Að dreifa athyglinni?

Hafi það nú verið ætlun ríkisstjórnarinnar að dreifa athygli frá innihaldinu í aðgerðaáætluninni virðist það hafa tekist allsæmilega með því að fljúga til Akureyrar. Hins vegar tel ég að sunnanfólkið hafi fremur gott af því að fara út fyrir suðvesturhornið og funda þar, auk þess sem þrír af tólf ráðherrum eiga heima fyrir norðan. Þar að auki eflir kostnaðurinn, sem til fellur og hefur verið gagnrýndur, innlenda atvinnustarfsemi. Kannski ríkisstjórnin ætti að setja það fyrir reglu að funda ársfjórðungslega einhvers staðar annars staðar en í Reykjavík? Og kynna sér ýmislegt á svæðunum í leiðinni svo að ekki verði hægt að segja að sýndarmennsku sé að ræða.
mbl.is Yfirlýsing ómarktæk á fyrsta degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband