Þjóðkirkjan um tengsl kirkju og skóla

Hér er þriðji kafli úr fræðslustefnu Þjóðkirkjunnar. Ég sé ekki betur en Þjóðkirkjan ætli sér umtalsvert hlutverk. Ég spyr sérstaklega hvort„umburðarlyndi" gagnvart börnum, sem taka ekki þátt í trúarlegum athöfnum á skólatíma, sé nóg? Ekki ætlast kirkja, sem starfar í anda Jesú Krists, til að þeim verði fengin  „önnur verkefni" eins og ritstjóri Fréttablaðsins lagði til í forystugrein nú í vikunni? Skólastarfið verður að vera þannig að börn taki þátt í því sem er á dagskrá, annað er engu barni boðlegt. Skólarnir þurfa að taka ábyrgð á þessu, en ekki kirkjan. Þess vegna tel ég að menntamálaráðuneytið eigi að taka forystu í því að setja reglur, en ekki láta hana eftir einni kirkjustofnun sem hefur áróðurshagsmuni eða trúboðshagsmuni. Róttæk tillaga mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar hefur þegar þjónað því hlutverki að hreyfa við málinu.

 

III. Kafli: Kirkja og skóli

Markmið: 

  • Koma skal til móts við kennara í kristnum fræðum svo þeir geti betur sinnt því starfi sem skólinn hefur falið þeim, að miðla þekkingu á kristnum trúar- og menningararfi.
  • Styðja þarf kennara við að temja börnum og ungmennum umburðarlyndi gagnvart þeim sem hafa önnur lífsviðhorf. Koma að umræðu um mótun menntastefnu þjóðarinnar með skýrum hætti.

Verkefni:

  • Sóknir og stofnanir Þjóðkirkjunnar eigi samstarf við leikskóla/skóla um heimsóknir og fræðslu, sálgæslu, áfallahjálp og kærleiksþjónustu.
  • Þjónusta í kringum hátíðir kirkjuársins
  • Fræðsla og námskeið fyrir kennara í kristinfræði
  • Gerð ítarefnis um kristinfræði og trúarbragðafræði, t.d. um kirkjulegar athafnir
  • Fræðsla og fyrirlestrar hjá foreldrafélögum, m.a. um áföll og gildismat
  • Sjálfstyrking fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla
  • Lífsleikni fyrir framhaldsskóla þar sem áhersla er á tilvistarspurningar.

http://kirkjan.is/stjornsysla/stefnumal/fraedslustefna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband