1.11.2009 | 09:06
Hvað merkir "næstum allir"?
Átti að vera vinaleg kveðja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2009 | 09:42
Einstaklingar og samfélag
Í gær og fyrradag flutti ég ásamt félögum mínum í rannsóknarverkefninu GETA til sjálfbærni (http://skrif.hi.is/geta) tvo fyrirlestra. Sá fyrri verður birtur fljótlega í nettímaritinu Netlu (http://netla.khi.is) en sá síðari var á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu um rannsóknir í félagsvísindum, birtur í nærri 1000 bls. ráðstefnuriti undir heitinu Hvað þurfa einstaklingar að geta í sjálfbæru þjóðfélagi framtíðarinnar? Ég birti hér efniskynningu okkar á því erindi:
Með hliðsjón af stefnu íslensku ríkisstjórnarinnar um sjálfbæra þróun og stefnu Sameinuðu þjóðanna um áratug menntunar til sjálfbærrar þróunar (20052014) var útbúinn var greiningarlykill til að finna hvar í aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla er fjallað um efni sem gæti nýst við menntun til sjálfbærrar þróunar. Greiningarlykilinn skiptist í sjö þætti: Gildi, viðhorf og tilfinningar gagnvart náttúru og umhverfi; þekking sem hjálpar til við að nota náttúruna skynsamlega; velferð og lýðheilsa; lýðræði, þátttaka, geta til aðgerða; jafnrétti og fjölmenning; alþjóðavitund, hnattrænn skilningur og efnahagsþróun og framtíðarsýn. Við teljum að þessir efnisþættir endurspegli hvað einstaklingar þurfi að geta í sjálfbæru samfélagi framtíðarinnar. Menntun til sjálfbærrar þróunar snýst um að börn og unglingar öðlist hæfni og vilja til að verða virk í samfélaginu og taki þátt í breyta því og bæta ekki eingöngu sem einstaklingar heldur líka með hæfni sinni í samstarfi við aðra, utan og innan veggja skólanna. Tilvísun: Auður Pálsdóttir, Björg Pétursdóttir, Gunnhildur Óskarsdóttir, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Kristín Norðdahl. (2009). Í Gunnar Þór Jóhannesson og Helga Björnsdóttir (ritstjórar), Rannsóknir í félagsvísindum X. Félags- og mannvísindadeild. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2009 (bls. 1727). Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2009 | 09:07
Ótrúlegur launamunur kynja á Íslandi
Enn á ný staðfest í þessari úttekt það sem hefur lengi verið að launamunur karla og kvenna á Íslandi er ótrúlegur og að við erum aftarlega á merinni í þeim efnum, þrátt fyrir margt gott á öðrum sviðum. Launamunur af þessum toga er óþolandi - og það er líka óþolandi að mega búast við því að bloggarar og ýmsir aðrir komi fram og vefengi hann. Vonandi hef ég þó rangt fyrir mér um hið síðasta; vonandi leggjast allir á eitt að útrýma honum.
Hér má bæta við tveimur könnunum:
http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/1263
http://www.vr.is/index.aspx?GroupId=477061
Í könnun VR kemur fram að launamunur kynjanna hafi minnkað - en hefur hann minnkað af sjálfu sér? Og minnkar hann nógu hratt? Því má hvoru tveggja svara neitandi. Einn af þeim sem tekur máls hér fyrir neðan bendir á að líklega hafi kreppan/bankahrunið haft áhrif og það styður VR-könnunin.
Kynjabilið minnst á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.10.2009 | 08:09
Orkuskattur og suðvesturlínur
Væri orkuskattur ósanngjarn skattur? Er það ósanngjarnt að greiða fyrir afnot af auðlindum landsins? Er það ósanngjarnt að krefjast þess að öll gögn liggi fyrir þegar ákveðið er hvort meta eigi umhverfisáhrif raflína án þess að virkjanir verði metnar líka? Svo mætti halda út væli út af hugmyndum um orkuskatt og æsingi út af úrskurði umhverfisráðherra. Best væri að taka sem fyrst ákvörðun um orkuskattinn svo það liggi ljóst fyrir hver hann sé: Og af hverju ættu álfyrirtæki að njóta forréttinda eins og þau vilja? Hvers vegna liggur svona mikið á að leggja rafmagnslínur? Þótt við vitum ekki hvort til er vinnanleg orka? Vinnanleg af umhverfisáhrifum eða öðrum ástæðum.
Í bið vegna orkuskatts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.10.2009 | 08:24
Skyggja á Guðjón Samúelsson
Brýrnar yfir Hringbraut og Njarðargötu fá viðurkenningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.10.2009 | 18:19
Vegamálastjóri hótar að endurtaka umhverfismatsferlið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.10.2009 | 21:30
Vegagerð um Teigsskóg hafnað með dómi Hæstaréttar
Vestfjarðavegur ekki um Teigsskóg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.10.2009 | 09:58
Þess vegna vildu landeigendur ekki friðlýsa Héðinsfjörð
Um sl. aldamót var hafinn faglegur og stjórnsýslulegur undirbúningur friðlýsingar eyðifjarðarins Héðinsfjarðar, en þáverandi umhverfisráðherra stöðvaði þær aðgerðir að beiðni landeigenda Héðinsfjarðar sem væntanlega voru farnir að sjá sér féþúfu af því að láta leggja veginn milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar þar um. Um þetta var fjallað í grein í Degi, sem síðar var sett á vefinn um svipað leyti og SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, skoruðu á bæjarstjórn Fjallabyggðar að friðlýsa Héðinsfjörð. Fróðlegt er að sjá þar hvernig umhverfisráðherra kom í veg fyrir sjálfsagðar varúðarráðstafanir.
Þegar styttist í að göngin opnuðust sendu SUNN frá sér ályktun til umhverfisráðherra og bæjarstjórnar. Ég man ekki gjörla viðbrögð umhverfisráðherra en bæjarstjórnin tók þetta til jákvæðrar meðferðar og hélt a.m.k. einn fund með landeigendum sem mér skilst að hafi verið fljótir að hafna tillögum um friðlýsingu. Bæjarstjórnin gerði þá ekki meira í málinu svo að ég viti - en vaknar nú við þann vonda draum að landeigendur hafa fengið Vegagerðina til að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir - en ég man ekki betur en að þegar umhverfisáhrifin voru metin væri eingöngu miðað við veg þvert yfir dalinn, enga aðra vegi. Og varla er yfirmaður samgöngumála landsins, Kristján L. Möller samgönguráðherra, sáttur við framgöngu landeigendanna, stjórnmálamaður sem persónulega beitti sér fyrir því að Héðinsfjarðarleiðin yrði valin í samgöngubótum. Viðbótarvegarlagningin í Héðinsfirði er nefnilega algerlega óþörf náttúruspjöll sem koma til viðbótar umdeildri vegarlagningu. Framkvæmdirnar nú í Héðinsfirði koma þó ekkert á óvart því að yfirvöld voru varla nægilega vakandi fyrir því að einmitt þetta myndi gerast.
Álytkun SUNN frá ágúst 2007:
"Friðlýsum Héðinsfjörð um leið og göngin opnast
SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, skora hér með á umhverfisráðherra og bæjarstjórn Fjallabyggðar að beita sér fyrir friðlýsingu Héðinsfjarðar sem friðlands eða fólkvangs. Friðlandið yrði stofnað eigi síðar en jarðgöngin milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar verða opnuð, en undirbúning friðlýsingar, merkingar gönguleiða og brúun lækja og mýrlendis þarf að hefja sem allra fyrst.
Fjallabyggð og byggðarlög í nágrenninu hafa mikla hagsmuni af því að friðland verði stofnað á norðanverðum Tröllaskaga, með eins konar hjarta í Héðinsfirði. SUNN telja því sé eðlilegt að sveitarfélagið beiti sér í málinu með umhverfisráðherra. Þá er ekki ólíklegt að hinn siglfirski samgönguráðherra hafi áhuga á málinu. Friðlýsing myndi hafa afar góð áhrif á ímynd svæðisins alls og vafalítið stuðla að auknum ferðamannastraumi um norðanverðan Tröllaskaga og auka þannig þau jákvæðu áhrif sem fólk á svæðinu vonast til að skapist vegna jarðganga og vegar sem liggur þvert yfir Héðinsfjörð.
Þótt Héðinsfjörður verði ekki friðland eða fólkvangur við opnun jarðganganna þarf að gera friðunarráðstafanir þegar vegur verður kominn. Um þetta hafa landeigendur, náttúruverndaryfirvöld, SUNN og fjölmargir aðrir sem hafa tjáð sig verið sammála, t.d. þarf að hindra bílaumferð utan þjóðvegar og það þarf að gera þar gott göngustíga- og gönguleiðakerfi sem í senn verndar gróður og landslag og tryggir almenningi aðgang. Koma þarf á fót móttöku fyrir gesti, bílastæðum, göngustígum og brúm yfir læki og um mýrlendi. Allar slíkar aðgerðir munu gagnast betur ef landið verður formlega friðlýst og komið á landvörslu og upplýsingagjöf fyrir ferðafólk."
Vegagerð í Héðinsfirði án leyfis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.10.2009 | 16:56
Hvað segja Samfylking og VG?
Ég verð að játa að ég hef ekki sett mig inn í málefni þeirra flóttamanna sem nú er verið að vísa úr landi - en það hlýtur að vera áfall fyrir fyrsta ráðherra sérstaks mannréttindaráðuneytis að vera öskruð burt úr ræðustóli við hátíðlegt tækifæri.
Ragna situr í ráðuneytinu á ábyrgð stjórnarflokkanna tveggja, Samfylkingar og vinstri grænna; hún hefur ekki svo ég viti til nokkurn tíma verið kjörinn fulltrúi í lýðræðislegum kosningum. En hún kann að hafa rétt fyrir sér í málinu, engu að síður. Æskilegt væri hins vegar að formenn flokkanna tveggja, þau Jóhanna og Steingrímur, skýrðu afstöðu sína í þessu máli, hvort þau telja verknaðinn að vísa fólkinu úr landi réttan. Eða forystumenn flokkanna í mannréttindamálum á þinginu.
Gerðu hróp að ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.10.2009 | 20:20
Því ekki bráðabirgðaskýrsla?
Rannsóknarskýrslu seinkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.10.2009 | 08:26
Náttúruvernd og atvinnuástand
Mótmæla ákvörðun umhverfisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.10.2009 | 19:48
Fyrsti flokkurinn með fleiri konur sem ráðherra
Eftir að Álfheiður Ingadóttir tók sæti í ríkisstjórninni eru nú þrjár konur og tveir karlar í hópi ráðherra vinstri grænna og er þá líka jafn fjöldi karla og kvenna í ríkisstjórninni eins og var í minnihlutastjórninni sl. vetur. Ef minni mitt hrekkur til hefur aldrei gerst fyrr að fleiri konur en karlar úr sama flokknum séu ráðherrar á sama tíma en hugsanlega var um tíma jafn fjöldi karla og kvenna úr Framsóknarflokknum um eða upp úr aldamótunum. Þeim tímamótum að flokkur tefli nú fram fleiri konum en körlum í ríkisstjórn ber að fagna þótt á því hvíli sá skuggi að Ögmundur Jónasson er ekki lengur ráðherra.
Nýr ráðherra tók við lyklavöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.9.2009 | 12:22
Langaði Þingeyinga til að vinna í álveri?
Viljayfirlýsing ekki framlengd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
23.9.2009 | 17:14
Hvaða óvissa? Þetta er heitt pólitískt mál
Það er eitt af einkennum orðræðu nútímans að láta eins og spurningin um uppbyggingu álvers sé tæknileg spurning um vissu eða óvissu en ekki hápólitískt hitamál. Því að svo lengi sem einhverjir halda uppi baráttu fyrir því að fá álver neyðumst við náttúruverndarsinnar til að berjast fyrir verndun náttúrunnar. Annað einkenni er að kvarta og kveina undan því að mat á umhverfisáhrifum tefji framkvæmdir. Því miður hefur mat á umhverfisáhrifum ekki reynst neitt sérstaklega vel sem náttúruverndartæki, sem stafar nú kannski af því að mat á umhverfisáhrifum var aldrei og átti aldrei að verða slíkt tæki, heldur ferli til að greiða fyrir framkvæmdum með því að meta umhverfisáhrifin, meðal annars til að geta valið á milli kosta. En ef búið er að ákveða fyrir fram hvað á að gera er það auðvitað svo að umhverfisáhrif mega ekki stöðva nokkurn veginn hversu alvarleg sem þau eru. Eins og þegar Siv sneri við úrskurðinum um of mikil umhverfisáhrif Kárahnjúka. Á að verðlauna þá sem verja fé sínu óskynsamlega og undirbúa framkvæmdir skaðlegar náttúrunni?
Áhyggjur af óvissu um álver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2009 | 08:23
Norræn ráðstefna um jafnréttisfræðslu
Dagskrá ráðstefnunnar er að finna hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)