Ánægjuleg frétt

Þessi frétt er ánægjuleg bæði fyrir Íslendinga og erlent ferðafólk. Enda þótt ég hafi ekki í stórum stíl náð að njóta þessara veitinga er ég viss um að áhrifanna hefur gætt í eldamennsku kokkanna og það hefur orðið til að ég hef fengið enn þá betri mat á veitingahúsunum. Ég vona líka að hátíðin laði til landsins ferðamenn - ferðamennska til Reykjavíkur er ekki mikið álag á náttúru landsins en samt sem áður vona ég að einhverjir ferðamannanna slæðist út um land og notfæri sér margvíslega þjónustu sem þar er í boði og fer sífellt fram. Sumir ferðamannastaða Íslands eru aldrei fallegri en að vetrarlagi, t.d. Mývatnssveit.
mbl.is Food and Fun haldin í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband