Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
31.5.2009 | 20:37
Ein af birtingarmyndum einkavinavæðingarinnar?
Þetta er eitt af þeim málum sem krefst rannsóknar. Hvert var markmiðið? Sum sveitarfélögin seldu eignir og höfðu þá betri rekstrarfjárstöðu; önnur byggðu ekki skólahúsnæðið heldur greiddu leigu. Þegar til lengri tíma er litið getur ekki verið annað en dýrara en reiða sig á þess háttar húsnæði. Auðvitað getur stundum verið hagstætt að leigja húsnæði (t.d. skrifstofuhúsnæði eða geymsluhúsnæði), en tæpast mikið vit í að leigja húsnæði til skólahalds, sundiðkana o.s.frv. Þess háttar hús eru mjög sérhæfð og lítt nothæf til annars. Já, og hvar leynist spilling í formi einkavinavæðingar í einkavæðingu húsnæðis sveitarfélaga og ríkis?
50 milljarða skuldbindingar vegna leigu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.5.2009 | 18:35
Er flokkun sorps umhverfismál - eða mannasiðir?
Já, hvað eru umhverfismál? Eru hvalveiðar umhverfismál? Eða eru hvalveiðar, eins og grænfriðungar nefna hér, fyrst og fremst ímyndarmál? Mannasiðir í samfélagi þjóðanna? Sá vægir sem vitið hefur meira - kannski - að hætta hvalveiðum? Hvalveiðar geta ekki orðið sjálfbærar nema markaður stóraukist.
Sama gildir um að flokka þann úrgang sem frá okkur kemur - setja ekki matarleifar saman við plastumbúðir eða mjólkurfernur. Ég flokka það fyrst og fremst sem mannasiði að minnka úrganginn í kringum okkur og koma honum á rétta staði, rétt eins og það tíðkast ekki á góðum bæjum að henda rusli á göturnar eða út um bílglugga.
Grænfriðungar vilja að Jóhanna vakni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2009 | 17:12
Sjálfstæðir háskólar á landsbyggðinni eða útibú?
Mér sýnast þessar hugmyndir áhugaverðar og skynsamlegar, svona í aðalatriðum, enda hér sprottið upp einkaháskólar eins og gorkúlur undir verndarvæng Sjálfstæðisflokksins, síðast Keilir á Suðurnesjum. Auðvitað eru þetta engir einkaháskólar. Og auðvitað er engin raunveruleg samkeppni heldur er hún meiri í því hver gerir góðar auglýsingar þar sem fjármunum er eytt í að auglýsa þrjár nýjar lagadeildir, svo að dæmi sé tekið.
Það er mikil samvinna í dag, a.m.k. með okkur sem störfum í ríkisháskólunum - en hana má auka og gera skilvirkari, án sameiningar. Og það er líka samvinna við einkaháskólana - sem betur fer. Kannski á að sameina alla háskóla, ekki endilega í einu vetfangi. Þannig má t.d. breyta Háskólanum á Bifröst í fjarnámssetur alls landsins þar sem nemendur koma í kennslulotur til að nota það frábæra húsnæði sem þar er og óskaplega fallega umhverfi.
Athyglisverð er náttúruvísindaleg slagsíða í fréttinni, það er hér eru ekki tilgreind íslensk fræði eða hug- og félagsvísindi. En varla var það hlutverk nefndarinnar að segja okkur hvaða greinar væru góðar og hverjar ekki? Hmm ... Vitaskuld kemur mér ekki á óvart að það sé mælt með áherslu á jarðfræði en e.t.v. kemur meira á óvart að listirnir skuli fá þá viðurkenningu sem hér er nefnd. Reyndar ræðir nefndin "vöxt" en ekki núverandi stærð greina, ef blaðið hefur rétt eftir.
Verði núverandi háskólar á landsbyggðinni lagðir niður má varla nota orðið útibú. Betra er að þeir hafi mikið sjálfstæði og heiti sjálfstæðum nöfnum, t.d. Háskóli Íslands á Akureyri, eða Háskóli Íslands að Bifröst og Hólaskóli verður að heita því forna nafni. Í stað sameiningar mætti því búa til samhæft kerfi háskólanna.
Mæla með tveggja háskóla kerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2009 | 21:48
Haldið áfram að grafa í því hvort aðstaða var misnotuð
LÍN leitar til Ríkisendurskoðunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.5.2009 | 11:58
Munið námsstefnuna um jafnréttisfræðslu á þriðjudaginn
22.5.2009 | 14:53
Námsstefna um jafnréttisfræðslu
Námsstefna um jafnréttisfræðslu í leik- og grunnskólum verður þriðjudaginn 26. maí kl. 13:30 í Salnum í Kópavogi. Í auglýsingu frá verkefninu segir: Þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum er samstarfsverkefni Jafnréttisstofu, Félags- og tryggingamálaráðuneytisins, Hafnarfjarðarbæjar, Reykjavíkurborgar, Akureyrarbæjar, Kópavogsbæjar og Mosfellsbæjar. Menntamálaráðuneytið styður verkefnið og leggur framkvæmd þess lið ásamt Jafnréttisráði og fjölmörgum styrktaraðilum. Þátttökusveitarfélögin fimm tilnefndu öll einn leikskóla og einn grunnskóla til að sinna tilraunaverkefnum á sviði jafnréttismála skólaárið 20082009. Á námsstefnunni kynna fulltrúar skólanna verkefni sem nýst geta til jafnréttisstarfs í skólum. Nánari upplýsingar um þróunarverkefnið má finna á slóðinni www.jafnrettiiskolum.is
Dagskrá - uppfærð
13:30 - 13:45 Tónlistaratriði frá leikskólanum Hörðuvöllum í Hafnarfirði
13:45 - 14:00 Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra setur námsstefnuna
14:00 - 14:15 Louise Windfeldt, höfundur barnabókarinnar Den dag da Rikke var Rasmus og Den dag da Frederik var Frida kynnir bókina og tilurð hennar
14:15 - 15:10 Kynningar á jafnréttisstarfi í leikskólum
15:10 - 15:40 Kaffihlé / kynningarbásar og veggspjöld
15:40 - 16:30 Kynningar á jafnréttisstarfi í grunnskólum
16:30 - 16:45 Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor fer yfir niðurstöður faghóps verkefnisins
16:45 - 17:00 Kristín Ástgeirsdóttir slítur námsstefnunni og veitir viðurkenningar fyrir teikni- og ljóðasamkeppni Jafnréttisstofu og Eymundsson
Námsstefnan er kjörinn vettvangur fyrir alla þá sem vilja fræðast um jafnrétti í skólastarfi. Hún er öllum opin og eru skólastjórnendur, kennarar, foreldrar, fulltrúar fræðslunefnda, fulltrúar jafnréttisnefnda, starfsmenn skólaskrifstofa, sveitarstjórnarmenn og stjórnmálamenn sérstaklega hvattir til að mæta. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Arnfríðar Aðalsteinsdóttur verkefnisstjóra á Jafnréttisstofu sem einnig veitir frekari upplýsingar arnfridur@jafnretti.is / sími 460-6200.
Bloggar | Breytt 23.5.2009 kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.5.2009 | 14:41
Er Framsóknarflokkurinn sögulegar minjar?
14 sitja fundi þingflokks framsóknarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.5.2009 kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.5.2009 | 13:15
Bindiskylda og bindisskylda
Mig minnir að afnám eða lækkun bindiskyldu hafi verið eitt af því sem bankarnir börðust fyrir og fengu framgengt, og hafi þannig átt þátt í hruninu. Reyndar er ég ekki of klár á því hvað bindiskylda var (eða er) - er það ekki krafa frá Seðlabankanum um að ekki sé ekki allt fé lánað jafnóðum út og það er lagt inn?
Bindisskyldan er aftur á móti sú skylda að karlar skyldu bera hálsbindi í þingsal. Þetta voru víst lengst af óskrifaðar reglur en ekki skrifaðar. Fjölmiðlar tóku virkan þátt í að viðhalda þessari hefð með því að taka viðtöl við nýja karl-þingmenn eingöngu um hálsbindisleysið en ekki málefnið og gerðu hina nýju þingmenn eða varaþingmenn svo leiða á því að þeir fundu hálsbindi. Nú hefur þessi skylda verið afnumin og vonandi leiðir það ekki til neins konar hruns. Ef til vill er það jafnvel tákn um nýja tíma.
Ég veit ekki hvort allir karlar báru hálsbindi á aðalfundi Byrs sem eingöngu kaus karla í stjórn - tók ekki eftir því hvort það var í varastjórnina líka. Ég veit ekki hvort Byr verður bæði með bindi- og bindisskyldu.
Athugasemdir við fréttaflutning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.5.2009 | 15:54
Að dreifa athyglinni?
Yfirlýsing ómarktæk á fyrsta degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2009 | 20:01
Áfram náttúruvernd!
Ný ríkisstjórn tók við völdum í dag byggð á samstarfsyfirlýsingu vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Yfirlýsingin var rædd í morgun á flokksráðsfundi vinstri grænna sem raunar stóð langt fram yfir hádegi því að það var margt að ræða. Yfirlýsingin er um margt tímamótayfirlýsing hvað varðar vörn fyrir velferðarkerfið, á jákvæðan hátt þrátt fyrir hinar erfiðu r til þess, og hún er líka tímamót í utanríkismálum, þótt tilfinningar gagnvar Evrópusambandsþráhyggjunni séu að sjálfsögðu verulega mikið blendnari. Málamiðlunin sem forysta VG hefur tekið þátt í er þó sýnd veiði en ekki gefin fyrir ESB-sinna.
Samstarfsyfirlýsingin er ekki tímamótayfirlýsing í náttúruverndarmálum svo að þar verða verkin að tala eins og þau gerðu hjá Kolbrúnu Halldórsdóttur sem því miður náði ekki kjöri til Alþingis og lét nú af störfum. Því er aftur á móti lofað að setja náttúruverndaráætlun sem nái til 2013. Takist það gætu alveg orðið tímamót í náttúruverndarmálum við að framkvæma hana. Ég býð Svandísi Svavarsdóttur velkomna sem umhverfisráðherra - mér taldist svo til áðan að hún væri 10. umhverfisráðherrann á 20 árum. Vonandi verður þinn ferill, Svandís, í embættinu farsæll - okkur veitir ekki af.
Ný ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)