Færsluflokkur: Bloggar
27.1.2013 | 23:44
Framhaldsskólarannsóknir - fyrirlestraröð í febrúar
Námsbraut um kennslu í framhaldskólum og Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs boða til funda (málstofa) um rannsóknir á framhaldsskólastarfi. Málstofurnar, sem verða fjórar talsins, verða haldnar í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð í stofu K206 kl. 16:2017:05 á miðvikudögum í febrúar 2013.
6. febrúar 2013: Guðrún Ragnarsdóttir, framhaldsskólakennari og doktorsnemi í rannsóknarstöðu á Menntavísindasviði við Háskóla Íslands: Rannsóknir og umbótastarf á framhaldsskólastigi í upphafi 21. aldarinnar.
Lýsing: Leitast verður við að varpa ljósi á umfang og eðli rannsókna og umbótastarfs á framhaldsskólastigi á tíu ára tímabili frá árunum 20032012. Allyson Macdonald og Ingibjörg Kaldalóns gerðu úttekt á formlegri og óformlegri menntun í umfangsmikilli skýrslu árið 2005. Að þessu sinni er framhaldsskólastigið sérstaklega tekið fyrir. Bent verður á það sem vel hefur verið gert en einnig verður sýnt fram á umbóta- og rannsóknagap og samstarfsþörf á milli hópa og sviða á skólastiginu um umbætur og rannsóknir. Markmiðið er að hvetja til gagnvirkra, samstilltra, samræðna á milli framhaldsskólastigsins, vísindasamfélagsins og stefnumótandi aðila til umbóta og frekari framþróunar.
13. febrúar 2013: Árný Helga Reynisdóttir, framhaldsskólakennari og meistaranemi í Kennaradeild Háskóla Íslands: Er komið að þáttaskilum í framhaldsskólum?
Lýsing: Um þessar mundir fer fram mikil vinna í framhaldsskólum landsins við endurskoðun á skólastarfi í samræmi við framhaldsskólalög frá 2008 og aðalnámskrá frá 2011. Í stað ítarlegra markmiða fyrir hverja námsgrein og námsbraut eru nú sett fá almenn markmið fyrir allt skólastarf. Frelsið, sem í þessu felst, býður upp á gott tækifæri fyrir skóla að móta námið á nútímalegan hátt og er traust sett á fagmennsku kennara til að finna leiðir til að framfylgja metnaðarfullum markmiðunum. En svigrúmið gefur líka möguleika á að breyta engu, ef svo ber undir. Viðhorf kennara eru lykilatriði. Erindið er byggt á nýrri meistararitgerð höfundar um viðhorf reyndra framhaldsskólakennara til breytinga og samræmdra námskráa.
20. febrúar 2013: Gestur Guðmundsson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Staða starfsmenntunar og horfur á næstu árum
Lýsing: Starfsmenntun hefur lengi átt undir högg að sækja í íslenskum framhaldsskólum og nemendum fremur fækkað en fjölgað á meðan gífurlegur vöxtur hefur verið í almennu menntaskólanámi. Á allra síðustu árum hefur þó á nýjan leik orðið nokkur vöxtur, einkum með aukinni þátttöku fullorðinna nemenda sem margir hafa fyrst farið í gegnum raunfærnimat. Ríkisstjórn og aðilar vinnumarkaðarins settu árið 2010 fram það stefnumið að stórauka starfsnám á framhaldsskólastigi og spurningin er hversu raunhæft þetta stefnumið er. Erindið byggir á nýlegri vinnu höfundar við að skrifa yfirlit um stöðu starfsmenntunar á Íslandi og á þátttöku hans í starfshópi ríkisstjórnarinnar um menntun og atvinnusköpun.
27. febrúar 2013: Magnús Þorkelsson, aðstoðarskólameistari við Flensborgarskóla og doktorsnemi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands: Enn ein skýrslan sömu tillögurnar?
Lýsing: Þann 13. nóvember sl. kom út skýrslan Allir stundi nám og vinnu við sitt hæfi. Tillögur um samþættingu menntunar og atvinnu. Skýrslan var samin af nefnd sem skipuð var af stjórnvöldum og í henni má finna fjölda tillagna sem sagðar eru til þess fallnar að bæta skólastarf og draga úr brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum. Skýrslan fékk blendnar viðtökur og ekki mikla umræðu. En hversu nýjar eru tillögur skýrslunnar? Og ef þær eru ekki nýjar, hvers vegna hafa sambærilegar tillögur ekki löngu fengið brautargengi? Í erindinu verður litið stuttlega á eldri skýrslur og þá rauðu þræði sem milli þeirra liggja, skoðað hvaða örlög sumar þeirra fengu, varpað fram hugmyndum um hvort verið sé að spyrja réttu spurninganna, hvort verið sé að ofmeta brotthvarfið eða vanmeta skólana? Eða öfugt...
Veturinn 20112012 voru fluttir fyrirlestrar í sömu röð af málstofum. Upptökur frá nokkrum þeirra eru nú aðgengilegar á slóðinni: http://www.hi.is/menntavisindasvid/upptokur_fra_radstefnum_og_fyrirlestrum Þar verða jafnframt birtar upptökur af völdum fyrirlestrum úr þessari málstofuröð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2013 | 13:01
Kúrdískir og norskir foreldrar
Samanburðarrannsókn á viðhorfum og þátttöku foreldra í skólagöngu barna sinna i alþjóðlegu, fjölmenningarlegu samhengi
31. janúar kl. 16-17 heldur Dr. Ingibjörg K. Jónsdóttir erindi í stofu K-204 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við StakkahlíðErindið fjallar um rannsókn höfundar sem fólst í samanburði á þremur hópum foreldra: kúrdískra foreldra í Kúrdistan i norðurhluta Íraks, norskra foreldra sem eru fæddir og uppaldir i Noregi og kurdískra foreldra sem hafa flutt til Noregs og sest þar að. Meginumfjöllunarefnið er hvað gerist í fjölmenningarlegu evrópsku samfélagi eins og Noregi og í skólakerfinu þegar fólk flytur þangað frá fjarlægari menningarheimum.
Ingibjörg K. Jónsdóttir hefur lokið B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands, meistaraprófi í sérkennslufræðum frá New Jersey City University og doktorsprófi í menntunarfræðum frá St Johns University í New York. Hún hefur meðal annars starfað sem grunnskólakennari í Íslandi og Noregi og starfar nú sjálfstætt sem ráðgjafi að menntamálum.
Erindið er haldið á vegum Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs og Rannsóknarstofu í fjölmenningarfræðum og eru allir velkomnir.
Vefslóðir rannsóknarstofanna eru:
http://stofnanir.hi.is/fjolmenning/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2013 | 12:37
Er rétt að fagna Rammaáætlun?
Ég fagna því að Jökulsá á Fjöllum, Norðlingaölduveita, hluti Hengilssvæðisins, Geysir, Kerlingarfjöll og Gjástykki skuli hafa verið sett í verndarflokk í svokallaðri rammaáætlun ásamt fáeinum öðrum svæðum. Ég fagna að líka að Jökulsárnar í Skagafirði, Skjálfandafljót, neðri hluti Þjórsár, Hólmsá og fleiri svæði skuli ekki hafa verið sett í nýtingarflokk þá er hægt að berjast fyrir því að ekki verði virkjað á öllum þessum stöðum eins og virkjunaröflin vilja.
Ég harma mjög mikið að Bjarnarflag og Þeistareykir í Þingeyjarsýslu og hversu mörg svæði á Reykjanesskaga eru komin í nýtingarflokk fullkomið veiðileyfi á þau svæði.
En svarið við því hvort beri að fagna henni er samt ekki mjög skýrt - það fer dálítið eftir hvort það tekst að verja svæðin sem fóru í biðflokk.
Hér er áætlunin: http://www.althingi.is/altext/141/s/0892.html
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2012 | 14:21
Nöfn stjórnmálaflokka ógagnsæ
Nöfn stjórnmálaflokka eru nú ekki öll gagnsæ, t.d. er Sjálfstæðisflokkurinn ekkert ótrúlega gagnsætt, enda oft kallaður Íhaldið eftir öðrum af tveimur flokkum sem gengu þar inn 1929. Og ekki er Samfylkingin sérlega gagnsætt heiti.
Nokkur ný met hafa þó verið slegin núna í einu: Dögun, Björt framtíð og Samstaða. Segja ekkert um stefnu eða starfshætti flokkanna - ekki einu sinni að þetta séu stjórnmálaflokkar, gætu jafnvel verið tölvufyrirtæki. Og eftir atvikum gersamlega villandi eins og flokkurinn sem hefði getað heitið Samstöðuleysi. Ógagnsæið hefur þó ekki komið í veg fyrir að íhald og kratar yrðu kosnir. Framsókn var einu sinni lýsandi fyrir stefnu flokksins, a.m.k. svo lengi sem ég studdi flokkinn (þar til ég var 15 ára).
Vinstri græn er eiginilega eina nafnið sem er nálægt því sem flokkurinn stendur fyrir þótt við stöndum reyndar líka fyrir róttækan femínisma. Sem heitir fullu nafni Vinstri hreyfingin - grænt framboð, ekki beinlínis lipurt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.11.2012 | 09:04
Þurfum við fleiri sérskóla fyrir drengi eða stúlkur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2012 | 22:51
Tvítugt tímarit
Í tilefni af 20 ára afmæli tímaritsins Uppeldis og menntunar þann 26. nóvember nk. er boðið til stuttrar dagskrár í húsakynnum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands þann dag og hefst dagskráin kl. 17.00. Þegar dagskránni er lokið er gestum boðið í afmælisköku. Heiðursgestur er Jónas Pálsson, fyrrverandi rektor Kennaraháskóla Íslands, en fyrsta hefti tímaritsins var á sínum tíma afmælisrit honum til heiðurs á sjötugsafmæli hans þann 26. nóvember 1992.
Dagskrá:
Opnun Ingólfur Ásgeir Jóhannesson ritstjóri Uppeldis og menntunar
Ávarp Jón Torfi Jónasson forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands
Ávarp Ragnhildur Bjarnadóttir fyrsti ritstjóri Uppeldis og menntunar
Heiðursgesturinn ávarpaður Börkur Hansen prófessor
Fyrsta eintak nýjasta heftis tímaritsins afhent heiðursgestinum Ritnefnd Uppeldis og menntunar
Heiðursgesturinn ávarpar samkomuna
Að dagskrá lokinni er boðið í afmælisköku í Fjöru til kl. 18:30
http://www.hi.is/vidburdir/uppeldi_og_menntun_20_ara
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2012 | 21:13
Hvernig verður jafnrétti allra best tryggt?
Í erindinu verður fjallað um hvernig áherslur í jafnréttisstarfi hafa verið að breytast frá því að horfa á kynjajafnrétti í einangrun og yfir í það að sinna einnig jafnrétti ýmissa minnihlutahópa og margþættri mismunun. Togstreita hefur einkennt umræðuna um útvíkkun jafnréttisstarfs. Femínískar kenningar um samtvinnun (e. intersectionality), verða því kynntar til sögunnar sem aðferðafræði til þess að skoða hvernig kyngervi samtvinnast við aðrar samfélagsbreytur. Niðurstaðan er skýr. Kynjajafnrétti verður ekki að fullu náð nema einnig sé tekið á misrétti sem byggist á stétt, kynþætti, þjóðerni, kynhneigð, aldri, fötlun, o.s.frv. Áskorunin sem nú blasir við felst í því að finna lagalegan og stofnanalegan farveg til þess að sinna jafnrétti allra, án þess að missa sjónar á kynjajafnrétti.
Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.
http://www.hi.is/vidburdir/hvernig_verdur_jafnretti_allra_best_tryggt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2012 | 17:23
Frambjóðendur VG í Reykjavík á morgun, laugardag 17. nóvember
Fundur með frambjóðendum í forvali VG í Reykjavík verður haldinn á morgun, laugardaginn 17. nóvember klukkan 14.00 að Vesturgötu 7. Tólf hafa boðið sig fram til þátttöku í forvalinu.
Fyrirkomulag fundarins verður á þann hátt að fundargestum verður skipt upp á jafn mörg borð og frambjóðendur eru. Frambjóðendur munu svo færa sig milli borða og svara fyrirspurnum fundargesta. Með þessu fyrirkomulagi er vonast eftir því að skapa skemmtilega stemmningu og að frambjóðendur geti náð betur til fundargesta og rætt við þá á persónulegum nótum. Boðið verður upp á kaffi og bakkelsi.
Félgasmenn VGR eru hvattir til að mæta og kynna sér frambjóðendur en forvalið fer fram laugardaginn 24. nóvember milli 10 og 18 í Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Kynningarrit um frambjóðendur er komið í dreifingu en hægt er að nálgast það hér.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2012 | 21:55
Er hægt að bjóða kynjakerfinu birginn?
Ágrip greinar Katrínar Bjargar Ríkarðsdóttur og Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar í Netlu, birt 16. október 2012:
Í greininni er fjallað um birtingarmyndir kynjakerfisins í reynslu kvenna af námi og störfum í húsasmíði og tölvunarfræði. Tekin voru viðtöl við átta konur í greinunum tveimur. Allar höfðu þær lokið námi á síðastliðnum sex árum áður en viðtölin voru tekin. Húsasmiðirnir höfðu stundað nám í þremur framhaldsskólum og tölvunarfræðingarnir í þremur háskólum á ólíkum stöðum á landinu. Í greininni er leitast við að svara því hvort kynjakerfið í formi útilokunar, aðgreiningar og undirskipunar kvenna komi fram í reynslu þeirra, hvaða teikn séu skýrust og hvort kynjakerfið leiti nýrra leiða til að halda jafnvægi þegar tilraunir eru gerðar til að vinna í trássi við það.
Meginniðurstaðan er sú að þótt einstaka konum takist að bjóða kynjakerfinu birginn dugi það skammt þar sem birtingarmyndir kynjakerfisins eru ekki persónuleg sérviska heldur kerfislægt fyrirbæri. Margt af þessu var ekki augljóst fyrr en skyggnst var undir yfirborðið og hlustað á raddir kvennanna. Þá kom í ljós að ýmsir þættir kynbundinnar menningar í reynslu þeirra eru mjög lúmskir og í flóknu samspili við launavinnu, heimili, kynverund, ofbeldi og þátt ríkisins. Þær niðurstöður eru í samræmi við kynjakerfiskenningu breska félagsfræðingsins Sylvia Walby.
Can the patriarchal system be challenged? The experience of eight women as carpenters and computer scientists.
Abstract: The article deals with how the patriarchal system of power appears in the experience of women in two types of jobs, the building industry and computer science. Eight women in the two types of jobs were interviewed. The carpenters had studied their vocation in three different secondary schools and the computer scientists in three different universities across the country. The inquiry focused on if and how the patriarchal system in the forms of exclusion, segregation or subordination tends to seek equilibrium when there are attempts to break it down.
The main finding is that even though individual women can challenge the system it keeps on because it is not based on personal eccentricities. Many of the findings did not become apparent until the researchers looked under the surface and listened to the voices of the women. This revealed that many elements of gendered culture and experiences are hidden and in a complex relationship with different layers of everyday life. These findings are in line with Sylvia Walbys theory of the patriarchal system.
By Katrín Björg Ríkarðsdóttir & Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2012 | 19:51
Ríkisstjórnin leitar lausna
Tekur ekki þátt í umræðu um úrræðaleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)