Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
31.10.2010 | 10:39
„Skólinn á ekki að sinna trúboði"
Ofangreind orð [heiti greinarinnar] eru tilvitnun í páskapredikun sr. Karls Sigurbjörnssonar biskups (sjá frétt Morgunblaðsins 29. mars sl.). Í predikuninni sem útdráttur var fluttur úr í ýmsum ljósvakamiðlum um helgina kvartaði hann undan því að fámennur þrýstihópur vildi koma fræðslu um kristni út úr skólum.
Trúboð eða fræðsla?
Nú veit ég ekki þrýstihóp" sr. Karl á við, en tel þó líklegt að hann vísi m.a. til mikillar umræðu sem varð fyrir skömmu um trúarbragðafræðslu og trúboð í skólum, m.a. í kjölfar málþings sem vinstri grænir stóðu fyrir um miðjan febrúar sl. Á málþinginu og umræðum í kjölfarið komu fram alvarlegar upplýsingar um umfang trúboðs í opinberum skólum, m.a. um kristið bænahald. Ég minnist sérstaklega samtals við grunnskólastjóra í Keflavík sem sá hreint ekkert athugavert við bænahald í skólanum hjá henni.
Í ljósvakamiðlunum, sem ég fylgdist með um páskana, var ekki birtur sá hluti predikunar sr. Karls sem ég setti í fyrirsögnina. Hún er þó lykill málsins: Skólinn á ekki að sinna trúboði". Hvorki leik-, grunn-, framhalds- né kennaraskólar eiga að boða trú. Hins er það einmitt trúboð í skólum, ógagnrýnar kirkjuferðir og bænahald sem valda því að baráttufólk fyrir trúfrelsi og frelsi til trúleysis treystir ekki skólum til að stunda hlutlaust fræðslustarf um trúarbrögð. Gagnrýni á slíkar tilhneigingar til trúboðs, þ.e. rugling á trúboði og fræðslu, kom fram á nefndu málþingi, m.a. í máli sr. Sigurðar Pálssonar, en hann var um alllangt skeið námstjóri í menntamálaráðuneytinu og þekkir e.t.v. manna best stöðu þessara mála. Sr. Karl þarf því ekki að vera undrandi á að kristindómsfræðslan sé gagnrýnd. Hverjir skyldu stunda slíkt trúboð? Eru það kristnir kennarar sem þekkja ekki muninn á trúboði og fræðslu? Eða er prestum án kennaramenntunar enn þá falin kristindómsfræðslan í einhverjum skólum?
Kristindómur og ásatrú í sögu þjóðar
Að mínum dómi er ekkert óeðlilegt við talsvert mikla kristindómsfræðslu en hún ætti ekki að vera sérstök námsgrein heldur hluti af menningarfræði, lífsleikni, siðfræði eða samfélagsfræði, og ef fólk vill, trúarbragðafræði. Sérstaklega er þetta mikilvægt vegna þess að íslensk menning verður tæpast skilin án umtalsverðrar þekkingar á tvennum trúarbrögðum umfram önnur, þ.e. kristinni trú og ásatrú. En mörg önnur trúarbrögð eru þó vissulega samofin sögu okkar og nágrannalanda okkar, ekki síst íslam. Þar að auki er kristni ein af meginstoðum íslenskrar löggjafar og þess siðgæðis sem flestir vilja rækta með ungu fólki. Síst af öllu gæti ég, sem er menntaður sem sögukennari, borið á móti slíkum staðreyndum.
Það hlýtur því að vera til vansa að trúlaust fólk og fólk af minnihlutatrúarbrögðum telji sig knúið til að taka börn sín úr kristindómstímum - vegna trúboðs - þannig að þau fari á mis við mikilvæga fræðslu. Eða einstaklingar í hópi kennara sem ekki tilheyra lútersku þjóðkirkjunni treysti sér ekki til að kenna kristin fræði, einmitt kannski af því að þau heita kristin fræði og önnur trúarbrögð" eru þar sem einhvers konar viðhengi. Að ógleymdum rétti fólks til að aðhyllast engin trúarbrögð.
Hins vegar veldur það óþörfum ruglingi að kalla námsgreinina kristin fræði og mér finnst að lúterska þjóðkirkjan þurfi að sætta sig við að setja innihaldið ofar forminu. Eða vill kirkjan kannski njóta forréttinda í opinberum skólum? Það er alls ekki hægt að verjast þeirri hugsun eftir að hafa lesið fréttir af predikuninni og heyrt þungann í rödd sr. Karls í því sem var tekið upp í fréttum Ríkisútvarpsins.
Frelsi til trúleysis
Sr. Karl óttast að skólar komi til með að láta sem trú skipti ekki máli" og e.t.v. er það rétt að einhver skoðanasystkina minna í baráttu fyrir trúfrelsi og frelsi til trúleysis telji svo vera og vilji veg trúar og rétt þeirra sem aðhyllast trú sem minnstan. Ég hef bara ekki orðið var við þetta sjónarmið í þeim hópi fólks sem ég umgengst heldur þvert á móti að fjölmargir þeirra sem berjast fyrir þess háttar frelsi telja að trú skipti mjög miklu máli - væri ekki annað að lemja höfðinu við steininn? En við gerum þá réttlætiskröfu að trúleysi sé virt jafnt og trúarbrögð í opinberum skólum - annað væri mismunun.
Aðskilnaður leik- og grunnskólastarfs frá kirkjustarfi og trúboði er bersýnilega afar brýnt verkefni miðað við þær upplýsingar sem komu fram á málþingi vinstri grænna og í umræðum í samfélaginu í kjölfar þess. Að þessu þarf að huga í yfirstandandi námskrárvinnu á vegum menntamálaráðuneytis. Um þetta erum við sr. Karl greinilega alveg sammála ef ég skil orð hans rétt, þótt vera kunni að okkur greini á um leiðir til þess. Þannig vill hann að Kennaraháskólinn (og væntanlega þá einnig aðrir kennaraskólar) skipi kristni og öðrum trúarbrögðum meðal kjarnagreina. Ég tek undir að það þurfi að efla þekkingu kennara á því hvernig á að kenna um trú og trúarbrögð en efast stórlega um að pláss sé fyrir kristin fræði sem skyldugrein í kennaranámi meðan bitist er um hverja vinnuviku í því námi. Kannski sameining trúarbragðafræða við menningarfræði eða lífsleikni og siðfræði gæti aukið það rými?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2010 | 18:22
Ný stefna í menntamálum
Ný stefna í menntamálum - Ársþing Samtaka áhugafólks um skólaþróun: í Sjálandsskóla, Garðabæ 5.-6. nóvember |
Efni: Ný stefna í menntamálum: Hvernig hrindum við henni í framkvæmd? Þá verða stutt, fjölbreytt erindi um lykilhugtökin (grunnþættina) fimm. Guðrún Pétursdóttir félagsfræðingur: Lýðræði í skólastarfi og fjölmenningarleg kennsla Hanna Björg Vilhjálmsdóttir framhaldsskólakennari: Hæ! Erum við að tala saman hérna! Jafnrétti í skólastarfi! Kristín Vala Ragnarsdóttir forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands: Menntun til sjálfbærni Ólöf Þórhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri hjá Evrópuráðinu: Lýðræði og mannréttindi í menntun og skólastarfi: stefna Evrópuráðsins Rósa Gunnarsdóttir sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu: Skapandi skólastarf Stefán Jökulsson lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Hvað er læsi? Nánari upplýsingar: http://skolathroun.is/?pageid=80 |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2010 | 16:47
Þjóðkirkjan um tengsl kirkju og skóla
III. Kafli: Kirkja og skóli
Markmið:
- Koma skal til móts við kennara í kristnum fræðum svo þeir geti betur sinnt því starfi sem skólinn hefur falið þeim, að miðla þekkingu á kristnum trúar- og menningararfi.
- Styðja þarf kennara við að temja börnum og ungmennum umburðarlyndi gagnvart þeim sem hafa önnur lífsviðhorf. Koma að umræðu um mótun menntastefnu þjóðarinnar með skýrum hætti.
Verkefni:
- Sóknir og stofnanir Þjóðkirkjunnar eigi samstarf við leikskóla/skóla um heimsóknir og fræðslu, sálgæslu, áfallahjálp og kærleiksþjónustu.
- Þjónusta í kringum hátíðir kirkjuársins
- Fræðsla og námskeið fyrir kennara í kristinfræði
- Gerð ítarefnis um kristinfræði og trúarbragðafræði, t.d. um kirkjulegar athafnir
- Fræðsla og fyrirlestrar hjá foreldrafélögum, m.a. um áföll og gildismat
- Sjálfstyrking fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla
- Lífsleikni fyrir framhaldsskóla þar sem áhersla er á tilvistarspurningar.
http://kirkjan.is/stjornsysla/stefnumal/fraedslustefna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2010 | 20:26
Sjónarhorn um menntun til sjálfbærni
Á ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands á föstudaginn, 22. okt. nk., er gríðarlega fjölbreytilegt efni. Rannsóknarhópurinn GETA mun segja frá rannsókn á sýn kennara til menntunar til sjálfbærni og fleiru úr rannsóknar- og þróunarstarfi sínu núna á föstudaginn. Þessi málstofa hefst kl. 11 og lýkur kl. 12:30 og er í stofu E303 sem er í elstu og hæstu byggingunni við Stakkahlíð, miðstiganum upp. Við ætlum góðan tíma til umræðna á eftir stuttum erindum. Málstofan heitir GETA til sjálfbærni menntun til aðgerða.
Allyson Macdonald, prófessor, HÍ
Meðhöfundur: Auður Pálsdóttir - sem flytur erindið
Sýn kennara á menntun til sjálfbærni
Stefán Bergmann, dósent, HÍ
Meðhöfundur: Eygló Björnsdóttir, HA
Samfélag og sjálfbærni í menntun barna og unglinga
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor, HÍ / HA
Menntun til sjálfbærni verði merkjanleg í kennaramenntun" - (tilvitnun tekin úr nýjustu stefnu ríkisstjórnarinnar um Velferð til framtíðar).
Sjá nánar: http://vefsetur.hi.is/menntakvika/dagskra_1100_1230
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2010 | 20:15
Heterosexismi og hinsegin nemendur
Á dagskrá Menntakviku, ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands á föstudaginn kemur, þann 22. október er margt á dagskrá. Hér er dagskrá RANNKYN, Rannsóknarstofu um jafnrétti, kyngervi og menntun, sem er frá Kl. 9.00 - 10.30 í stofu K102 í húsi HÍ við Stakkahlíð (sjá nánar http://vefsetur.hi.is/menntakvika/dagskra_0)
Steinunn Helga Lárusdóttir, lektor, HÍ
Mýtan um jafna stöðu kynjanna. Sama sýn ólík staða
Þórdís Þórðardóttir, lektor, HÍ
Hugmyndir leikskólabarna um kvenleika og karlmennsku
Jón Ingvar Kjaran, doktorsnemi, HÍ
Meðhöfundur: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor, HÍ/HA
... ég myndi alltaf enda með einhverri stelpu ...
Heterósexismi og hinsegin nemendur
Bjargey Gígja Gísladóttir, skólastjóri Upplýsingatækniskóla Tækniskólans
Kynlægar hindranir í vegi fyrir atvinnuáformum og framtíðardraumum:
Hentar námsframboð framhaldsskólanna öllum stúlkum?
Víbeka Svala Kristinsdóttir, meistaranemi, HÍ
Meðhöfundur: Guðný Guðbjörnsdóttir, prófessor, HÍ
Brotið hjarta: Upplifun stúlkna af samskiptaárásarhneigð á grunnskólaaldri
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2010 | 08:19
Eiga nemendur að skilja tilfinningarnar eftir heima?
Afskaplega áhugaverð ráðstefna til heiðurs Erlu Kristjánsdóttur lektors sem varð sjötug nú í vikunni, haldin í húsnæði HÍ á Rauðarárholti, gengið inn frá Háteigsvegi. Um 220 manns hafa skráð sig, en ég vona að það sé enn þá pláss. Upplýsingar á http://www.skolathroun.is/?pageid=79 og dagskrá: http://starfsfolk.khi.is/ingvar/EK/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2010 | 16:06
Umhyggjan á heima í öllum skólum
UMHYGGJAN Á HEIMA Í ÖLLUM SKÓLUM: Hlutverk, viðfangsefni og sjálfsmynd kennara á 21. öld.
Opnunarfyrirlestur á málþingi Kennaraháskóla Íslands 18.19. október 2007. Höfundur: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við kennaradeild Háskólans á Akureyri [settur á netið 19. október 2007 með minni háttar lagfæringu, lagfærður 20. október, eftirskrift 2 lagfærð 1. nóvember 2007] Fyrirlestur endurbirtur óbreyttur á bloggsíðu. Áður birtur á http://www.ismennt.is/not/ingo/umhy.htm
Umhyggja er orð sem vekur upp notalegar tilfinningar, það er tákn um hlýju og fallegar hugsanir. En er umhyggja fyrsta hugtakið sem kemur í hugann þegar rætt er um skóla? Umhyggja er örugglega ein af fyrstu hugmyndunum sem kemur í hugann um leikskóla og líka um grunnskóla, a.m.k. yngstu bekki hans. En er hún fyrsta hugmyndin um háskóla- eða framhaldsskólastarf? Það er ég ekki viss um. Þó ætla ég að halda því fram að umhyggja eigi að vera kjarni skólastarfsins í öllum skólum á öllum skólastigum og líka í skólum utan skólakerfisins, svo sem í endur- og símenntun starfsgreina, raunar hvarvetna þar sem kennsla fer fram.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2010 | 21:09
Hlífið landinu við gegndarlausum virkjunum í þágu álvera
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fyrir rúmum tveimur árum hélt Bandalag háskólamanna ráðstefnu um undirbúning háskólanáms og aðgang að því. Erindi ráðstefnunnar voru gefin út í litlu hefti ári síðar. Í þeim kennir margra grasa og frummælendur hreint ekki sammála. Hér er ekki ætlunin að ræða efni ráðstefnunnar til hlítar, heldur drepa á eitt atriði sem nokkuð bar á góma, þ.e. undirbúning nemenda á fyrri skólastigum.
Eiga skóla að búa til nemendur?Margir líta svo á að hlutverk lægri" skóla sé að búa til nemendur" fyrir þá skóla sem á eftir koma. Sjónarmið kennslustjóra Háskóla Íslands á nefndri ráðstefnu virðist vera af öðrum toga. Hann telur að það sé nokkur kostur út af fyrir sig að fá nemendur yngri að árum til háskólanáms en nú er. Líklega má gera ráð fyrir því að nemendur séu því áhrifagjarnari eða námfúsari sem þeir eru yngri, að því eldri sem menn verða því fastmótaðri og ósveigjanlegri verða skoðanir þeirra og viðhorf" (bls. 51). Þetta sjónarmið er í mikilli andstöðu við þau sjónarmið að meginhlutverk skóla sé að þroska nemendur og búa undir lífið.
Fjölbreytni hefur aukist í framhaldsskólanámi og ég tel brýnt að gera enn þá betur. Það sem síst má er að út úr skólum komi einlit hjörð nemenda sem allir hafa innbyrt sömu þekkingaratriðin gagnrýnislaust. Ef skólar miða allt starf sitt við næsta skóla eins og hann er, verður aldrei neitt annað en stöðnun. Það verður heldur aldrei neinn möguleiki á að þroska lýðræðiskennd nemenda ef þeir eiga að vera sem meðfærilegastir" og hlýðnastir yfirboðurum sínum.
Hafa skólar versnað?Algengt er að heyra því haldið fram að skólar léttist sífellt. Ég hygg að þetta séu tómar bábiljur og á síðustu 10 til 15 árum hafi t.d. námsefni menntaskóla bæði aukist og þyngst. Miklar framfarir hafa líka orðið í grunnskólum skólastarfið er ekki jafnmikið niðurreyrt þrátt fyrir að mér og mörgum öðrum finnist samt of hægt miða.
Margir háskólamenn kvarta undan verri nemendum" úr framhaldsskólum. Sjá þeir kannski eftir elítuskólunum" sem svo fáir áttu aðgang að? Guðmundur Magnússon, hagfræðiprófessor, sem var rektor HÍ sagði á þessari ráðstefnu: Ég held að það megi segja sem almenna niðurstöðu að stúdentar úr hinum nýju fjölbrautaskólum komi heldur verr út en stúdentar úr hefðbundnum menntaskólum og Verslunarskóla Íslands " (bls.43). Og meðal kollega minna í framhaldsskólum er oft nöldrað yfir þekkingarleysi busanna.
Heilmiklir fordómar felast í þessum viðhorfum sem ég hef lýst. Þau byggjast hjá mörgum á þekkingarleysi á því hvað gert er á skólastigum sem á undan koma. Skólar þurfa að laga sig að þjóðfélaginu og þeim nemendum sem það þjóðfélag skapar.
Arðsemi eða persónuþroski?Persónuþroska er erfitt að meta út frá arðsemissjónarmiðum. Mig minnir að í leiðara DV fyrr í vetur hafi það verið gert og kvartað undan lélegri framleiðni" skóla. Hugtakinu framleiðni er erfitt að beita á skólastarf af skynsamlegu viti því að það er svo erfitt að skilgreina hvað persónuþroski og manngildi eru. Auðveldara er að skilgreina hvað nemandi á að kunna í stærðfræði, finna námsefni sem svarar til þeirra markmiða og mæla svo (með prófi), heldur en gera sama hlutinn um manngildi.
Þess vegna má ekki líta á fjárfestingu í skólum sem hverja aðra fjárfestingu sem á að skila arði á ákveðnum tíma, heldur á hún að skila þjóðfélagi fullu af vel menntuðum einstaklingum og sem allra ómeðfærilegustum" í þeim skilningi að þeir taki ekki við boðskap yfirboðara gagnrýnislaust og trúi ekki allri Morgunblaðslygi", hvar sem hún birtist.
Sjá einnig http://www.ismennt.is/not/ingo/MENNTC.HTM
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)