-2012, meðal annars vegna þess að mestöll húshitun er með jarðvarma. En við getum ekki sömu undanþáguna tvívegis. Fyrir utan hneykslið í sambandi við íslenska ákvæðið til að hér væri hægt að koma upp álverum. Óska þess að við taki Alþingi sem samþykkir ekki fleiri álver eða meiri náttúruspjöll.


mbl.is Stýrivextir lækkaðir í 15,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skylt - eða kannski ekki síður rétt?

Enda þótt Náttúruverndarsamtök Íslands hitti naglann æði oft á höfuðið þegar kemur að túlkun hvalveiðireglna er það ekki hin lagalega hlið ein sem skiptir máli heldur og hin rétta hlið. Hvalastofnarnir eru ekki sér-íslenskir heldur alþjóðlegir. En ég velti því líka fyrir mér hvort ekki ætti að bera stofnun sérstakra hvalskoðunarsvæða líka undir vísindanefndina.
mbl.is Telja Íslandi skylt að bera tillögur undir vísindanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvorki upp á punt - né til bráðabirgða!

Ég held að mér hafi þótt ræða Jóhönnu Sigurðardóttur, sem nýkjörins formanns Samfylkingarinnar, það athyglisverðasta í fréttum helgarinnar. Að vísu heyrði ég bara það sem var flutt í Ríkisútvarpinu um fjögurleytið á laugardaginn - en þar tók Jóhanna fram að hún væri ekki formaður upp á punt, ef einhver hefði haldið það, og alls til bráðabirgða og nefndi að amma hennar hefði verið pólitísk til dauðadags og hún hefði látist rúmlega 100 ára. Ég held að Jóhanna hafi með þessu kveðið í kútinn allar raddir um að hún væri bráðabirgðaformaður meðan aðrir í Samfylkingunni væru að takast á um hnossið. Að vísu höfðu þessar raddir hljóðnað nokkuð - en gott að kveða þær í kútinn.


mbl.is Greiðsluaðlögun komin í gegnum þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blátt skyr? Með hvaða bragði?

Fyrir fáeinum misserum var grænu skyri slett á fulltrúa á álfundi á Nordica og fyrir miklu fleiri árum var skyri slett á alþingismenn. En hvers konar skyr er Bjarni? Hrært skyr, segir hann sjálfur. En með hvaða bragði? Og hvernig á litinn? Er hann N1 skyr?


mbl.is Bjarni kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkavinavæðingin og Sjálfstæðisflokkurinn

Fremur spaugilegt er nú að frétta af stund játninganna í Sjálfstæðisflokknum þar sem nú hver um annan þveran biður afsökunar. Einkavinavæðingarstefna Sjálfstæðisflokksins var ekki óvitaháttur eins og halda mætti af ummælum Vilhjálms og Geirs Haarde heldur þrauthugsuð pólítísk stefna sem miðaði að því að skapa skilyrði fyrir þá ríku til að verða ríkari. Vel getur verið að einhverjir flokksfélagar hafi trúað því að það væri ekki á kostnað annarra sem svo færi, að það væri til óendanlegur hagvöxtur. Við fyrirgefum gjarna óvitum ýmislegt og metum stundum af hverju mistök eða glæpir voru framdir, hvort þar var á ferðinni klaufaskapur. Ef stefna Sjálfstæðisflokksins væri klaufaskapur en ekki þrautpæld stjórnmálastefna væri ef til vill hægt að taka afsakanirnar gildar.


mbl.is Mistökin Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðaraðstoðin við Sjálfstæðisflokkinn og "hinir brutu líka af sér"

Sjálfstæðisflokkurinn bítur höfuðið af skömm sinni, framlaginu frá Neyðarlínunni, sem hefur þótt einkar neyðarlegt, með því að benda fingrinum á að aðrir stjórnmálaflokkar hafi líka brotið lögin aðstoð (ekki-aðstoð) frá ríkisfyrirtækjum. [Ég var reyndar búinn að skrifa hér að Andri hefði sagt allir aðrir - en það er ekki rétt því að í fréttinni kemur fram að hann hafi sagt að flestir aðrir hafi líka farið á svig við lögin.] Þetta hefur örugglega þótt mikilvæg neyðaraðstoð á sínum tíma, 2007, í ljósi þess að ekki mátti lengur taka við hærri framlögum frá einstökum fyrirtækjum.
mbl.is Skilar framlagi Neyðarlínunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagnað kjöri og flokksfélögum þakkað traust

Ég fagna því að hafa hlotið það traust landsfundarfulltrúa, flokksfélaga minna, að fá að sitja í flokksráði VG fram að næsta landsfundi - varð númer 24 í kjörinu eins og síðast. Þetta verður þriðja tímabilið sem ég sit í flokksráðinu og mun ég leitast við að leggja lóð á vogarskálarnar með að flokkurinn hafi róttæka sem ábyrga stefnu um náttúruvernd, jafnrétti og kvenfrelsi, kjara- og velferðarmál og utanríkismál. Á þetta mun aldrei reyna meira en ef flokkurinn verður í ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor.

Nú um stundir er umræða um endurnýjun í flokkum, líka í VG, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins frá upphafi, verið spurður að því hvort hann muni hætta og hann svarað því að hann muni einhvern tíma hætta, helst áður en menn verði leiðir á honum! Mér finnst sumt af þessu tali um að "endurnýja" vera lýðskrum, þótt ég líka geri mér grein fyrir því að lýðræðishugsjónir snúist um að ekki ráði alltaf allir þeir sömu (hér er karlkynið viljandi haft). Við þurfum nefnilega líka forystu, reynslu og yfirsýn - og þess vegna bauð ég fram til að sitja í flokksráðinu þar sem ég tel mig hafa bæði reynslu og yfirsýn yfir mörg helstu baráttumál VG, þeim sem flokkurinn sker sig úr öðrum flokkum með, því að þótt við eigum ágætt bandafólk í Samfylkingunni í flestum málunum, sem ég nefndi, er það ekki heldur einhlítt, enda eru þetta tveir flokkar. En fyrst og síðast er VG tæki til að koma málum áfram, tæki sem aldrei er ofar málstaðnum og hinni pólítísku sannfæringu. Þótt það skipti líka máli að leika saman í liðinu og takast á um það sem ágreiningur kann að vera um.


mbl.is Úrslit í flokksráðskjöri hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskaplegt væl er þetta

Vilhjálmur Egilsson hjá Samtökum atvinnulífsins er í rúmlega fullu starfi í dag við að væla undan seðlabankastjóranum, peningastefnunefndinni og forsætisráðherranum nú þegar samtök atvinnurekenda hafa ekki alla þessa aðila í vasanum. Jóhanna Sigurðardóttir hefur ekki svert fyrirtækið HB Granda - heldur hefur fyrirtækið sjálft gert það með ósvífni sinni. Ég vona að verkalýðshreyfingin mæti ákvörðun þeirra um arðgreiðslu af fullum þunga og tel eðlilegt að hún hætti við að fresta umsömdum launahækkunum við slíkar aðstæður.


mbl.is Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband