Færsluflokkur: Bloggar

Hinsegin karlmennska með ólíkum hætti

Í grein sem byggð er á erindi sem var flutt á Þjóðarspeglinum á föstudaginn er sagt frá rannsókn á mótun karlmennsku hinsegin karlmanna. Meginmarkmið hennar var að draga fram sýn ungra hinsegin karlmanna til karlmennskunnar í þeim tilgangi að svara spurningum um hvaða viðhorf hommar og tvíkynhneigðir karlar hafa til karlmennsku og hvernig laga þeir hana að hinsegin sjálfsmynd sinni og hvort þeir reyni að trufla ríkjandi viðmið eða laga þeir ímynd sína að ríkjandi karlmennskuhugmyndum. Byggt er á viðtalsrannsókn við unga samkynhneigða og tvíkynhneigða karlmenn þar sem sumir höfðu tileinkað sér hinsegin karlmennsku en aðrir hinsegin gagnkynhneigða karlmennsku. Sjá nánar í Þjóðarspeglinum 2013.


Fleiri vindar blása - viðhorf reyndra framhaldsskólakennara

Ágrip greinar okkar Árnýjar Helgu Reynisdóttur sem var birt í Netlu í gær. Hún heitir fullu nafni Fleiri vindar blása. Viðhorf reyndra framhaldsskólakennara til breytinga í skólastarfi 1986–2012.

Lög um framhaldsskóla árið 2008 og útgáfa aðalnámskrár árið 2011 fólu í sér verulega stefnubreytingu frá fyrri viðmiðum um skólastarfið. Höfundar tóku viðtöl við  tólf reynda kennara í fjórum framhaldsskólum til að varpa ljósi á reynslu þeirra af breytingum í starfi sínu frá útgáfu fyrstu samræmdu námskrárinnar fyrir framhaldsskóla árið 1986. Niðurstöður benda til þess að hlutverk kennaranna hafi breyst töluvert, t.d. fylgja því fleiri uppeldis- og kennslufræðilegar áskoranir sem rekja má til  breyttrar samfélagsgerðar og fjölbreyttari nemendahóps. Viðhorf nemendanna hafa breyst, þeim finnst ekki lengur „merkilegt“ að vera í framhaldsskóla, þeir eru lítt  móttækilegir fyrir upplýsingum sem hópur, þeir gera kröfur um athygli sem einstaklingar og eru síður pólitískt meðvitaðir. Viðmælendum okkar kvörtuðu ekki undan breytingunum á nemendahópnum en viðurkenndu að þetta gerði skólastarfið ekki einfaldara. Þeir nefndu að kennsluhættir hefðu breyst, t.d. að verkefnavinna hefði aukist á kostnað prófa. Einnig hefði skrifleg umsýsla aukist, ekki síst  eftir tilkomu upplýsingatækni. Aðalnámskráin frá 1999 var flestum viðmælendum  minnisstæð og ný aðalnámskrá frá 2011 fékk fremur jákvæða dóma, þótt ýmislegt  hafi þótt óljóst um hvernig ætti að útfæra suma þætti hennar í skólastarfinu. Sumir  viðmælenda töldu miklar breytingar fram undan og voru reiðubúnir að takast á við þær en aðrir töldu ekki ástæðu til róttækra breytinga. Sjá greinina: http://netla.hi.is/greinar/2013/ryn/006.pdf


Eru kennarar einhvers nýtir?

Hér er ágrip - á ensku - af kaflanum mínum í bókinni Fagmennska í skólastarfi. Skrifað til heiðurs Trausta Þorsteinssyni  sem barst mér í hendur í dag. Kaflinn nefnist Grunnskólakennarar í aftursætinu og leikskólakennarar í skottinu? Hlutverk og fagmennska kennara í stefnuskjölum ríkis og sveitarfélaga. Í hnotskurn er kennurum ætlað lítið hlutverk í stefnuskjölum Sambands íslenskra sveitarfélaga og afar tilviljunarkennt hlutverk í löggjöf ríkisins, t.d. eru einna gleggstu ákvæðin um framhaldsskólakennara að þeir sjái um námsmat! Ekkert tekið fram um hvort þeir eigi að kenna.

 

The chapter explores the discourse of the Icelandic Association of Municipalities on the role and professionalism of teachers in early childhood and compulsory schools. Selected documents, appearing on the website of the Association, were studied by applying discourse analysis. Discursive themes and legitimating principles were identified. The discourse is characterized by that little is said about the role and professionalism of teachers in general and almost nothing about early childhood education teachers. The documents discuss the role of compulsory school teachers as more or less bound to teaching and assessment, and it does not seem that the documents expect them to have any particular role in school evaluation or wider policy making. While the documents focus on the improvement of teaching so that students would learn more, eaching and learning seem to be viewed as rather straigth-forward and uncomplicated endeavors if the right methods are chosen. The results of the analysis of the documents were matched to models of teachers professionalism that show a movement from a teacher working alone to working cooperatively and even toward interdendency. This comparison shows a high level of expectations to collaboration in the discourse, not only the documents of the municipalities, but in the school legislation as well. Further it was studied if and how teachers are mentioned in the school legislation; the legislation is consistent with the municality documents‘ discourse in prefering to mention „staff“ rather than teachers. Also what is said about teachers in the legislation seems to be rather coincidental.

 


Hvernig birtist heterosexismi í íslenskum framhaldsskólum?

Í dag birtist þessi grein okkar Jóns Ingvars Kjarans í Journal of LGBT Youth; hún er ein af doktorsgreinunum hans. Ágripið hljóðar svo:

"How does institutionalized heterosexism manifest itself in Icelandic
upper secondary schools and how do lesbian, gay, bisexual, and
transgender (LGBT) students respond to these manifestations? In
addressing these questions, interviews were conducted with six current
and former LGBT upper secondary school students, using queer
theory and thematic analysis. It is argued that institutionalized heterosexism
prevails in the structure and culture of the schools under
investigation, although to varying degrees. LGBT youth experienced
institutionalized heterosexism daily in their dealings with faculty
and fellow students. The LGBT students who were interviewed responded
to the oppressive nature of institutionalized heterosexism
in various ways. Some tried to resist the system actively while others
did so more subtly. In general, their stories can be interpreted as
having destabilizing effects on the heterosexual system."

http://www.tandfonline.com/doi/full/10.1080/19361653.2013.824373#.UkX2XGxoHKU


Children's Outdoor Environment in Icelandic Educational Policy

Út er komin greinin Children's Outdoor Environment in Icelandic Educational Policy eftir okkur Kristínu Norðdahl. Hún er aðalhöfundur greinarinnar sem er rituð sem liður í doktorsnámi hennar. Ágrip er svohljóðandi: The aim of this study is to investigate what characterizes the discourse on the role of the outdoor environment in young children's learning in educational policy documents in Iceland. Policy documents, laws and regulations, national curriculum guides for pre- and compulsory school levels, and documents from municipalities were analyzed. A six-step approach to discourse analysis was utilized. The main findings are that the outdoor environment is not highlighted in these documents, but is rather seen as a benefit to children's learning, health, and play and the fostering of children's positive environmental attitudes. Two types of contradictions were found: Silence about the outdoors versus emphasis on it, and discussion on risk versus learning opportunities.

Greinin er birt í tímaritinu Scandinavian Journal of Educational Research. Hana má nálgast á vef tímaritsins en eins og er eingöngu gegn gjaldi nema höfundum sé sendur tölvupóstur og beðið um eintak.


Birtingarmyndir kvenna í íslenskum fjölmiðlum

Bandalag kvenna í Reykjavík í samstarfi við Stjórnmálafræðideild HÍ og námsbraut í blaða- og fréttamennsku auglýsir styrk til ritunar meistararitgerðar um birtingarmyndir kvenna í íslenskum fjölmiðlum. Miðað er við lokaverkefni í meistaranámi, að lágmarki 30 ECTS einingar. Verkefnið þarf að hefjast sem fyrst og er miðað við að því ljúki ekki síðar en vorið 2014. Verkefnið hentar meistaranema í kynjafræði, stjórnmála- og stjórnsýslufræðum, blaða- og fréttamennsku eða almennum félagsvísindum og skal beita kynjafræðilegu sjónarhorni á verkefnið. Markmið verkefnisins er að m.a. að kanna kynjahlutföll í fjölmiðlum og að hvaða marki mismunandi birtingarmyndir búi að baki mismunandi sýnileika kynjanna. Gert er ráð fyrir að rannsóknin verði gagnagreining, spurningakönnun og/eða viðtalsrannsókn.

Styrkurinn verður veittur nema sem sækir um í samráði við leiðbeinanda sinn. Umsókn skal vera á bilinu 200–500 orð þar sem fram kemur nánar hvernig umsækjandi telur rétt að standa að rannsókninni og hvaða öðrum spurningum sé mikilvægt að svara. Leiðbeinandi getur ekki sótt um fyrir ótiltekinn nemenda.

Styrkurinn er að upphæð kr. 300.000 og verður hann greiddur út í tvennu lagi, 150.000 þegar þriðjungi vinnunnar er lokið að mati leiðbeinanda og 150.000 þegar verkefni er lokið. Styrkveitendur fá kynningu á niðurstöðum auk eintaks af rannsókninni.

Umsóknarfrestur er til og með 15. september 2013.

Umsókn og ferilskrá, ásamt staðfestingu leiðbeinanda, skal senda á skrifstofu Stjórnmálafræðideildar HÍ í Gimli við Sturlugötu, 101 Reykjavík eða á elva[at]hi.is

Innræti kennara

Mennta- og menningarmálaráðherra telur að menntunarstig hafi ekkert með meint harðræði að gera á Leikskólanum 101 heldur INNRÆTI. Og nefndi möguleika á skertum réttindum að loknum hluta námsins til leikskólakennaraprófs. Veit ráðherra hvernig námið er byggt upp - og hvað er í því? Heldur hann að í þessu námi læri fólk ekkert um "innræti", eða læri kannski bara ekki neitt. "Innræti" er samgróið fagmennsku og faglegum vinnubrögðum kennara.


Skóli á nýrri öld - málþing til heiðurs Gerði

Málþing til heiðurs Gerði G. Óskarsdóttur sjötugri verður haldið föstudaginn 6. september 2013, kl. 15.30 – 17.00 í Bratta, fyrirlestrasal Menntavísindaviðs, við Háteigsveg í Reykjavík.
 
Gerður hefur verið leiðandi á svið skólamála hér á landi í marga áratugi og komið við á öllum skólastigum frá leikskóla og upp í háskóla. Horft verður til framtíðar á nokkrum af þeim sviðum þar sem Gerður hefur látið til sín taka.
Dagskrá:
  • Setning: Ragnar Þorsteinsson, sviðstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar
  • Framtíð íslenska menntakerfisins. Hvert er ferðinni heitið? Jón Torfi Jónasson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
  • „Fordómalaus og vönduð persónuleg ráðgjöf við einstaklinga getur skipt sköpum.“ Af brautryðjanda í náms- og starfsráðgjöf og fræðslu. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor við Félagsvísindavið Háskóla Íslands
  • „What a wonderful world.“ Hilmar Hilmarsson, skólastjóri Réttarholtsskóla
  • Að breyta hinu óbreytanlega. Undirbúningur og hönnun Ingunnarskóla í Grafarvogi. Anna Kristín Sigurðardóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
  • Baksýnisspegillinn - dagskrárlok
Að loknu málþingu samfögnum Gerði á þessum tímamótum yfir léttum veitingum
 
Þátttökugjald, kr. 1000.- Vinsamlegast skráð ykkur hér Gjaldið má greiða með því að leggja inn á þennan reikning: 0137-26-476. Sem skýringu á greiðslu er skráð: 1470-147368. 
Ráðstefnan er haldin af: Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs; Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar 

Hvað heitir afkvæmi langreyðar og steypireiðar á latínu?

Ég heyrði tvær undurfurðulegar hvalafréttir í dag, aðra um hval"afurðir" sem voru sendar í gámi áleiðis til Japans, en urðu að bitbeini skipafélaga í Hollandi og Þýskalandi því að þær voru ýmist merktar sem frosinn fiskur (vissulega er hvalur sjávardýr, en ekki er hann fiskur) eða nafni langreyðar á latínu, en Kristján Loftsson hjá Hval hf notar eflaust það mál í samskiptum við Japani en skilst illa annars staðar í Evrópu, þótt einhver uppgötvaði þetta þó; hin var um að það væri kannski hugsanlega mögulega afkvæmi langreyðar og steypireyðar í sjónum fyrir norðan og það ætti að skjóta í einhverju til að ná húðsýni til að rannsaka málið. En þrátt fyrir þetta hef ég ekki fengið að vita hvað langreyður er á latínu, og ekki heldur hvað afkvæmi langreyðar og steypireyðar heitir á latínu, en giskar á það heiti frosinn fiskur.


"Nýja" Framsókn og Íbúðalánasjóður

Formaður "nýju" Framsóknar ver gjörðir gömlu Framsóknar og Íbúðalánasjóðs. Hér hefði verið kjörið tækifæri að standa með skýrslunni í uppgjörinu við hrunið. En það er auðvitað engin ný Framsókn þrátt fyrir útskipti í þingmannahópnum og stóran þingmannahóp.

Ég hef nú fá tækifæri haft til að kynna mér skýrsluna sjálfa en að sögn þeirra sem hafa kynnt sér hana snýst hún ekki bara um Íbúðalánasjóð heldur húsnæðiskerfið í heild þar sem 90%-stefna og lán bankanna og síðast en ekki síst lán ÍLS á endurgreiddum lánum til bankanna urðu að stórri hringavitleysu. "Nýja" Framsókn sér lítið athugavert við þetta og formaður flokksins varði Íbúðalánasjóð í útvarpinu í kvöld og agnúaðist út í skýrsluna. Skýrslan er alveg örugglega ekki hafin yfir gagnrýni - en það sem ég hef heyrt úr henni er hún mikilsverð lexía EF við viljum í raun og veru gera upp hrunið og þá atburði sem leiddu til þess.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband