Mikil vinna á tveggja ára tímabili með virðisaukaskatti

Ég hef ekki heyrt Ögmund Jónasson einbeita sér að því að koma höggi á Guðlaug Þór Þórðarson - mér sýnast gjörðir Guðlaugs dæma sig þannig sjálfar, bæði tillögur um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi og kaup vinnu af verktökum þess eðlis að hver og einn geti dregið sínar ályktanir þar af. Ögmundur hefur lítið gert annað en láta birta tölur um ótrúlega upphæðir. Einn liðurinn var þjálfun vegna framkomu í fjölmiðlum, hvort það er sami verktaki og varði sig í morgun með því að þetta hefði nú verið mikil vinna á tveggja ára tímabili með virðisaukaskatti. Örugglega á eitthvað af þessari sérfræðiráðgjöf rétt á sér - en það má líka örugglega finna að mörgum þeim ráða sem Guðlaugi voru gefin, ekki endilega bara mest af því að verktakarnir hafi slugsað eða eignast ríkisvasa til að sækja peninga í (sem ég veit ekkert um hvort þeir gerðu eða gerðu ekki) heldur líka af því að hann sótti ráð til að einka(vina)væða meira.


mbl.is Ráðuneytið greiddi 24 milljónir fyrir ráðgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband