29.1.2011 | 16:14
Stjórnlagaþing, helst strax!
Ég lagði aldrei neina áherslu á að það yrði haldið stjórnlagaþing og var hvorki hrifinn né ekki hrifinn af kosningafyrirkomulaginu. Áttaði mig á því að flækjustig þess ylli tortryggni, en þóttist skilja að það væri að mörgu leyti gott að kjósa bara eitt nafn og hafa kost á að kjósa 24 til vara sem gætu þar að auki notað hluta af atkvæðinu mínu ef sá sem ég kysi hefði þegar fengið nógu mörg atkvæði.
En eftir dóm Hæstaréttar er mér ljóst að það verður að halda stjórnlagaþing. Ég get alveg sætt mig við að Alþingi tilnefni þau 25 sem kjöri náðu í starfshóp, sem fengi nafnið stjórnlagaþing, og svo yrðu greidd atkvæði meðal þjóðarinnar um niðurstöðu. Sennilega er þó rökréttara að ganga fljótt frá því að það verði haldnar aðrar kosningar og þá megi hvert og eitt okkar kjósa á bilinu 5-25 manns og við sameinumst um að kjósa tuttuguogfimm-menningana eða sem flesta úr þeirra hópi. Aðalatriðið er þó að fá að greiða atkvæði um niðurstöðu þingsins áður en Alþingi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er alltof sterkur fengi að fikta í niðurstöðunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.1.2011 | 12:55
Fylgjum fjármagninu: Skipulagsbreytingar í dönskum háskólum
Follow the Money: Organisational reform in Danish universities
Higher education has been in a global tumult of organisational reform for the last 25 years. These changes are characterised by increased marketisation, commercialisation, financialisation and commodification of universities. As universities have become more business-like, so they have adopted the managerial and financial tools and techniques of business. Evidence suggests that, whilst the UK was in the vanguard of these trends, Denmark is now keenly following this reform agenda. This paper charts the reform process in Denmark and presents the results of a recent study undertaken with Susan Wright for Dansk Magisterforening (the Danish academics trade union) entitled Follow the Money. This study explored the reasons why significant recent increases in Danish universities income had not apparently translated into commensurate increases in teaching and research funding. The study found, rather, significant increases in the cost of management and this paper argues that this is the result of the ideological and organisational reforms to which Denmark had been subject. The paper concludes by considering both the wisdom of this reform trajectory and the prospects for an alternative (and more sustainable) future for higher education."
The weblink to the Dansk Magisterforening report is:
http://www.forskeren.dk/wp-content/uploads/follow-the-money.pdf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2011 | 19:28
Bolognaferlið og íslenskir háskólar
"Undanfarinn áratug hefur íslenskum háskólum fjölgað og síðan aftur fækkað með sameiningu. Nemendum hefur fjölgað úr rúmlega 12.000 haustið 2001 í um 19.000 haustið 2009. Fræðimönnum og öðru starfsfólki hefur fjölgað og faglegt umhverfi hefur breyst. Líklega náði breytingaferlið hápunkti sínum á árinu 2007 þegar öllum háskólum landsins var gert að sækja um viðurkenningu á fræðasviðum í samræmi við ný lög um háskóla nr. 63/2006. Umræðuefnið í þessu hefti er þó hvorki útþensla háskólanna né viðurkenningarferlið sem slíkt heldur þátttaka Íslands í evrópsku háskólasamstarfi sem hefur verið nefnt Bolognaferlið.
Upphaf Bolognaferlisins má rekja til ársins 1999 þegar menntamálayfirvöld Evrópuríkja gáfu út yfirlýsingu um að þau myndu vinna sameiginlega að því að styrkja Evrópu með því að skapa sameiginlegt menntasvæði æðri menntunar fyrir 2010 (sjá nánar í grein Þórðar Kristinssonar, Bolognaferlið: Saga og tilgangur, í þessu hefti). Ísland var eitt af þeim ríkjum sem skrifuðu undir Bolognayfirlýsinguna og hefur verið unnið að því að innleiða þetta ferli á ýmsan máta. (Hér er fylgt þeirri málvenju sem hefur skapast, að innleiða ferli.)"
Þetta er upphaf greinar okkar Guðrúnar Geirsdóttur í nýjasta hefti að Uppeldi og menntun: http://vefsetur.hi.is/uppeldi_og_menntun/sites/files/uppeldi_og_menntun/U%26M_2010_1_2_bls179_216.pdf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2011 | 17:11
Eru framhaldsskólar á Íslandi gagnkynhneigðir?
Birst hefur grein okkars Jóns Ingvars Kjarans sem ber heitið: Ég myndi alltaf enda með einhverri stelpu: Eru framhaldsskólar á Íslandi gagnkynhneigðir? Hún er í veftímaritinu Netlu: http://netla.khi.is/menntakvika2010/017.pdf
Útdráttur: Í greininni er fjallað um hugtakið heterósexisma og gerð grein fyrir efni úr fyrsta hluta rannsóknar á heterósexisma í íslenskum framhaldsskóla. Við rökræðum skilning okkar á hugtakinu í því augnamiði að meta á hvern hátt það henti til að greina stöðu hinsegin nemenda innan íslenska skólakerfisins. Við spyrjum hvort og hvernig megi skýra upplifanir þriggja ungra homma í hefðbundnum íslenskum framhaldsskóla með því að horfa á stofnanabundinn heterósexisma. Af gögnum úr fyrsta hluta rannsóknar á stofnanabundnum heterósexisma í framhaldsskóla má greina að hann sé kerfislægur í formgerð og menningu skólanna. Hinsegin ungmenni upplifa stofnanabundinn heterósexisma í daglegum samskiptum við starfsfólk og samnemendur og birtist hann m.a. í skilningsleysi, óþægilegum spurningum og gagnkynhneigðri orðræðu. Skýringa á þessu má að okkar mati einkum leita í því hve ósýnilegir hinsegin nemendur eru í skólanum og í kerfisbundinni þöggun, hvort sem hún er meðvituð eða ómeðvituð, um málefni þeirra og hagsmuni.Á ensku: Titill: I would always end up with some girl: Are Icelandic upper secondary schools heterosexual? Útdráttur: This article discusses the concept heterosexism and gives the first results of a study of institutionalized heterosexism in an Icelandic upper secondary school. We discuss our understanding of the concept in order to assess the manner in which it can be useful to analyze the status of queer students in the Icelandic school system. We ask how to explain the experiences of three young gay men in a traditional Icelandic upper secondary school by looking at institutionalized heterosexism. Results indicate that institutionalized he-terosexism prevails in the structure and culture of the school under investiga-tion. Queer youth experience institutionalized heterosexism daily in their dealings with faculty and fellow students, for instance in lack of understand-ing, uncomfortable questions they are asked and heterosexual discourse. Possible explanations for this can be found in the low visibility of queer students and systematic exclusion and silencing, whether aware or unaware, of their issues and interests. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2011 | 20:03
Gagn-, sam- eða hinsegin?
Debbie Epstein, prófessor við Cardiff-háskóla í Wales, flytur fyrirlestur í boði Rannsóknarstofu um jafnrétti, kyngervi og menntun og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku.
Prófessor Epstein mun í fyrirlestrinum byggja á rannsóknum sem gerðar voru með áratugar millibili í kringum síðustu aldamót. Þessar rannsóknir miðuðu að því skoða hvers konar kynverund eða kynhneigðargervi var í boði fyrir nemendur og starfsfólk háskóla í Bretlandi sem ekki fellur að hinum gagnkynhneigðu viðmiðum samfélagsins. Þrátt fyrir miklar breytingar sem urðu í Bretlandi á þessu tímabili kom í ljós að sá heterósexismi (gagnkynhneigðarhyggja), sem ríkti á meðan fyrri rannsóknirnar fóru fram, voru enn þá mjög ríkjandi. Þetta hefur þau áhrif að nemendur, sem laga sig ekki að gagnkynhneigðum viðmiðum, þurfa í fjölmörgum aðstæðum að laga hátterni sitt að ríkjandi viðmiðum til að forðast stimplun og útilokun. Epstein mun ræða hvernig flestum háskólum hefur ekki tekist að stuðla að því að önnur kynhneigð en gagnkynhneigð sé viðurkennd, jafnvel þótt verðlaun séu veitt þeim atvinnurekendum sem hafa stuðlað að vinsamlegra vinnuumhverfi fyrir lesbíur og homma.Prófessor Epstein er meðal þeirra fremstu í heiminum á sviði rannsókna innan hinseginfræða og menntunar. Hún hefur einnig rannsakað fjölbreytileg önnur svið menntunar- og menningarfræða, t.d. karlmennsku og einelti, m.a. í Suður-Afríku, auk Bretlands. Það er mikill fengur að fá hana hingað til lands og hlýða á erindi hennar. Vefsvæði hennar er: http://www.cardiff.ac.uk/socsi/contactsandpeople/academicstaff/E-F/professor-debbie-epstein-overview.html
Allir velkomnir
Upplýsingar á ensku
Title: Hetero, Homo or Queer - Sexualities in UK Universities 1990-2010Abstract: In The World We have Won, Jeffrey Weeks (2007) traces the changes in erotic and intimate life in the UK since 1945. He aims to provide what he terms a balance sheet of the changes that have transformed our ways of being sexual, intimate and familial (x). In this presentation, I draw primarily on the fieldwork, done nearly ten years apart, of two of my former doctoral students David Telford (Epstein et al. 2003 and various unpublished doctoral studies work) and Richard Taulke-Johnson (2006, 2009) as well as other published work in order to explore the field of sexual possibility for non-heterosexual students and staff in the university context. I will argue that much has changed in the UK over this period and yet that the heterosexual presumption (Epstein and Johnson 1993) largely persists even in this context and that non-heterosexual students continue to modify their behaviours to avoid stigmatisation in certain settings. At the same time, drawing on the Stonewall awards for lesbian and gay-friendly employers, I will point to the failure of most universities to recognise or make provision for non-heterosexuality in the workplace, even as some receive these awards.Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2011 | 14:22
Rannsóknarboranir, rannsóknarboranir í Gjástykki
SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, hafa þá stefnu að friðlýsa beri Gjástykki og þegar iðnaðarráðherra sagði á þingi sl. haust: "Virðulegi forseti. Við skulum hafa í huga að ríkisstjórnin er að skoða það að friða Gjástykki algerlega." hefði maður haldið að ríkisstjórnin yrði sammála um þetta. Enda kann að vera að hún sé það.
Í ljósi orða iðnaðarráðherra og fyrri yfirlýsinga umhverfisráðherra verður að ætla að stefna ríkisstjórnar Íslands sé sú að friðlýsa Gjástykki. Leyfisveiting Orkustofnunar stangast vitaskuld á við stefnu ríkisstjórnarinnar þvi nú hafa þau undur gerst að iðnaðar- og umhverfisráðherra virðast samtaka um að skoða friðlýsingu Gjástykkis alvarlega. Á meðan slík skoðun fer fram er óskiljanlegt hvernig hægt er að leyfa rannsóknarboranir í Gjástykki.
Er Orkustofnun æðsta vald landsins?
Hér eru fyrri færslur: http://ingolfurasgeirjohannesson.blog.is/blog/ingolfurasgeirjohannesson/entry/915167/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2011 | 14:56
Skoðanamismunun iðnaðarráðuneytisins afhjúpuð
Það er gott að fá úrskurð um að það sé algerlega óheimilt að mismuna fólki út frá skoðunum þess. Þessi úrskurður sýnir svo ekki er um villst að vinnan við Rammaáætlun hefur það að markmiði að finna sem flest svæði til að virkja á en ekki til efla náttúruvernd. Þannig voru skoðanir vísindamanns sem sótti um vinnu sem starfsmaður taldar vera þess eðlis að ekki væri hægt að treysta vísindamanninum til að vera nægilega hliðhollur duldum markmiðum Rammaáætlunar. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/01/06/segir_idnadarraduneytid_hafa_brotid_a_umsaekjanda/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2010 | 09:50
Aka, skjóta og ríða í Vatnajökulsþjóðgarði
Fyrirsögninni er viljandi ætla að minna á bókarheitið Eats, Shoots and Leaves sem misritaðist og varð að Eats Shoots and Leaves. Eða var hið síðara rétta bókarheitið?
Ég hef núna í tvo daga verið að hugsa um grein sem forsvarsmenn níu samtaka, allt karlar, skrifuðu í Fréttablaðið: http://www.visir.is/stjorn-vatnajokulsthjodgards-hlusti-betur-a-almenning/article/2010120774995. Í greininni enn og aftur er því að haldið fram að tillaga að verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs sé ósanngjörn í garða jeppafólks, vélsleðamanna, skotveiðimanna og hestafólks.
Ég er hættur að velta fyrir mér rangfærslum sem koma úr þessu heygarðshorni en tók núna allt í einu eftir því að það voru tómir karlar sem skrifuðu greinina, níu karlar sem vilja fá að aka víðar, skjóta á fleiri stöðum og ríða víðar í Vatnajökulsþjóðgarði.
Ég velti því fyrir mér hvort engar konur séu í samtökunum þeirra, eða af hverju þær veljist síður til forystu fyrir því að að vilja aka, skjóta og ríða. Og ég velti því fyrir mér, sem fulltrúi í einu af svæðisráðum þjóðgarðsins og fulltrúi í varastjórn, hvort það sé hugsanlegt að kynjasjónarmiða hafi ekki verið gætt á nægilega ríkan hátt við mótun áætlunarinnar. Hvort níðst sé á áhugamálum karla umfram áhugamálum kvenna. Ég fæ ekki betur séð en ég sem kynjajafnréttissinni neyðist til að taka þennan vinkil málsins upp á réttum vettvangi. Þar sem það er lögbundið að gæta eigi kynjasjónarmiðar við hvers konar stefnumótun?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.11.2010 | 09:29
Klám, kvenfyrirlitning, karlfyrirlitning
Klám, kvenfyrirlitning, karlfyrirlitning hugleiðingar á jafnréttisdögum Háskóla Íslands Framsaga á umræðufundi með heitinu Allt sem þú vildir ekki vita um klámvæðingu föstudaginn 24. september 2010 kl. 1416 í Hátíðarsal HÍ. Jafnréttisnefndir HÍ, SHÍ og fræðasviðanna fimm í HÍ stóðu að fundinum. Sjá: http://www.ismennt.is/not/ingo/klam.htm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2010 | 10:39
„Skólinn á ekki að sinna trúboði"
Ofangreind orð [heiti greinarinnar] eru tilvitnun í páskapredikun sr. Karls Sigurbjörnssonar biskups (sjá frétt Morgunblaðsins 29. mars sl.). Í predikuninni sem útdráttur var fluttur úr í ýmsum ljósvakamiðlum um helgina kvartaði hann undan því að fámennur þrýstihópur vildi koma fræðslu um kristni út úr skólum.
Trúboð eða fræðsla?
Nú veit ég ekki þrýstihóp" sr. Karl á við, en tel þó líklegt að hann vísi m.a. til mikillar umræðu sem varð fyrir skömmu um trúarbragðafræðslu og trúboð í skólum, m.a. í kjölfar málþings sem vinstri grænir stóðu fyrir um miðjan febrúar sl. Á málþinginu og umræðum í kjölfarið komu fram alvarlegar upplýsingar um umfang trúboðs í opinberum skólum, m.a. um kristið bænahald. Ég minnist sérstaklega samtals við grunnskólastjóra í Keflavík sem sá hreint ekkert athugavert við bænahald í skólanum hjá henni.
Í ljósvakamiðlunum, sem ég fylgdist með um páskana, var ekki birtur sá hluti predikunar sr. Karls sem ég setti í fyrirsögnina. Hún er þó lykill málsins: Skólinn á ekki að sinna trúboði". Hvorki leik-, grunn-, framhalds- né kennaraskólar eiga að boða trú. Hins er það einmitt trúboð í skólum, ógagnrýnar kirkjuferðir og bænahald sem valda því að baráttufólk fyrir trúfrelsi og frelsi til trúleysis treystir ekki skólum til að stunda hlutlaust fræðslustarf um trúarbrögð. Gagnrýni á slíkar tilhneigingar til trúboðs, þ.e. rugling á trúboði og fræðslu, kom fram á nefndu málþingi, m.a. í máli sr. Sigurðar Pálssonar, en hann var um alllangt skeið námstjóri í menntamálaráðuneytinu og þekkir e.t.v. manna best stöðu þessara mála. Sr. Karl þarf því ekki að vera undrandi á að kristindómsfræðslan sé gagnrýnd. Hverjir skyldu stunda slíkt trúboð? Eru það kristnir kennarar sem þekkja ekki muninn á trúboði og fræðslu? Eða er prestum án kennaramenntunar enn þá falin kristindómsfræðslan í einhverjum skólum?
Kristindómur og ásatrú í sögu þjóðar
Að mínum dómi er ekkert óeðlilegt við talsvert mikla kristindómsfræðslu en hún ætti ekki að vera sérstök námsgrein heldur hluti af menningarfræði, lífsleikni, siðfræði eða samfélagsfræði, og ef fólk vill, trúarbragðafræði. Sérstaklega er þetta mikilvægt vegna þess að íslensk menning verður tæpast skilin án umtalsverðrar þekkingar á tvennum trúarbrögðum umfram önnur, þ.e. kristinni trú og ásatrú. En mörg önnur trúarbrögð eru þó vissulega samofin sögu okkar og nágrannalanda okkar, ekki síst íslam. Þar að auki er kristni ein af meginstoðum íslenskrar löggjafar og þess siðgæðis sem flestir vilja rækta með ungu fólki. Síst af öllu gæti ég, sem er menntaður sem sögukennari, borið á móti slíkum staðreyndum.
Það hlýtur því að vera til vansa að trúlaust fólk og fólk af minnihlutatrúarbrögðum telji sig knúið til að taka börn sín úr kristindómstímum - vegna trúboðs - þannig að þau fari á mis við mikilvæga fræðslu. Eða einstaklingar í hópi kennara sem ekki tilheyra lútersku þjóðkirkjunni treysti sér ekki til að kenna kristin fræði, einmitt kannski af því að þau heita kristin fræði og önnur trúarbrögð" eru þar sem einhvers konar viðhengi. Að ógleymdum rétti fólks til að aðhyllast engin trúarbrögð.
Hins vegar veldur það óþörfum ruglingi að kalla námsgreinina kristin fræði og mér finnst að lúterska þjóðkirkjan þurfi að sætta sig við að setja innihaldið ofar forminu. Eða vill kirkjan kannski njóta forréttinda í opinberum skólum? Það er alls ekki hægt að verjast þeirri hugsun eftir að hafa lesið fréttir af predikuninni og heyrt þungann í rödd sr. Karls í því sem var tekið upp í fréttum Ríkisútvarpsins.
Frelsi til trúleysis
Sr. Karl óttast að skólar komi til með að láta sem trú skipti ekki máli" og e.t.v. er það rétt að einhver skoðanasystkina minna í baráttu fyrir trúfrelsi og frelsi til trúleysis telji svo vera og vilji veg trúar og rétt þeirra sem aðhyllast trú sem minnstan. Ég hef bara ekki orðið var við þetta sjónarmið í þeim hópi fólks sem ég umgengst heldur þvert á móti að fjölmargir þeirra sem berjast fyrir þess háttar frelsi telja að trú skipti mjög miklu máli - væri ekki annað að lemja höfðinu við steininn? En við gerum þá réttlætiskröfu að trúleysi sé virt jafnt og trúarbrögð í opinberum skólum - annað væri mismunun.
Aðskilnaður leik- og grunnskólastarfs frá kirkjustarfi og trúboði er bersýnilega afar brýnt verkefni miðað við þær upplýsingar sem komu fram á málþingi vinstri grænna og í umræðum í samfélaginu í kjölfar þess. Að þessu þarf að huga í yfirstandandi námskrárvinnu á vegum menntamálaráðuneytis. Um þetta erum við sr. Karl greinilega alveg sammála ef ég skil orð hans rétt, þótt vera kunni að okkur greini á um leiðir til þess. Þannig vill hann að Kennaraháskólinn (og væntanlega þá einnig aðrir kennaraskólar) skipi kristni og öðrum trúarbrögðum meðal kjarnagreina. Ég tek undir að það þurfi að efla þekkingu kennara á því hvernig á að kenna um trú og trúarbrögð en efast stórlega um að pláss sé fyrir kristin fræði sem skyldugrein í kennaranámi meðan bitist er um hverja vinnuviku í því námi. Kannski sameining trúarbragðafræða við menningarfræði eða lífsleikni og siðfræði gæti aukið það rými?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2010 | 18:22
Ný stefna í menntamálum
Ný stefna í menntamálum - Ársþing Samtaka áhugafólks um skólaþróun: í Sjálandsskóla, Garðabæ 5.-6. nóvember |
Efni: Ný stefna í menntamálum: Hvernig hrindum við henni í framkvæmd? Þá verða stutt, fjölbreytt erindi um lykilhugtökin (grunnþættina) fimm. Guðrún Pétursdóttir félagsfræðingur: Lýðræði í skólastarfi og fjölmenningarleg kennsla Hanna Björg Vilhjálmsdóttir framhaldsskólakennari: Hæ! Erum við að tala saman hérna! Jafnrétti í skólastarfi! Kristín Vala Ragnarsdóttir forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands: Menntun til sjálfbærni Ólöf Þórhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri hjá Evrópuráðinu: Lýðræði og mannréttindi í menntun og skólastarfi: stefna Evrópuráðsins Rósa Gunnarsdóttir sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu: Skapandi skólastarf Stefán Jökulsson lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Hvað er læsi? Nánari upplýsingar: http://skolathroun.is/?pageid=80 |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2010 | 16:47
Þjóðkirkjan um tengsl kirkju og skóla
III. Kafli: Kirkja og skóli
Markmið:
- Koma skal til móts við kennara í kristnum fræðum svo þeir geti betur sinnt því starfi sem skólinn hefur falið þeim, að miðla þekkingu á kristnum trúar- og menningararfi.
- Styðja þarf kennara við að temja börnum og ungmennum umburðarlyndi gagnvart þeim sem hafa önnur lífsviðhorf. Koma að umræðu um mótun menntastefnu þjóðarinnar með skýrum hætti.
Verkefni:
- Sóknir og stofnanir Þjóðkirkjunnar eigi samstarf við leikskóla/skóla um heimsóknir og fræðslu, sálgæslu, áfallahjálp og kærleiksþjónustu.
- Þjónusta í kringum hátíðir kirkjuársins
- Fræðsla og námskeið fyrir kennara í kristinfræði
- Gerð ítarefnis um kristinfræði og trúarbragðafræði, t.d. um kirkjulegar athafnir
- Fræðsla og fyrirlestrar hjá foreldrafélögum, m.a. um áföll og gildismat
- Sjálfstyrking fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla
- Lífsleikni fyrir framhaldsskóla þar sem áhersla er á tilvistarspurningar.
http://kirkjan.is/stjornsysla/stefnumal/fraedslustefna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2010 | 20:26
Sjónarhorn um menntun til sjálfbærni
Á ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands á föstudaginn, 22. okt. nk., er gríðarlega fjölbreytilegt efni. Rannsóknarhópurinn GETA mun segja frá rannsókn á sýn kennara til menntunar til sjálfbærni og fleiru úr rannsóknar- og þróunarstarfi sínu núna á föstudaginn. Þessi málstofa hefst kl. 11 og lýkur kl. 12:30 og er í stofu E303 sem er í elstu og hæstu byggingunni við Stakkahlíð, miðstiganum upp. Við ætlum góðan tíma til umræðna á eftir stuttum erindum. Málstofan heitir GETA til sjálfbærni menntun til aðgerða.
Allyson Macdonald, prófessor, HÍ
Meðhöfundur: Auður Pálsdóttir - sem flytur erindið
Sýn kennara á menntun til sjálfbærni
Stefán Bergmann, dósent, HÍ
Meðhöfundur: Eygló Björnsdóttir, HA
Samfélag og sjálfbærni í menntun barna og unglinga
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor, HÍ / HA
Menntun til sjálfbærni verði merkjanleg í kennaramenntun" - (tilvitnun tekin úr nýjustu stefnu ríkisstjórnarinnar um Velferð til framtíðar).
Sjá nánar: http://vefsetur.hi.is/menntakvika/dagskra_1100_1230
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2010 | 20:15
Heterosexismi og hinsegin nemendur
Á dagskrá Menntakviku, ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands á föstudaginn kemur, þann 22. október er margt á dagskrá. Hér er dagskrá RANNKYN, Rannsóknarstofu um jafnrétti, kyngervi og menntun, sem er frá Kl. 9.00 - 10.30 í stofu K102 í húsi HÍ við Stakkahlíð (sjá nánar http://vefsetur.hi.is/menntakvika/dagskra_0)
Steinunn Helga Lárusdóttir, lektor, HÍ
Mýtan um jafna stöðu kynjanna. Sama sýn ólík staða
Þórdís Þórðardóttir, lektor, HÍ
Hugmyndir leikskólabarna um kvenleika og karlmennsku
Jón Ingvar Kjaran, doktorsnemi, HÍ
Meðhöfundur: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor, HÍ/HA
... ég myndi alltaf enda með einhverri stelpu ...
Heterósexismi og hinsegin nemendur
Bjargey Gígja Gísladóttir, skólastjóri Upplýsingatækniskóla Tækniskólans
Kynlægar hindranir í vegi fyrir atvinnuáformum og framtíðardraumum:
Hentar námsframboð framhaldsskólanna öllum stúlkum?
Víbeka Svala Kristinsdóttir, meistaranemi, HÍ
Meðhöfundur: Guðný Guðbjörnsdóttir, prófessor, HÍ
Brotið hjarta: Upplifun stúlkna af samskiptaárásarhneigð á grunnskólaaldri
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2010 | 08:19
Eiga nemendur að skilja tilfinningarnar eftir heima?
Afskaplega áhugaverð ráðstefna til heiðurs Erlu Kristjánsdóttur lektors sem varð sjötug nú í vikunni, haldin í húsnæði HÍ á Rauðarárholti, gengið inn frá Háteigsvegi. Um 220 manns hafa skráð sig, en ég vona að það sé enn þá pláss. Upplýsingar á http://www.skolathroun.is/?pageid=79 og dagskrá: http://starfsfolk.khi.is/ingvar/EK/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)