16.2.2009 | 18:49
Leynileg tækniráðgjöf
Þessi bréf eru fróðleg lesning, í einn stað er starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins dauðhræddur við að dragast inn í pólítískar deilur á Íslandi sem að hluta til snúast einmitt um afskipti sjóðsins, en í hinn stað skilur hann að leyndin torveldar öllum aðilum að ná markmiðum sínum og dregur úr mögulegri gagnsemi sjóðins, hvort heldur sjóðurinn lítur á út frá eigin frjálshyggjumarkmiðum eða því markmiði að endurreisa hagkerfi Íslands. Það sem ég trúi hins vegar ekki er að hið leynilega upprunalega skjal, sem enn hefur ekki verið gert opinbert vegna þess að sjóðurinn útbjó nýtt skjal, sé saklaust, sbr. fyrra blogg. Krafan hlýtur því að vera sú að fá að sjá ÖLL samskiptin við sjóðinn. Það er hins vegar komið í ljós líka að forsætisráðherra sagði satt.
Tölvupóstsamskipti við gjaldeyrissjóðinn birt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.2.2009 | 17:19
AÐEINS tvær og hálf milljón ... hmm
Sjálfstæðisflokkurinn boðar aðhald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.2.2009 | 15:58
Geir vældi um vinnufrið
Segir Jóhanna ósatt um trúnaðinn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.2.2009 | 14:18
Saving Iceland-police
Láta hýða sig í mótmælaskyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.2.2009 | 10:54
Alveg sjálfsagt - en Birgir upplýsi líka
Mér finnst sjálfsagt að ekki hvíli leynd yfir samskiptum stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og styð því kröfu Birgis Ármannssonar, jafnvel þótt ég gruni hann um græsku og muni ekki eftir því að hann hafi meðan hans eigin flokkur verið við stjórnvölinn verið svona kröfuharður um upplýsingar - um þá græsku að allt snúist þetta um áframhaldandi völd Sjálfstæðisflokksins, meðal annars með setu fv. formanns flokksins í Seðlabankanum. En eins og kom fram í fyrra bloggi og fréttum ætti Birgir líka að upplýsa hvað hann vissi um bréfaskiptin áður en forsætisráðherra hafði séð hinar "tæknilegu" athugasemdir sem reyndust nú mun meinlausari en svo að ástæða væri til að ergja sig yfir þeim. Það er líka forvitnilegt að fylgjast með hvort sjálfstæðismenn gefa nýju ríkisstjórninni þann "vinnufrið" sem fyrri ríkisstjórn sagðist þurfa að hafa"
Krefur forsætisráðuneytið um upplýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.2.2009 | 13:27
Landsbyggðarfyrirlitning í Frjálslynda flokknum?
Það er undarlegt að fylgjast með erjum innan Frjálslynda flokksins um staðsetningu landsþings í Stykkishólmi: Er svona svakalega langt fyrir þessar manneskjur að ferðast úr Reykjavík til Stykkishólms? Er ástæða til að segja sig úr flokki vegna staðsetningar landsþings eins og mér skildist að þingflokksformaðurinn hafi gert um daginn? Eru þessar konur hér að hugsa um fólkið á Austurlandi, sem hvort eð er er ekki margt í Frjálslynda flokknum? Eða óttast þær að mætingin verði best úr því kjördæmi þar sem Frjálslyndi flokkurinn hefur hingað til átt sitt mesta fylgi (þ.e. Norðvesturkjördæmi)? Og það muni koma niður á möguleikum þeirra sjálfra?
Landsfundir, flokksþing, landsþing flokka, hvaða nafni sem æðstu samkomur þeirra heita, eru gjarna haldin í Reykjavík vegna stærstu húsakynnanna og ekki síður vegna mesta hótelplássins - og kannski spilar inn að ef stjórnmálaflokkur vill niðurgreiða fargjöld er minna að greiða niður. Ég tel að það sé aftur á móti mikilvægt að slíkar samkomur séu haldnar sem víðast á landinu. Það er líka gott fyrir okkur Íslendinga að kynnast landinu sem víðast. Fyrir nokkrum árum hóf ég þátttöku í undirbúningi Vatnajökulsþjóðgarðs. Fundirnir voru haldnir á öllum svæðunum í kringum jökulinn. Þetta var örugglega kostnaðar- og fyrirhafnarsamara en að halda fundina í Reykjavík. En þetta var jákvætt vegna þess efnis sem um var að ræða, það var auðveldara að hitta fleira fólk á fundunum, og þjónaði líka þeim tilgangi að efla ferðaþjónustuna á svæðinu að halda fundina þar vegna þeirra þjónustu sem þurfti að kaupa.
Kannski það geti líka verið gott fyrir Reykvíkinga í Frjálslynda flokknum að kynnast Stykkishólmi!
Gagnrýna flokksforystuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
15.2.2009 | 08:31
Ánægjuleg frétt
Food and Fun haldin í mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2009 | 19:55
Loksins, loksins: Árósasamningurinn verður fullgiltur
Samningurinn var gerður árið 1998 og öðlaðist gildi í október árið 2001. Þrjátíu og átta ríki undirrituðu hann auk Evrópubandalagsins, þ.á m. Ísland. Fjörutíu og eitt ríki auk Evrópubandalagsins hafa fullgilt samninginn, öll norrænu ríkin þar á meðal að Íslandi undanskildu.
Þríþætt réttindi almennings
Árósasamningurinn tengir saman umhverfisrétt og mannréttindi. Í samningnum segir að það sé réttur sérhvers manns að lifa í heilbrigðu umhverfi og um leið beri honum skylda til að vernda umhverfið. Samningurinn á að tryggja almenningi réttindi til að geta uppfyllt þessa skyldu. Réttindin eru þríþætt:
- Réttur til aðgangs að upplýsingum um umhverfismál.
- Réttur almennings til þátttöku í málsmeðferð þegar undirbúnar eru ákvarðanir af hálfu stjórnvalda í umhverfismálum.
- Aðgangur að réttlátri málmeðferð í umhverfismálum fyrir dómstólum eða öðrum óháðum og hlutlausum úrskurðaraðila.
Breytingar á íslenskri löggjöf
Nefnd sem fór yfir ákvæði Árósasamningsins skilaði skýrslu til þáverandi umhverfisráðherra haustið 2006. Hlutverk nefndarinnar var m.a. að fara yfir hvaða breytingar þyrfti að gera á íslenskum lögum yrði samningurinn fullgiltur. Niðurstaða nefndarinnar var sú að fyrir hendi sé fullnægjandi löggjöf hér á landi um fyrstu tvær stoðir Árósasamningsins, sem varða aðgang að upplýsingum um umhverfismál og rétt til að taka þátt í töku ákvarðana um umhverfismál og uppfylli því kröfur samningsins að því leyti. Nefndin taldi hins vegar að íslensk lög uppfylltu ekki þriðju stoð Árósasamningsins, sem fjallar um aðgang að réttlátri málsmeðferð. Því þyrfti að gera breytingar á lögum kæmi til fullgildingar samningsins. Samkvæmt þriðju stoðinni skal ,,almenningur sem málið varðar hafa aðgang að endurskoðunarleið fyrir dómstólum eða óháðum úrskurðaraðila innan stjórnsýslunnar vegna útgáfu leyfa til framkvæmda sem geta haft umtalsverð umhverfisáhrif eða ef stjórnvald vanrækir að krefjast leyfis fyrir tiltekinni starfsemi þrátt fyrir lagaskyldu þar um. Samkvæmt samningnum skulu umhverfisverndarsamtök ávallt teljast falla undir hugtakið ,,almenningur sem málið varðar og njóta þannig kæruréttar samkvæmt samningnum án þess að þurfa að sýna fram á lögvarða hagsmuni. Aðildarríkin geta ennfremur valið um það hverskonar endurskoðunarleiðir eru opnar almenningi sem málið varðar, þ.e. annaðhvort endurskoðunarleið innan stjórnsýslunnar, þannig að unnt sé að leggja ákvarðanir um útgáfu leyfa fyrir sérstakar úrskurðarnefndir, eða fyrir almennum dómstólum.
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum mánudaginn 9. febrúar sl. að fela umhverfisráðherra í samráði við utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra að ákveða hvor leiðin verði farin hér á landi við fullgildingu Árósasamningsins og hefja undirbúning við þá vinnu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2009 | 08:37
N 1 í formannsslag?
Fyrirsögn fréttar Moggans, "Enn einn í formannsslag", er afar kostuleg í ljósi þess hversu stutt er síðan Bjarni Benediktsson var stjórnarformaður fyrirtækisins N1.
Fyrirtækisnafnið N1 má líka bera fram sem "neinn" og ef því verður neitað að "N1" sé í formannsslag yrði það væntanlega gert með því að segja "ekki neinn" í formannsslag. En Bjarni er sem sé enn einn, neinn, N1 ...
Enn einn í formannsslag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.2.2009 | 17:13
Ég veit ekkert um þetta bréf ...
Birgir aflétti leynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.2.2009 | 17:10
Birgir platar ekki Álfheiði!
Birgir upplýsi hvar hann frétti af tölvupósti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2009 | 09:36
Að skjóta IMF!
Fræg er sagan af afrískum einræðisherra sem átti hafa sagt "við bara skjótum hann!" þegar ráðgjafar hans bentu sífellt á að hitt og þetta mætti ekki vegna þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) leyfði það ekki. Það er með öllu óþolandi að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætlist til þess að ábendingum hans við frumvörp sé haldið leyndum. Slík leynd er illa fallin til að vekja traust á vinnubrögðum stjórnvalda. Þannig höfum við ekki hugmynd um hvort athugasemdir hans eru í rauninni "tæknilegar" eða hvort þær eru pólítísk afskiptasemi.
Ef út í það er farið eru aftur á móti fátt sem er bara tæknilegt og ekki pólítískt - en það er ein af aðferðum nýfrjálshyggjunnar til að koma málefnum sínum áfram, sbr. greiningu á stjórnunar- og vandamálavæðingu skólakerfisins að halda því fram að hápólítískar breytingar séu tæknileg útfærsla. Ég trúi ekki að athugasemdir Alþjóðagjaldleyrissjóðsins séu bara tæknilegar, en það er þó ekki útilokað að þær geti verið skynsamlegar í baráttunni gegn hinni alvarlegu útgáfu af nýfrjálshyggjunni sem Ísland varð fyrir barðinu á.
Tæknilegar ábendingar í trúnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.2.2009 | 10:42
Umhverfisráðuneytið lykilráðuneyti eða skiptimynt?
Engum kom á óvart að í fyrstu ríkisstjórn sem VG situr í skuli flokkurinn fara með umhverfismál. Við vinstri græn fögnum því ákaflega Kolbrúnu Halldórsdóttur sem umhverfisráðherra og vonum að seta hennar og flokksins í ráðuneytinu verði sem lengst og vegur ráðuneytisins verði aukinn. Umhverfissinnar hafa að mínum dómi einnig ástæðu til að fagna því að vinstri græn hafa nú tekið við ráðuneytinu. Aftur á móti, þótt ég tali í rauninni aðeins fyrir mig, en hvorki samtökin sem ég er í forsvari fyrir (SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi) né aðra umhverfissinna, þá er síst af öllu rétt að fagna brotthvarfi Þórunnar Sveinbjarnardóttur úr ráðuneytinu heldur þakka henni fyrir að hefja ráðuneytið til meiri vegs en áður. Ég held reyndar að niðurlægingunni hafi verið náð á tímabili Sivjar Friðleifsdóttur, en það er önnur saga. Það sem olli Þórunni mestum erfiðleikum var að hún var ekki nægilega vel studd af eigin flokki og alls ekki af samstarfsflokknum í ríkisstjórn. Starf Kolbrúnar er líklega auðveldara af því að hún tekur við af Þórunni en ekki ráðherrunum sem sátu á undan henni.
Mér finnst við þessi stjórnarskipti það samt hafa gerst enn á ný að umhverfisráðuneytið, sem flæmdist á milli stjórnmálaflokka og ráðherra á kjörtímabilinu 2003-2007 sem skiptimynt í stað forsætisráðuneytisins, hafi verið notað sem eins konar skiptimynt, eina ráðuneytið sem Samfylkingin sleppir til VG. Hin hliðin er sú að VG hefði hlotið að krefjast þess að fá umhverfisráðuneytið ef flokkurinn settist í ríkisstjórn - sama hver átti í hlut. VG þarf því nú að standa undir því merki að umhverfisráðuneytið verði lykilráðuneyti en aldrei aftur skiptimynt. Ráðuneytið þarf að fá aukið vald og fleiri málaflokka, meiri mannafla og sterkara umboð til að mæta ekki afgangi, til dæmis þarf að verja sambærilega miklu fé í að undirbúa náttúruverndaráætlun og gert er við rammaáætlun um orkunýtingu sem nú er í undirbúningi. Þá má nefna að Umboðsmaður Alþingis hefur oftar en einu sinni þurft að finna að seinlæti í málsmeðferð á stjórnsýslukærum. Ráðuneytið vann gott starf við að koma Vatnajökulsþjóðgarði á koppinn, starf sem ekki má raskast við ráðherraskipti, en verra er að aðeins tvö af þeim fjórtán svæðum sem til stóð að friðlýsa samkvæmt náttúruverndaráætlun Alþingis 2004-2008 voru friðlýst. Kolbrún getur eflaust ekki miklu rótað á 80 dögum, þótt hún sé dugleg, en vonandi verður hún lengur í ráðuneytinu.
Fjármál Lúðvíks komu í veg fyrir ráðherrastól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2009 | 10:40
Kreppan undir 200 metrum?
Þetta er nokkuð veglegt tap og nú bíð ég spenntur eftir yfirlýsingum frá forstjórum Kaupþings um að þeir hafi verið beittir óréttlæti, því að í hvert skipti sem koma fram upplýsingar um hina ótrúlegu ævintýramennsku sem virðist hafa viðgengist koma slíkar yfirlýsingar.
Það var því nokkuð hressandi þegar ég hitti Guðrúnu í Svartárkoti um daginn og minntist eitthvað á kreppuna við hana - en hún bar sig vel og taldi enga kreppu þarna uppi á brún hálendisins, því að kreppan næði bara 200 metra yfir sjávarmál! Svartárkot verður líka væntanlega eitt af hliðunum inn í Vatnajökulsþjóðgarð og þótt hann hafi enn ekki leitt af sér mikla uppbyggingu á jaðarsvæðunum mun hann leiða gott af sér - en hann mun þó væntanlega ekki fá þúsund milljarða til eins né neins, heldur var gert ráð fyrir að stofnun hans kostaði rúman milljarð.
Afskrifa tæpa þúsund milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2009 | 16:45
Umbætur í námslánum
Vonandi verða menntamálaráðherra og fjármálaráðherra, þau Katrín og Steingrímur, samtaka um endurskoðun úthlutunarreglna LÍN - ég set ekki spurningarmerki í fyrirsögnina vegna þess að ég treysti því að svo verði. Ástæða þess að ég minnist á þetta er nú samt sú að þegar við háskólastúdentar gengum einhvern tíma á fund Ragnars Arnalds sem var menntamálaráðherra í rúmt ár, 1978-1979, og kvörtuðum undan einhverju í sambandi við námslánin, vísaði hann okkur að fjármálaráðherra réði nú meiru um fjármálin en hann! Ekki man ég hver var fjármálaráðherra, en hitt man ég að í febrúar 1980 tók Ragnar við því ráðuneyti og hafði fjármálin með höndum í þrjú ár. Á þeim tíma voru sett ný lög þar sem krafist var aukinnar endurgreiðslu og endurgreiðslutímabilið lengt úr 20 árum í 40 ár þannig að skuldin verður ekki felld niður mun ég borga af námsláninu mínu til 77 ára aldurs. Ég man reyndar ekki hverju Ragnar svaraði þá, held að fyrra svarið hafi verið ofurlítið vanhugsað. En ég segi þessa sögu hér þeim flokksforingjum mínum til aðhalds og þó ekki síður stuðnings.
Ástæður hafa kannski aldrei verið ríkari en í dag að koma til móts við fólk sem hefur haft sæmilegt kaup og stendur nú uppi atvinnulaust, en fær ekki lán samkvæmt núgildandi reglum, skilji ég rétt. Námslánakjörin sem ég bý við frá árunum 1976-1983 og aftur 1987-1991 eru hagstæð; ég borga því meira sem tekjur mínar aukast. Þeir sem tóku lán eftir 1992 þurfa að borga hærra hlutfall. Fyrirkomulagið um að borga eftir tekjum að námi loknu er afar sanngjarnt og kemur að hluta til í staðinn fyrir námsstyrki, kannski sanngjarnara þegar upp er staðið. Hinu má heldur ekki gleyma að aukin háskólamenntun og annað lánshæft nám er líka þjóðarhagur, og það er þjóðarhagur að ungt fólk á öllum aldri geti stundað nám, til dæmis til að standa betur að vígi á vinnumarkaði.
Loks má ekki gleyma manninum sem varð fyrir námsláni; hann fékk góðar einkunnir þótt hann hefði eiginlega ekki búist við því.
Vék stjórn LÍN frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)