Alveg sjálfsagt - en Birgir upplýsi líka

Mér finnst sjálfsagt að ekki hvíli leynd yfir samskiptum stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og styð því kröfu Birgis Ármannssonar, jafnvel þótt ég gruni hann um græsku og muni ekki eftir því að hann hafi meðan hans eigin flokkur verið við stjórnvölinn verið svona kröfuharður um upplýsingar - um þá græsku að allt snúist þetta um áframhaldandi völd Sjálfstæðisflokksins, meðal annars með setu fv. formanns flokksins í Seðlabankanum. En eins og kom fram í fyrra bloggi og fréttum ætti Birgir líka að upplýsa hvað hann vissi um bréfaskiptin áður en forsætisráðherra hafði séð hinar "tæknilegu" athugasemdir sem reyndust nú mun meinlausari en svo að ástæða væri til að ergja sig yfir þeim. Það er líka forvitnilegt að fylgjast með hvort sjálfstæðismenn gefa nýju ríkisstjórninni þann "vinnufrið" sem fyrri ríkisstjórn sagðist þurfa að hafa"


mbl.is Krefur forsætisráðuneytið um upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Sammála. Það er sorglegt að fylgjast með þessum vitleysingum þarna niðri á Alþingi, þar halda menn sig við sama sönginn. Það er kannski ekkert undarlegt að allt fór sem fór þegar svona mannskapur hefur verið valinn til Alþingis.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 16.2.2009 kl. 11:01

2 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Góðir punktar hjá þér Ingólfur. Við viljum oppna stjórnsýslu og að leynimakkinu linni.

Ólafur Ingólfsson, 16.2.2009 kl. 11:28

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlit og ábendingar, Þór, Ólafur og Tryggvi.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 16.2.2009 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband