Færsluflokkur: Bloggar
2.7.2013 | 16:16
Sólskin og sumarfrí
Og þá skín sólin í frekar köldu veðri. - Sumarfrí að skella á - og í tilefni af því kom ég við í Fiskbúðinni við Gnoðarvog og fékk þar dýrindis plokkfisk, en fiskbúðin hefur lítinn og snyrtilegan matsal. Meðlæti með plokkfiskinum var þykkskornar rúgbrauðssneiðar - með smjöri - og lítil hrúga af tómat- og fetaostsalati, skemmtileg samsetning. Svo sá ég fisk dagsins á næsta borði: Löngu sem leit ekki síður girnilega út.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Abstract of an article, entitled Excellence, Innovation and Academic Freedom in University Policy in Iceland, published today in Icelandic Review of Politics and Administration
This article analyzes three reports on higher education, research and innovation policy in Iceland by using a Foucauldian discourse analysis approach. The reports were released in 2009 and 2012, emphasizing the simplification of the research and innovation system in Iceland. While on the surface the reports include practical recommendations, the study reveals a strong moral stance in the reports which express concerns that too many universities and two small institutions spread efforts too widely. Suggestions to reorganize the system tend to be presented by simply stating that it is important to do so, but sometimes such assertions are also interwoven with arguments for larger and more powerful universities and research institutions. There is a focus in the reports on innovation and the creation of economic value. Research, science, and innovation are firmly combined with the goal of economic growth. There is the undertone that it is relatively easy to define what is good research or even quality research; and the chief criterion seems to be that good research is research that is useful for business and industry. Academic freedom, on the other hand, is rarely discussed in the reports.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2013 | 20:17
Orðsending frá tímaritinu Uppeldi og menntun
Tímaritið Uppeldi og menntun auglýsir eftir fræðilegum greinum, ítarritdómum og ritdómum. Auglýst er eftir greinum í bæði hefti ársins 2014. Undirstrikað er að handrit má senda inn hvenær sem er ársins og hvetur ritnefndin höfunda til að miða ekki sérstaklega við skilafresti við innsendingu efnis. Handrit sem berast fyrir 1. september hafa þó forgang um birtingu í fyrra hefti ársins 2014 ef þau standast kröfur tímaritsins í tæka tíð.
Ritstjórar og ráðgefandi ritnefnd tímaritsins vinna stöðugt að því að endurbæta og efla ritrýningarferli tímaritsins í því skyni að halda gæðum tímaritsins og auka þau. Unnið er að því til verði frá og með næsta ári stærri ráðgefandi ritnefnd eða alþjóðlegur ráðgjafahópur. Þá er sú nýlunda tekin upp nú að tekið verður við handritum að rannsóknargreinum á ensku. Ritstjórar áskilja sér heimild til að hafna fyrir fram handritum sem hvorki fjalla um íslenskt rannsóknarviðfangsefni né eru ritaðar af höfundum búsettum á Íslandi.
Tímaritið er nú birt í svokölluðum EBSCO-host átta mánuðum eftir birtingu hvers tímarits, auk þess sem það verður áfram birt á vefnum timarit.is ári eftir útgáfu. Á næstunni verður tímaritið sett í pdf-formi í Skemmuna, eldri hefti frá 2005 til 2009 og stakar greinar frá og með 2010, einnig með birtingartöf. Loks má geta þess að á næstunni verður sótt um að tímaritið verði skráð í ISI-gagnagrunninn.
Greinum skal skila til ritstjóranna Guðrúnar V. Stefánsdóttur og Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar, sjá leiðbeiningar á vef tímaritsins. Mikilvægt er að fara nákvæmlega eftir leiðbeiningum um form og frágang í einu og öllu: http://vefsetur.hi.is/uppeldi_og_menntun/
Einnig óskar ritnefnd tímaritsins eftir ritdómum um íslenskar sem erlendar fræðibækur á fjölbreyttu fræðasviði menntavísinda, svo og um námsefni. Höfundar sem vilja ritdæma bók fyrir tímaritið eru beðnir um að hafa samband við ritstjóra til að tryggja að ekki sé búið að sammælast við einhvern annan um að ritdæma sömu bók.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2013 | 15:19
Uppeldi og menntun - vorheftið komið út
Eldri hefti frá upphafi eru nú vistuð á vefnum Tímarit.is. Hvert hefti er birt þar með eins árs birtingartöf.
Hægt er að panta áskrift og einstök tölublöð hjá SRR í síma 525 5980 eða á netfangið mvs-simennt@hi.is. Nýjum áskrifendum gefst kostur á að kaupa eldri rit á afsláttarverði. Uppeldi og menntun er einnig fáanlegt í Bóksölu kennaranema, Stakkahlíð, Bóksölu stúdenta, Hringbraut og í öllum stærri bókaverslunum.
Efnisyfirlit tímaritsins má finna á: http://vefsetur.hi.is/uppeldi_og_menntun/efnisyfirlit.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2013 | 15:16
Aukin byrði fyrir kennara eða hluti af starfinu?
Birt hefur verið greinin Additional workload or a part of the job? Icelandic teachers' discourse on inclusive education í tímaritinu International Journal of Inclusive Education http://dx.doi.org/10.1080/13603116.2013.802027. Höfundar: Hermína Gunnþórsdóttir & Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (2013):
Ágrip hennar: The aim of this article is to examine the discourse of Icelandic compulsory school teachers on inclusive education. From 1974 and onwards, the education policy in Iceland has been towards inclusion, and Iceland is considered to be an example of a highly inclusive education system with few segregated resources for students with special educational needs. In particular, the article focuses on what characterises and legitimises teachers' discourse on inclusive education, the contradictions in the discourse and how teachers have involved themselves in the process. We use the approach of historical discourse analysis to analyse the discourse as it appears in interviews with teachers and media articles on education as well as in key documents issued by the Parliament. The article provides an insight into the complexities of this topic and draws attention to underlying issues relevant to inclusive education.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2013 | 19:02
Ástralskir lærdómar af sjálfbærnimenntun í framhaldsskóla
Bill Thomas, þróunarstjóri framhaldsskóla: Lærdómar af sjálfbærnimenntun í Bentley-framhaldskólanum í Melbourne
Tími: 15. maí 2013 kl. kl. 1516:30
Staður: Háskóli Íslands húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð stofa K208. Málstofan er á vegum Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs. Kynning verður flutt á ensku en fyrirspurnir frá áheyrendum verða túlkaðar ef óskað er eftir.
Kynnt verður sólar- og vindorkuframleiðsla Bentley-skólans, þróun endurheimtar á votlendi og skógi í þéttbýli á skólalóðinni, setur frumbyggjamenningar og vatnssparnaðarkerfi sem leiddi til 91% minni vatnsnotkunar.
Bill Thomas er á ferðalagi um Norðurlöndin til að kynna sér sjálfbærnimenntun. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningu fyrir störf sín að sjálfbærnimenntun.
Information in English:
Seminar with Bill Thomas, Head of Sustainable Practices: Sustainability Education at Bentleigh Secondary College in Melbourne, Australia: Lessons to learn University of Iceland School of Education Stakkahlíð Stofa K208 - May 15 at 15:00-16:30
Among projects that will be presented are Solar and Wind installations, the development of a constructed Wetland and Urban Forest within the college grounds, the newly completed Meditation and Indigenous Cultural Centre, and water saving initiatives resulting in a 91%reduction in use. Bill Thomas has been a member of the teaching staff at Bentleigh Secondary College since 1985, and now the Head of Sustainable practices at the school. His work has been recognized in the 2011 Queens Birthday Honours List where he was awarded the Public Service Medal for outstanding public service and exceptional contribution as a leader in sustainability education. In 2011 he was awarded the Prime Ministers Environmentalist of the Year and received the 2012 United Nations of Australia World Environment Day Individual Award for Outstanding Service to the Environment. He currently in Iceland on a Winston Churchill Fellowship and will travel to Finland, Norway, Denmark, Sweden and Ireland.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2013 | 18:51
Rannsóknir á framhaldsskólastarfi í Svíþjóð
Gautaborgarháskóli auglýsir tvö störf doktorsnema:
Vi utlyser två doktorandtjänster vid Institutionen för pedagogik och specialpedagogik, Göteborgs universitet. Tjänsterna är knutna till projektet Utbildningsreformer för gymnasieskolan under två årtionden: Konsekvenser för fördelning av resurser, rekrytering och utbildningsresultat,finansierat av Vetenskapsrådet. Professor Monica Rosén är projektledare. Senaste ansökningsdag är 20 maj.
http://www.gu.se/omuniversitetet/aktuellt/ledigaanstallningar/?id=19144&Dnr=542286&Type=S
Projektets två överordnade syften är att undersöka reformernas effekter på kunskaper och färdigheter, och att undersöka konsekvenser av det fria skolvalet på rekryteringen till olika utbildningar. Det empiriska arbetet innebär analyser av data från storskaliga undersökningar och statistiska databaser, varför ett uttalat intresse för att tillägna sig fördjupade kunskaper i kvantitativa forskningsmetoder är nödvändigt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2013 | 19:18
Lífsfylling
Út er komin bókin Lífsfylling - nám á fullorðinsárum eftir samstarfskonu mína Kristínu Aðalsteinsdóttur prófessor við Háskólann á Akureyri. Í bókinni segja konur og karlar, sem lokið hafa meistaranámi í menntunarfræði í háskólum, hér á landi eða erlendis, frá reynslu sinni af náminu; áhugahvötinni, kennslunni og leiðsögninni sem þau fengu, hvernig þeim leið á meðan á náminu stóð og hvaða ávinning þau höfðu af náminu.
Í bókarkynningu segir Kristín: "Vitað er að auðlind hins fullorðna manns er lífsreynslan, hún er það afl sem knýr fólk til að takast á við ný og ögrandi viðfangsefni. Í bókinni er gerð grein fyrir því hvað nám felur í sér, rakin söguleg þróun náms á fullorðinsárum og fjallað um kenningar fræðimanna um námsleiðir sem henta fullorðnu fólki fremur en yngra fólki eða börnum. Gerð er grein fyrir hlutverki kennara, kennslu og námskenningum sem geta verið lykill að farsælu námi og fjallað um áhugahvötina og tilfinningar sem geta ráðið því hve mikið úthald og örvun fólk hefur til að láta hugmyndir sínar eða verk verða að veruleika."
Ég er búinn að skoða þessa bók og líst afar vel á hana. Það er óhætt að veita þessari bók sem kostar 4500 kr. hjá höfundi (kada@unak.is eða sími 866 5915 ) athygli. En auk þess fæst hún í bókabúðum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2013 | 10:56
Hugleiðing um stjórnarfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs
· Hvernig finnst þér hafa tekist með stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs?
· Myndir þú vilja leggja til breytingar á núverandi fyrirkomulagi stjórnunar Vatnajökulsþjóðgarðs? Ef svo er, hverjar ættu þær að vera og af hverju?
· Aðrar ábendingar til starfshópsins varðandi stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs?
Nú fell ég um þessar mundir almenning út frá þessari beiðni en frá 2005 til 2011 þegar garðurinn var undirbúinn og fyrstu fjögur ár eftir skipan svæðisráða og stjórnar sat ég fyrst í undirbúningsnefnd og síðar í svæðisráði og loks í tæpt ár í stjórn (20102011). Þannig að ég hef talsverða sýn yfir þetta starf nema síðustu tvö árin. Ég hefði næstum örugglega sóst eftir að sitja lengur í svæðisráði ef ég hefði ekki flutt til Reykjavíkur; þvílík ánægja fólst í þessu starfi og því að kynnast fólki og aðstæðum kringum jökulinn.
Ég tel að það hafi náðst mikill árangur með stofnun þjóðgarðsins, þrátt fyrir gagnrýni þeirra sem stunda vélvædda útivist og er svo sem ekki enn séð fyrir endann á. Ég tel að þessi árangur hafi náðst meðal annars með því að virkja yfir 30 manns í stjórnkerfi sex í hverju svæðisráði, það er 24, auk átta manns sem eru skipaðir í aðalstjórn og varastjórn af ráðherra eða umhverfis- og útivistarsamtökum. Þetta tryggir óvenjulega, lýðræðislega aðkomu mjög margra sem ekki væri hægt að tryggja ef þjóðgarðurinn yrði felldur undir aðra stofnun. Þetta er ekki hægt að tryggja með sama hætti með ráðgjafaráðum, því að í núverandi kerfi er það t.d. svæðisráð sem velur þjóðgarðsverðina ef slíkt starf losnar. Þannig fær heimafólkið áhrif og er í stöðugri samvinnu við fagfólkið sem er ráðið.
Í upphafi var ég ekki viss um hvort sú tillaga, sem ég þó stóð að, að fulltrúar sveitarfélaganna í kringum jökulinn, hefðu meirihluta í stjórn væri sú réttasta, það er fjórir af sjö. En í starfi mínu í svæðisráði og í stjórn sannfærðist ég um að það hefði a.m.k. ekki verið röng ákvörðun. Í svæðisráðum sitja þrír fulltrúar sveitarfélaga og þrír fulltrúar félagasamtaka með ólíka hagsmuni og áhugamál. Í stjórn sitja formenn svæðisráðanna fjögurra, sem eru fulltrúar sveitarfélaga, ásamt tveimur fulltrúum ráðherra og tveimur fulltrúum félagasamtaka, þar af er annar þeirra áheyrnarfulltrúi.
Margir samherjar mínir í náttúruverndarhreyfingunni tala fyrir því að Vatnajökulsþjóðgarður verði látinn falla undir nýja og óstofnaða Þjóðgarðastofnun og nota meðal annars sem röksemd að þjóðgarðarnir þrír séu með þrenns konar ólíkt stjórnarfyrirkomulag. Ég get verið sammála því að það sé skrítið, ekki síst stjórnarfyrirkomulag Þingvalla. En Þingvellir eru ekki til umræðu í þessari hugleiðingu minni heldur árangurinn af stjórnarfyrirkomulagi Vatnajökulsþjóðgarðs. Og hann tel ég góðan og að það megi ekki hrófla við því út frá einhvers konar heildarkerfishugsun. Verði stofnaðir fleiri þjóðgarðar á hálendinu má endurskoða þetta stjórnarfyrirkomulag síðar; ég bara trúi ekki því að það liggi á því áður en það er til nokkur annar þjóðgarður af viðlíka stærð.
Svarið við fyrstu spurningunni, Hvernig finnst þér hafa tekist með stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs?, er: Í engu tilviki í minni tíð í þessu stjórnkerfi veit ég til þess að neinn fulltrúi sveitarfélags hafi tekið afstöðu á móti náttúruvernd. Allir voru í þeim gír að ná sem lengst með þjóðgarðinn, byggja hann sem best upp, meðal annars með ráðningu fagfólks, og að ná sáttum um stór mál og smá. Með þessu fyrirkomulagi tóku sveitarfélögin talsverða ábyrgð á þjóðgarðinum sem hefur skipt mjög miklu máli. Sjálfsagt mismikla og hugsanlega ekki alltaf gert rétt, þótt mér takist reyndar ekki að rifja upp neina alvarlega ranga ákvörðun svona í fljótheitum. En það sem mestu skiptir er að stofnun á borð við Umhverfisstofnun var ekki milliliður milli ráðuneytis og stjórnar þannig að heimafólk á svæðunum fékk að hafa áhrif. Hér ræður líka miklu að Umhverfisstofnun hefur ekki heldur tiltrú margra okkar sem eru í náttúruverndarhreyfingunni. Og það má ekki hætta árangrinum með því að búa til nýja stofnun sem kannski hefði enga tiltrú.
Svo er spurt Myndir þú vilja leggja til breytingar á núverandi fyrirkomulagi stjórnunar Vatnajökulsþjóðgarðs? Ef svo er, hverjar ættu þær að vera og af hverju? Ég legg til að gerðar verði minni háttar breytingar sem gætu styrkt núverandi stjórnarfyrirkomulag:
· Að það verði skoðað hvort það komi til greina að það verði starfsstöð í Rangárvallasýslu, sambærileg við Mývatnssveit og Höfn, það er starfsstöð númer tvö á sama svæði, starfsstöð með sérfræðingum en ekki þjóðgarðsverði.
· Að ráðherra skipi aðeins formann en ekki varaformann án tilnefningar og að fulltrúi útivistarfélaga fái þannig atkvæðisrétt í sjö manna stjórn. Ráðherra gæti valið varaformann stjórnar úr hópi fulltrúa sveitarfélaga eða ætlað sveitarfélögunum að velja hann. Eða varaformannssætið róteri á milli svæða. Róttækara væri að sveitarfélögin veldu fulltrúa til að vera formaður og ráðherra skipaði aðeins einn fulltrúa án tilnefningar.
· Að það verði tryggt að framkvæmdastjóri sem stjórn er heimilt að ráða hafi aðsetur á einni af lögbundnum starfsstöðvum þjóðgarðsins. Það er aldeilis óþarft að það sé sérstök starfsstöð í Reykjavík og var raunar langtímafrekasta verkefni í stjórninni þann vetur sem ég sat þar að ræða flækjustigið sem af því hlaust. Það er samt mikilvægt og lýðræðislegt að enginn einn staður verði gerður að formlegum höfuðstöðvum þjóðgarðsins. Ef framkvæmdastjóri stjórnar verður staðsettur á einhverri starfsstöð gæti það vissulega orðið lögheimili á meðan svo er.
Þessi hugleiðing verður send starfshópnum sem skipaður er Jóni Geir Péturssyni, formanni, umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Daða Má Kristóferssyni, dósent við Háskóla Íslands, og Gunnþórunni Ingólfsdóttur, sveitarstjóra Fljótsdalshrepps, tilnefndri af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Reykjavík, 8. mars 2013
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2013 | 11:54
Unga fólkið og klámmenningin: kynfrelsi eða kynfjötrar?
Unga fólkið og klámmenningin: kynfrelsi eða kynfjötrar?
Hvernig birtast kynin okkur í samfélaginu? Jafnrétti kynjanna er ofarlega í opinberri umræðu og undanfarið hefur verið rætt um birtingarmyndir kynjanna í samfélaginu, t.d. í félagslífi framhaldsskólanna. Félagsfræðingafélag Íslands og MARK standa fyrir málþingi þann 28. febrúar að Grand Hótel í Reykjavík. Á málþinginu verða þrjú innlegg fræðimanna og pallborðsumræður í lokin.
Þorbjörn Broddason prófessor mun opna málþingið og fjalla um áhrif umhverfisins í félagsmótun ungmenna.Gyða Margrét Pétursdóttir kynjafræðingur mun vera með erindi um karlmennsku og kvenleika.
Bára Jóhannesdóttir félagsfræðingur mun fjalla um birtingarmyndirnar kynjanna, meðal annars í fjölmiðlum.
Að loknum erindunum verður boðið upp á pallborðsumræður þar sem koma að einstaklingar frá ýmsum sviðum menntakerfisins. Með málþinginu vill Félagsfræðingafélag Íslands og MARK stuðla að samtali milli skólastjórnenda, fræðimanna og foreldra um ábyrgð samfélagsins og fjalla um hvernig samskipti kynjanna geti verið þannig að virðing sé borin fyrir öllum einstaklingum. Þar gefst skólastjórnendum og foreldrum tækifæri til að ræða hvort og hvernig best er að taka á málunum. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.
Almennt þátttökugjald er 3.000 kr. en 2.000 kr. fyrir félagsmenn í Félagsfræðingafélagi Íslands. Innifalið er morgunverðarhlaðborð.
Mikilvægt að skrá sig til að tryggja nægjanlegan sætafjölda.Skráning fer fram hér:
https://docs.google.com/spreadsheet/viewform?fromEmail=true&formkey=dEJDeWhwTWtSUnpEV2hBd0FLb0xUZ2c6
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)