Umbćtur í námslánum

Vonandi verđa menntamálaráđherra og fjármálaráđherra, ţau Katrín og Steingrímur, samtaka um endurskođun úthlutunarreglna LÍN - ég set ekki spurningarmerki í fyrirsögnina vegna ţess ađ ég treysti ţví ađ svo verđi. Ástćđa ţess ađ ég minnist á ţetta er nú samt sú ađ ţegar viđ háskólastúdentar gengum einhvern tíma á fund Ragnars Arnalds sem var menntamálaráđherra í rúmt ár, 1978-1979, og kvörtuđum undan einhverju í sambandi viđ námslánin, vísađi hann okkur ađ fjármálaráđherra réđi nú meiru um fjármálin en hann! Ekki man ég hver var fjármálaráđherra, en hitt man ég ađ í febrúar 1980 tók Ragnar viđ ţví ráđuneyti og hafđi fjármálin međ höndum í ţrjú ár. Á ţeim tíma voru sett ný lög ţar sem krafist var aukinnar endurgreiđslu og endurgreiđslutímabiliđ lengt úr 20 árum í 40 ár ţannig ađ skuldin verđur ekki felld niđur mun ég borga af námsláninu mínu til 77 ára aldurs. Ég man reyndar ekki hverju Ragnar svarađi ţá, held ađ fyrra svariđ hafi veriđ ofurlítiđ vanhugsađ. En ég segi ţessa sögu hér ţeim flokksforingjum mínum til ađhalds og ţó ekki síđur stuđnings.

Ástćđur hafa kannski aldrei veriđ ríkari en í dag ađ koma til móts viđ fólk sem hefur haft sćmilegt kaup og stendur nú uppi atvinnulaust, en fćr ekki lán samkvćmt núgildandi reglum, skilji ég rétt. Námslánakjörin sem ég bý viđ frá árunum 1976-1983 og aftur 1987-1991 eru hagstćđ; ég borga ţví meira sem tekjur mínar aukast. Ţeir sem tóku lán eftir 1992 ţurfa ađ borga hćrra hlutfall. Fyrirkomulagiđ um ađ borga eftir tekjum ađ námi loknu er afar sanngjarnt og kemur ađ hluta til í stađinn fyrir námsstyrki, kannski sanngjarnara ţegar upp er stađiđ. Hinu má heldur ekki gleyma ađ aukin háskólamenntun og annađ lánshćft nám er líka ţjóđarhagur, og ţađ er ţjóđarhagur ađ ungt fólk á öllum aldri geti stundađ nám, til dćmis til ađ standa betur ađ vígi á vinnumarkađi.

Loks má ekki gleyma manninum sem varđ fyrir námsláni; hann fékk góđar einkunnir ţótt hann hefđi eiginlega ekki búist viđ ţví.


mbl.is Vék stjórn LÍN frá
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband